3.1.2015 | 01:47
Fjölþætt reynsla og opinn hugur.
Sigún Magnúsdóttir á að baki fjölþætta reynslu á mörgum sviðum þjóðlífsins og hefur farið í gegnum lífið með óvenju opnum huga fyrir því og verkefnum þess.
Eftir að hafa verið borgarfulltrúi í áraraðir þekkir hún vel til málefna borgarbúa og hefur viðhaldið tengslum sínum þar þótt hún hafi búið norður í Blöndudal.
Það er algengur misskilningur að umhverfismál og náttúruverndarmál séu aðallega mikilvæg úti á landi.
Þau eru ekki síður mikilvæg í borgum og bæjum, og ættu málefnin og vandamálin, sem hafa verið og eru í kringum Orkuveitu Reykjavíkur, að vera gott dæmi um það.
Varðandi tengsl Sigrúnar við borgarmálefnin má nefna, að meðal annars hefur hún reglulega haft samband við og hitt þverpólitískan hóp kvenna sem gegndu störfum fyrr á árum í borgarstjórn og kallar hópurinn sig "Bæjarins bestu."
Sem eiginkona fyrrverandi alþingismanns og ráðherra þekkir Sigrún vel þau samskipti, sem fylgja slíkum embættum og allt fljótfærnistal í netheimum um hana sem tákn um heimóttarskap og forneskju er hrein öfugmæli.
Umhverfismáli voru lengi viðfangsefni og umræðuefni á Höllustöðum.
Á sínum tíma var maður Sigrúnar, Páll Pétursson, í hópi Húnvetninga sem andæfðu þvi hvernig til stóð að sökkva 57 ferkílómetrum lands vegna Blönduvirkjunar og bentu Páll og hans skoðnanasystkin á miklu skaplegri lausn með annarri tilhögun með mun minna lóni og miklu minni umhverfisáhrifum.
Hefði betur verið farið að þeim ráðum.
En í staðinn var valtað yfir réttmætar ábendingar þessara staðkunnugu manna og hrein skammtímasjónarmið varðandi kostnað við virkjunina látin ráða, illu heilli.
Ég hef síðar lesið yfirlit yfir þau loforð sem gefin voru varðandi mótvægisaðgerðir og fleira varðandi virkjunina og var það dapurlegur lestur að sjá hvernig þau voru flest svikin.
Sigrún fór í háskólanám á efri árum og ætti í gegnum það að hafa öölast góða innsýn í reynsluheim unga fólksins sem er á námsaldri.
Ég tel að reynsla og æviferill Sigrúnar beri vitni um óvenjulega fjölbreytni og opinn huga, sem eykur víðsýni og finnst dapurlegt á hafa fundið mig knúinn til að standa í andsvörum á netinu við fordómafullar yfirlýsingar þeirra sem hafa haft skipan hennar sem ráðherra á hornum sér vegna þess að hún sé eldri en títt er um nýliða á ráðherrastóli.
Efa ég ekki að hún muni vanda sig við að "spá í spilin" eins og hún hefur stundum haft á orði þegar "Bæjarins bestu" hafa hist.
Ég hlaut mótandi sveitauppeldi í sumardvöl í æsku hjá eðal Framsóknarbóndakonu ekki langt frá heimaslóðum þeirra Páls og Sigrúnar.
Ömmusystir mín taldi það heilaga skyldu sína og annarra að skila landinu betra til afkomendanna til allrar framltíðar en hún tók við því.
Stundum hefur mér fundist fylgjendur flokksins hafa villst frá slíkri hugsun og þess vegna fylla mig von þau ummæli Sigrúnar um það að vilja líkjast hyggnnum bónda í starfi sínu sem umhverfisráðherra.
Er vonandi klassík gildi á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála í anda Eysteins Jónssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins fái góðan talsmann í hópi flokksmanna þar sem Sigrún er.
Vill líkjast hyggnum bónda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að skila landinu betra til afkomendanna en við tókum við því er ekki sama sýn í augum allra. Gömlu bændurnir töldu það felast í framræsingu mýra og stækkun á túnum. Útrýmingu á refum, örnum og öðrum skepnum sem þeim voru til ama. Nokkuð sem margir mundu kalla umhverfisspjöll og -hryðjuverk í dag. Gálgahraunið þitt var til dæmis ekki talið brúklegt til annars en í byggingar á Bessastöðum og hefðu þeir haft kraftmiklar jarðýtur og gröfur væri ásýnd landsins ekki sú sem hún er í dag.
Það er nefnilega þannig að það að skila landinu betra til afkomendanna en við tókum við því er fyrir suma að skila því hæfu til skoðunar en fyrir aðra hæfu til ábúðar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 05:48
"Lofa skal mey að morgni, veður að kvöldi."
Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 14:11
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Sigrún Magnúsdóttir, nú ráðherra Framsóknarflokksins
Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 14:16
Sigrún er akkúrat á rétta aldrinum til að verða ráðherra. Það eru hinir sem eru of ungir og reynslulitlir. Eitt af því sem þarf að breyta í stjórnarskránni er að koma í veg fyrir að börn geti orðið alþingismenn og ráðherrar. Mér finnst eðlilegast að nota sama viðmið og við forsetakjör. 35 ár er algert lágmark og síðan þarf að setja reglur um hámarkssetu í embætti. Fólk sem hingað til hefur verið alið upp af flokkunum skortir þessa auðmýkt til starfsins sem þarf að vera. Þessir bjánar halda að þeir séu með þjóðina á sínu framfæri en ekki öfugt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.1.2015 kl. 14:29
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.