"Með landnemum sigldi´hún um svarrandi haf..."

Nógu slæm var hegðun víkinganna oft á tíðum þótt ekki sé reynt að ýkja hana frekar, þótt rannsóknir geti í fyrstu ýtt undir það. 

Til landnáms á Íslandi var að mestu efnt í samræmi við það sem sagnir og sögur greina og ef eitthvað var, var þáttur keltneskra manna og kvenna og norrænna manna sem komu frá Bretlandseyjum kannski hafður minni en vert var. 

Ég hyggst því standa við þá lýsingu sem gefin er í ljóðinu um íslenskku konuna í eftirfarandi erindi:

"Með landnemum sigldi´hún um svarrandi haf. 

Hún sefaði harma, hún vakti´er hún svaf. 

Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð. 

Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð."


mbl.is Norrænar konur sigldu líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

"Til landnáms á Íslandi var að mestu efnt í samræmi við það sem sagnir og sögur greina og ef eitthvað var, var þáttur keltneskra manna og kvenna og norrænna manna sem komu frá Bretlandseyjum kannski hafður minni en vert var. "

Hvernig veistu þetta, Ómar?

FORNLEIFUR, 5.1.2015 kl. 12:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er þetta ekki bara samsæriskenning fyrrverandi rauðhærðra?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2015 kl. 12:24

3 identicon

Auðvitað sigldu norrænar konur líka, annað hvort væri það nú! Og fólk af keltnesku bergi brotið með, bæði karlar og konur.

Auður Djúpúðga var norræn, Dufþakssynir Dufriarssonar Írskir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 13:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

 Vilbaldur og Áskell voru Dufþakssynir. Voru það írsk nöfn, Jón Logi?

FORNLEIFUR, 5.1.2015 kl. 14:00

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Dufþaðkur var ekki írskt nafn en afi Dufþaks er sagður Kjarval Írakonungur.http://en.wikipedia.org/wiki/Cerball_mac_D%C3%BAnlainge

Menn hallast nú fremst að því að Kjarval hafi verið konungur sem notaður hafi verið til uppfyllingar á ættarupptalningu Íslendingasagnanna.

FORNLEIFUR, 5.1.2015 kl. 14:05

6 identicon

Ég hélt einu sinni meri undir Kjarval en skv. DNA reyndist afkvæmið vera undan Hrafni.  Vissulega getur ættfærslan verið nokkuð snúin!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 16:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dufþakur er komið úr fornírsku, Dubthach.

Forliður nafnsins er talinn vera fornírska dub(h) 'svartur, dökkur' en viðliðurinn -thach er með óvissa merkingu.

Nafnið gæti ef til vill merkt 'hinn svarthærði' eða eitthvað í þá veruna, sbr. írska nafnið Duald sem er ensk mynd af gelíska nafninu Dubhaltach og merkir hugsanlega 'svarthærður' eða 'svartfættur'."

Nöfn Íslendinga, Háskólaforlag Máls og menningar, 1991.

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 16:06

8 identicon

Þetta er fróðlegt Steini!

Kannski þýðir "þakur" eitthvað sem þekur,  sbr þak. Dubtahc = Þakinn svörtu hári.

Í bókinni Kapítola sem ég las fyrir óralöngu þar hét ein persónan, "svarti Donald" hugsanlega hefur það þá þýtt "svarti,svarti".;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 16:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hingað til Íslands komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Egill Skalla-Grímsson fæddist
líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Egill ferðaðist víða um Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og England. Hann tilheyrði fyrstu kynslóð Íslendinga og á Mosfelli um 990 en síðustu orð hans voru: "Vil ég fara til laugar."

Egils saga


Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 16:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mikið hefur verið reynt að finna út með mannfræðilegum rannsóknum hverjum Íslendingar séu skyldastir.

Nýjustu erfðafræðirannsóknir benda til að
yfirgnæfandi meirihluti íslenskra karlaskyldastur Norðurlandabúum en færri Bretum.

Hins vegar sé nokkur meirihluti kvenna af sama uppruna og konur á Bretlandseyjum.

Það kemur allvel heim við sögur sem segja að ungir karlmenn hafi farið í víking frá Noregi, sest að um tíma á Bretlandseyjum og tekið með sér þarlendar konur til Íslands, nauðugar eða viljugar."

16.10.2012:

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 16:32

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fornleifur spyr, hvernnig ég viti um það ég skrifa. Ef hann skoðar tenginguna við frétt um þetta atriði á mbl.is sér hann tilefnið til að skrifa pistilinn. 

Við það get ég bætt að Á þeim tíma sem landnám Íslands stóð yfir biðu norrænir menn ósigur á Írlandi og einhverjir þeirra gætu hafa farið til Íslands, ekki endilega með kynlífsþræla eða svívirtar konur, heldur konur í sambúð.  

Ómar Ragnarsson, 5.1.2015 kl. 17:46

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vkið þetta má bæta að norrænir menn skrifuðu Landnámabók þar sem mikil áhersla var á að sanna landnámið lið fyrir lið og einnig tengsl við höfðingja á Norðurlöndum.

Bara það hverjir skrifuðu niður þessar heimildir eykur á líkurnar á því að nprrænum mönnum væri gert hærra undir höfði en fólki af keltneskum uppruna. 

Og síðan má benda á að á meðan á landnáminu stóð biðu norrænir menn ósigur á Írlandi, en það eykur líkurnar á því að þeir hafi farið þaðan til Íslands með konur sínar keltneskar. 

Það selur kannski betur að segja sögu af hugsanlegu kynlífsþrælum og nauðguðum konum en að þetta hafi verið konur í þeirra tíma venjulegu sambúð eða ambáttir, sem ekki höfðu verið svívirtar. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2015 kl. 17:55

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

AFsakið, að fyrir mistök er hluti af síðustu tveimur athugasemdum sá sami í þeim báðum. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2015 kl. 17:56

14 identicon

Norrænir menn voru um allar koppa grundir á þessum tíma, og hraðinn á þeim í "transporti" átti sér enga hliðstæðu á þeim tíma. Mikið var um norræna menn á Bretlandseyjum, og mikil blöndun í gangi, - náttúrulega!
Svo má nefna það, að mun styttra er t.a.m. frá Skotlandi og N-Englandi hingað en frá Noregi. Líka frá Írlandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 18:32

15 identicon

Svo enn eitt. Sel það ekki dýrara en ég keypti.
Það voru þekjur á skipum norrænna, bæði knörrum og langskipum. Sagt var að þræll nokkur af Breskum uppruna hafi unnið sér það til frelsis að safna regnvatni af þekjunni, því skipið lendi í ládeyðu, og vatn skorti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 18:35

16 Smámynd: FORNLEIFUR

Norrænir men töpuðu orustu árið 902,samkvæmt írskum annálum, en það þýðir þó ekki að Norðmennirnir hafi farið til Íslands. Þeir voru áfram elítan í Dyflinni sem og öðrum bæjum og svæðum fram á 12. öld. Hvergi er upplýst í rituðum heimildum, íslenskum að landnámsmenn hafi komið frá Dyflinni eftir orustu árið 902, og þaðan að síður að þeir hafi verið kvæntir írskum konum.

Árið 2006 hélt DNA-sérfræðingur að flestir menn með norræn nöfn í dag væru með "írsk" gen. Hann heldur þess vegna fram að á Írlandi hafi verið fámenn elíta Norðmanna en hins vegar fjölmennur hópur Íra sem aðlagaðist norrænni menningu og tók sér írsk nöfn. En sérfræðingur þessi notaði sömu gögn og Agnar Helgason og niðurstöður hans standast ekki lengur!! Erfðafræðingar sem halda að þeir geti sagt til um uppruna þjóða einvörðungu með erfðaefni úr núlifandi fólki, vaða í villu.

Hafið þið annars haft fyrir því að lesa grein Eriku Hagelbergs og samstarfsfólks hennar?

En þegar Steini Briem, sem býr sníkjulífi á athugsemdasvæði Ómars Ragnarssonar, þarf enga sérfræðinga. Steini veit allt.

FORNLEIFUR, 5.1.2015 kl. 18:51

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgamenn hafa alltaf ausið hér alls kyns svívirðingum yfir þá sem reka þá á gat.

Í hverri viku allan ársins hring, "FORNLEIFUR".

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 19:14

18 identicon

Ekkert skal vera til ef ekki er staðfest ritlega, og ritað mál lýgur aldregi...
Að nota heilbrigða skynsemi, svo sem fjarlægðir milli Bretlandseyja og Íslands, ferðahraða norrænna manna, og svo þá staðreynd að Bretlandseyjar voru mun þéttbýlli og mannmeiri en t.a.m. Noregur er að sjálfsögðu engin vísindaleg aðferð.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 20:21

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvatberar erfast í heilu lagi (án endurröðunar) í kvenlegg og því geta flestir Íslendingar rakið hvatbera-DNA sitt eftir "mæðrakeðju" til einnar af þeim konum sem fyrst komu til Íslands fyrir um það bil 1100 árum.

Y-litningar erfast bara í karllegg og því geta flestir íslenskir karlar rakið Y-litninga sína til landnámsmanna í gegnum "feðrakeðju" til eins af þeim körlum sem fyrst námu land á Íslandi fyrir um það bil 1100 árum.

Með því að raðgreina erfðaefni hvatberanna og nota aðrar sambærilegar aðferðir til að kanna breytileika Y-litninga komu í ljós mörg ólík afbrigði (arfgerðir) í Íslendingum.

Með tölfræðilegum samanburði á hvatberaarfgerðum úr Íslendingum, Bretum og fólki frá Skandinavíu gátum við ályktað að tæplega helmingur landnámskvenna hafi rakið ættir sínar (það er að segja kvenleggi sína) til Norðurlanda.

Með sams konar samanburði á Y-litningaarfgerðum kom í ljós að um 80,5% landnámskarla hafi rakið ættir sínar (það er að segja karlleggi sína) til Norðurlanda."

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 20:38

20 Smámynd: Már Elíson

Það sést nú best á skrifum og alhæfingum hins hrakta "Fornleifs" / Vilhjálms hvað hann er ergilegur þegar bullið í honum er rekið ofan í hann.

Og þó að Steini Briem sé spamglaður, þá hittir hann, leitar, copy/og peistar eftir heimildum sem margar eru óhrekjandi en þó koma "Fornleifarnar/Vilhjálmarnir.." sjálfin hröktu með alkunnar svívirðingarnar og hótanirnar á menn og málefni í sífellu.

Ferill þessa "Fornleifs" má nú lesa í gegnum bloggið hans þar sem hann virðist svekktur út í að hafa ekki orðið að því sem hann vildi...og enginn vill hann.

Már Elíson, 5.1.2015 kl. 21:24

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... the DNA evidence in this study and the Icelandic study does indicate that Norse women were involved in the colonization process."

Women Also Set Sails on Viking Voyages, Study Shows

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 21:32

22 identicon

Við erum svo líka með x litning Steini ;)
Auðvitað erum við blönduð þjóð, allt frá landnámi. Ég er nú ekki hallur undir það að aðallega hafi þetta verið kvenpeningur ánauðugur vegna fæðar á norrænum konum. Þetta voru bæði karlar og konur. Ambáttir vinsælar ólu svo börn undan hinum og þessum. Mögulega hafa verið hér fleiri konur á landi en karlar. Langlífari og ólíklegri til að vera vegnar eða drukkna.
Svona blöndun þurfti svo ekki langan tíma. Enda byggðist landið hratt, sem er sönnun á tvennu, - annars vegar miklum fólksflutningum og hröðum, og svo fjölgunargetu þeirra sem settu sig niður.
Og svo til að kasta smá eldspýtu á bálköstinn:
http://stuckiniceland.com/south/discovering-icelandic-cave-men-from-the-murky-past/

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 22:02

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 22:52

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Langskip eða dreki."

"Knörr er breiðari og hærri en langskip, einmastra, rásiglt seglskip notað til úthafssiglinga og vöruflutninga í Norður-Evrópu á víkingaöld."

Þorsteinn Briem, 5.1.2015 kl. 23:16

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Varðandi þessa frétt eða tilvitnuðu rannsókn - að þá skiptir máli hversu mikill hluti landnámskvenna hafi verið frá Noregi.  

Þetta stangast líka á við aðra rannsókn http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1213 eða það er erfitt að láta þær koma heim og saman.

Hvaðan er þá keltneski arfurinn?  Þeas. ef hann kom ekki með landnámskonum - hvaðan kom hann þá?

En auðvitað byggir þetta allt á hversu mikið hlutfall er um að ræða þarna.

Fáir verða hissa þó að nokkrar að eiginkonur hafi siglt með eiginmönnum frá Noregi á sínum ´tima.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2015 kl. 01:20

26 Smámynd: FORNLEIFUR

 Steini Briem, þú getur ekki endalaust kallað fólk öfgafólk án þess að rökstyðja það. Skítkast eins og þú ert með getur varðað við lög. Farðu varlega. Þú vitnar í grein eftir Gunnar Karlsson á Vísindavefnum. Hann vitnar í rannsóknir Agnars sem nú hafa verið vegnar og léttvægar fundnar. Grein Gunnars er ekki lengur góð heimild.

Þrælaverslun var mikil í Dyflinni, samkvæmt ritheimildum. Enn erum við að tala um 10-15% eyjaáhrifa (gena frá Bretlandseyjum) í genamengi nútíma Íslendinga. Það gæti m.a. hafa skilað sér vegna þræla. Enginn hefur neitað því. En tilgáta Agnars um að allar konur landnámsins væru frá Bretlandseyjum, var einfaldlega of góð til að vera sönn. En vitanlega er öllum ljóst að það sem nú er búið að hamra á í nær 14 ár og sem forsetinn talar um í ræðum, verður vart hrakið á síðu Ómars Ragnarssonar.

FORNLEIFUR, 7.1.2015 kl. 06:24

27 Smámynd: FORNLEIFUR

Steini Briem, í athugasemd 19 vitnar þú í Agnar Helgason. Það eru einmitt niðurstöður sem greint er frá þar sem hafa verið "gjaldfelldar". Ef þú hefði fyrir því að lesa skrif "öfgamannsins" og þeirra sem hann vitnar í, þá sérð þú, að Erika Hagelberg hefur meðal annars fengið gögn frá Agnari Helgasyni, sem hún þakkar kærlega fyrir. En niðurstaða hennar staðfestir hins vegar ekki það sem Agnar ályktaði. Þetta eru ekki og verða ekki einu mistökin sem deCODE verða uppvís um.

FORNLEIFUR, 7.1.2015 kl. 06:31

28 Smámynd: FORNLEIFUR

Ómar Bjarki, lestu vinsamlegast grein Eriku eða frásagnir af henni. Það er ekki verið að ljúga einhverju. Það er ekkert samsæri í gangi gegn mönnum sem halda að þeir séu komnir af Írum. Þeir eru bara mun færri en haldið hefur verið síðustu 13 ár.

FORNLEIFUR, 7.1.2015 kl. 06:34

29 identicon

 Sagði hann virkilega að ALLAR konur landnámsins væru frá Bretlandseyjum????
Einhvern veginn minnir mig að hann hafi sagt stór hluti eða meiri hluti.
15% finnst mér ekki ólíkleg tala, - myndi þó hallast að hærri tölu, þar sem traffíkin var mikil, og það er talsvert styttra til Bretlandseyja en Noregs.
Svo voru íbúar Bretlandseyja ekkert endilega "hreinir" Keltar, og allra síst bláa blóðið. Íblöndun Engla, Saxa, og Rómverja, - það held ég nú....
Melkorka er talin hafa haft langa blóðlínu úr Rómarveldi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 07:34

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held það hafi fáir ef nokkur talað um ,,að allir/allar væru komnir/komnar frá Bretlandseyjum eða öðrum svæðum.  

Eftir stendur hinsvegar að óumdeilt er að talsverð keltnesk blöndun hefur orðið á Íslandi.  

Deilan er um hversu mikil.

Og nútímatækni virðist ekki ætla að skera svo afdráttarlaust úr um það.  Mótsagnakenndum niðurstöðum er haldið fram sitt á hvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2015 kl. 10:29

31 identicon

Sannála þér Ómar Bjarki.
Norrænt út í keltneskt, sem bæði var blandað og óblandað út í annað, þ.n.t. norrænt!
Og nákvæmlega á þeim árum sem Ísland var að byggjast voru Danalög að verða að veruleika á Bretlandi. Alvöru transport þar á ferð....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband