5.1.2015 | 20:23
Sigur sykursins og ósigur þjóðarinnar um áramótin.
Það hefur lengi verið vitað að hvítasykur er að verða skæðasta fíkniefni heims og í þann veginn að skáka tóbakinu sem böl. Eins og breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver bendir á vex kostnaðurinn í heilbrigðiskerfinu vegna óhóflegrar neyslu sykur jafnt og þétt.
Þess vegna vill hann að sykurinn sé skattlagður eins og tóbak, sem "næsta tóbakið" og bendir á Frakka sem fordæmi.
Hann hefði getað tínt til fleiri rök en kostnaðinn í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Afleiðingar óhóflegrar sykurneyslu koma líka fram í skertum lífsgæðum og líkams- og vinnugetu vegna ofþyngdar, áunninar sykursýki og hjartasjúkdóma og ótímabærra örkumla og dauða.
Fyrir áramót hefði hann líka getað bent á Íslendinga,sem fyrirmynd og framsýna þjóð, sem hefði hafið baráttuna gegn hinum vaxandi vágesti. En sykurskatturinn, sem búið var að koma á, var felldur niður.
Hvað næst? Verðlækkun á tóbaki?
Sykur ætti að skattleggja eins og tóbak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að mínu mati minnkaði sykurskatturinn ekki sykursukkið og hina opnu "nammibarsölu" að neinu leiti en hækkaði hins vegar verð t.d. mjólkurvara sem er sykurleðja út í eitt, og jók /hækkaði neysluvísitölu all verulega á Íslandi, lág-og miðstéttinni til baga auk stigvaxandi heilsuleysis almennings í heild þegar til langstíma er litið. - Ömurð ein, þessi vanvita stjórn Djöflaeyjunnar.
Már Elíson, 5.1.2015 kl. 22:08
Sugar: The Bitter Truth (w/ Dr. Robert L
https://www.youtube.com/watch?v=oOWd5WMGAe4
Helgi ARMANNSSON (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 22:17
Eygló Harðar sykursæt,
sjallar vilja hana,
væri hún nú alveg æt,
yrði þeim að bana.
Þorsteinn Briem, 6.1.2015 kl. 00:13
Hvenær hefur neyzlustýring orsakað annað en böl?
Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2015 kl. 03:00
Mjólkurvörur sykurleðja út í eitt? Vissulega eru til vel sykraðar afurðir, en hverjum er frjálst að kaupa það sem hann vill, og meiriparturinn af mjólkurgrunninum fer ósykraður í pakkningar.
Er sykur í nýmjólk, léttmjólk, osti, hreinni súrmjólk og hreinu skyri? Neibb, - en sykuralinn landinn er vissulega hrifinn af dísæta hlutanum af úrvalinu.
Eftirspurnin ræður.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.