"Það endar með því..."

Það var hent á lofti fyrir rúmri öld þegar kerling ein frétti af því að Þjóðverjar hefðu sagt Frökkum stríð á hendur og varð að orði: "Þetta endar með því að þeir drepa einhvern." 

Og það var hlegið að ummælum kerlingar, en áður en yfir lauk höfðu um 10 milljónir ungra manna verið drepnir í algeru tilgangsleysi. 

Nú má sjá á tveimur sviðum hjá okkur, hjá Landhelgisgæslunni og í ástandi heilbrigðiskerfisins að ef ástandið á þessum sviðum heldur svona áfram óbreytt muni það enda með því að einhver láti lífið. 

Og rétt eins og 1914 er það rammasta alvara en ekki tilefni til að hafa í flimtingum. 


mbl.is Öryggi sjómanna stefnt í tvísýnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til dæm­is sam­ræm­ast þess­ar æf­ing­ar í Miðjarðar­hafi ekki lög­um um Landhelgisgæslu," segir Jón­as Garðars­son."

Björgun mannslífa í Miðjarðarhafinu er sem sagt "æfingar".

Þorsteinn Briem, 6.1.2015 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband