HÆGT AÐ STÖÐVA STÓRIÐJUNA !

Skoðankönnun Fréttablaðsins sýnir að fylgi við Íslandshreyfinguna er forsenda þess að hægt sé að koma í veg fyrir myndun hreinnar stóriðjustjórnar stjórnarflokkanna og Frjálslynda flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn tapa frá síðustu könnun og því er ekki hægt að segja að Íslandshreyfingin taki bara fylgi frá vinstri eins og margir tönnlast nú á.   

Þetta þýðir að þetta nýja framboð getur nagað nógu mikið fylgi umhverfisverndarfólks af stóriðjuflokkunum þremur á hægri vængnum til þess að hér verði umskipti í kosningunum í vor. Önnur græn framboð geta það ekki í nógu ríkum mæli.

Gömlu flokkarnir hafa fengið stórt forskot í vetur til að kynna framboðslista sína og stefnuskrár og því eru þessar niðurstöður skoðanakönnunarinnar uppörvandi fyrir baráttuna sem framundan er. Í henni verður að vísu hrikalegt ójafnræði í fjárstyrk framboðanna þar sem gömlu framboðin hafa úthlutað sér úr ríkissjóði 360 milljónum til kosningabaráttunnar á sama tíma og við fáum ekki krónu.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þessar skoðannakannanir bara einhver flokkur sem er ekki einu sinni komin með framboðslista,né stefnumál önnur en náttúruvernd eða nöfn á fólki sem á honum að sitja fær 5% fylgi er þetta ekki bara djók....

Gísli Kristjáns (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:55

2 identicon

FRÁBÆRT að Íslandshreyfingin taki ekki bara fylgi frá vinstri flokkunum, Ómar minn. Það verður að STÖÐVA þetta stóriðjurugl með öllum ráðum en Framsókn og Sjallar sjá ekkert nema stóriðju í hverju horni. Þetta er því ekkert nema trúarbrögð hjá þeim og margir þeirra eru kaþólskari en páfinn. En fjölmargir eru nú þegar gengnir af trúnni, hafa séð villu síns vegar, og eru hættir að skemmta Skrattanum. Allt hugsandi fólk sér stóriðjubullið í réttu ljósi þegar það lítur á staðreyndir málsins og þessar kosningar eru þær mikilvægustu frá stofnun lýðveldisins. En enn eru margar villuráfandi sálir í Limbóinu og nú er rétti tíminn til að bjarga þeim frá Hreinsunareldinum í álbræðslunni! Viva Verdi!

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:02

3 identicon

Í sambandi við stóriðjuna þá er ég sammála því sem Smári Geirsson sagði í hádegisviðtalinu í gær á Stöð 2.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:37

4 identicon

Það er þannig Ómar að þegar ný vara kemur á markaðinn þá vill fólk ólmt kaupa hana til að prófa en svo kemst fólk að því að það er ekkert varið í þessa nýju vöru og hættir að kaupa hana.

Gleymdu því ekki Ómar að þú ert þjóðþekktur maður og nýtur fylgis þess vegna, Íslandshreyfining, lifandi land hefur ekki komið stefnumálum sínum á framfæri en ég bíð spenntur eftir þeim, t.d. hvernig hreyfingin ætlar að kynna hugmyndir og lausnir á því að skapa tekjur í þjóðarbúið, lausnir á byggðavandanum o.fl.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:12

5 identicon

KRISTINN PÉTURSSON, við áttum oft gott spjall saman þegar ég skrifaði um sjávarútvegsmál á Mogganum og ég er búinn að setja saman hugmyndir um sjávarútvegsstefnu, sem byggir meðal annars á þínum viðhorfum og þekkingu í sjávarútvegi og ætti að koma öllum byggðarlögum landsins til góða. Hvernig líst þér á að ég sendi þér þær við tækifæri til endurskoðunar og betrumbóta? Kannski myndi Íslandshreyfingin vilja taka þessar hugmyndir upp á sína arma og jafnvel aðrir flokkar síðar. Orð eru jú til alls fyrst og það þarf þjóðarsátt um sjávarútvegsstefnuna, því 70% þjóðarinnar eru á móti núverandi kvótakerfi. Þú ert skynsamur maður með sterkar skoðanir á hlutunum og lítið vit í að láta þá sem aldrei hafa migið í saltan sjó ráða ferðinni í sjávarútvegsmálunum en báðir höfum við litað sjóinn gulan, ef ég man rétt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:58

6 identicon

Smá hugleiðingar.... 

Það þarf að koma því inn hjá þjóðinni hvernig við eigum að ganga um landið okkar. Hvernig við eigum að hugsa um strandlengjuna okkar svo eitthvað sé nefnt. Hvernig við endurnýjum úrgang. Nú er það þannig að allir þurfa að eiga bíl og keyra langar vegalengdir ef þeir vilja flokka ruslið sitt og henta því á endurvinnslustöðvarnar... fyrir utan kannski einstaka blaðagáma sem liggja á stöku stað. Við Íslendingar erum komin svo stutt í náttúruvænni hugsun miðað við nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum.

Ein uppástunga; væri ekki sniðugt að efla sjálfboðavinnu sem ég er viss um að margir myndu vilja. Fara bæði í gróðursetningu og tína rusl meðfram strandlengjuni til dæmis eða upp á hálendi.

Eins þarf að efla fræðslu til ferðamanna jafnt erlendra sem innlendra um hvernig þeir ættu að ganga um landið okkar. Merkja betur göngustíga og svo fr.

Eins má setja spurningarmerki við það hvort að það sé náttúruvænt að safna fjölda fólks saman í litlum bletti? Það er alltaf verið að tala um að þétta byggð til þess að spara bílana og samgöngur. En hvað er að gerast núna hér í Reykjavik? Umferðin er orðin svo þung að það er ekki lengur hægt fyrir okkur gangandi og hjólandi vegfarendur að vera úti þegar logn er. Gluggasyllurnar okkar verða fljótt svartar af sóti ef við skiljum eftir opinn glugga í einn dag. Hvernig haldið þið þá að lungu barna okkar séu eftir að þau hafa verið úti við leik heila dag?

Annars, gott framtak hjá þér Ómar. Það væri jafnvel gaman að sjá þig  í forsætisráðherrastóli.. Er viss um að áramótaávarpið yrði ólíkt skemmtilegra..

Björg F (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 17:12

7 Smámynd: Stefán Sig.Stef

Guð almáttugur forði okkur frá því að þú Ómar og þeir sem hafa sömu skoðun á hlutunum komist nokkurntímann til valda,því öll framþróun myndi stoppa og síðan og ekki síst mynduð þið rústa efnahagskerfinu. 

Stefán Sig.Stef, 25.3.2007 kl. 17:28

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í vor óttast ég náttúruhamfarir í efnahagsmálum!  Hver er svo stefnan í Evrópumálum?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2007 kl. 17:42

9 identicon

Enn og aftur sýnir hvert stefnir í vor. Öll smáframboð og því fleiri sem þau eru munu verða vatn á myllu íhaldsins. Síðasta skoðanakönnun sýnir það  svo ekki verður um villst. Ómar, nánast ekkert fylgi færð þú frá íhaldinu eins og  þú tönnlast sjálfur á, því miður og niðurstaðan,áfram- haldandi stóriðja undir forsæti Geirs og c/o. Með vinsemd og virðingu.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:07

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Og hvað ætlarðu svo að gera þegar þér hefur tekist að stöðva það sem þú

kallar stóriðjustefnu. Hvað muntu gera til að halda uppi gengi gjaldmiðilsins.

Hver verður framleiðsla þjóðarinnar svo verðmæti skapist til að hafa fyrir

heilbrygðiskerfi,menntamálum og fyrir eldri borgara osfr. Hér á árum áður

var gengið fellt á nokkra mánaða fresti til að fela tapið á atvinnuvegunum.

Eftir 1970 þegar búið var að virkja við Búrfell og hefja álbræðslu, var loks

komið eithvert vit í fjárhagsmálin og nú erum við ein af ríkustu þjóðum.

Leifur Þorsteinsson, 25.3.2007 kl. 18:12

11 identicon

Sæll vertu heilla kall og til lukku með framborðið ykkar.  Eg  er samsina mörgu af því sem þið hafið sagt og hugmyndir ykkar allmennt.  Þá að koma stóriðjustefnu ölkunum á snúrunna og hætta að hrópa ál ál ál og allt sem kemur þar á eftir.  EN eitt er það sem hjá nærri mínu sveita hjarta,   Eg hef nú möguleika á að gerast kúabóndi sem ég hef mikinn huga á og tek ´þá við af foreldrum mínum EN eg heirri því fleigt að þig hafið uppí hugmyndir um að breita og afnema mart af því sem er við líði í sveitunum í dag.  Hvað verður það sem koma skal eg hef áhuga á að heirra frá þér með þetta. því viðsíni er jú það sem hendur manni á floti  endilega ef þú getur og hefur tíma til að skjóta inn svari þá hefur sveita maðurinn áfram að brosa. ´Góðar stundir.

Sævar Guðni Sævarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:41

12 identicon

Kaþolskari en páfinn!!! já í trúnni, að við þurfum að afla tekna til að viðhalda lífakjörum. Alltgrænt er gott , en en þið eruð nú ekki ein græn, ég vil benda á stóraukna trjárækt bænda- bara svo nokkuð sé nefnt. 

Stefán Sig (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:21

13 identicon

Þeir sem hafa áhyggjur af efnahagsmálum hafa nokkuð til síns máls og deila þeim með alþjóðlegum matsfyrirtækjum. Þau telja töluverðar líkur á harðri lendingu, sem svo er kölluð. Ástæðan er hagstjórn núverandi stjórnar, sem ekki er aðeins úti að aka í umhverfismálum heldur efnahagsmálum einnig.

Að líta á efnahagsmál og umhverfismál í samhengi er rétt hjá Ómari. En ekki má heldur gleyma pólitískri spillingu og lýðræðishallanum. Kárahnjúkaslysið, einkavinavæðingin, stuðningur við löglausa og siðlausa hernaðarinnrás í fullvalda ríki, lög um eftirlaunaforréttindi Steingríms J. og félaga, allt eru þetta birtingarmyndir lýðræðishalla og pólitískrar spillingar, spillingar sem nær til stjórnarandstöðuflokkanna líka.

Áfram Ómar! 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:32

14 Smámynd: Kristján Pétursson

Margir halda að þið Margrét komið ekki hreint til dyra gangvart samstarfi við íhaldið og framsókn eftir kosningar.Þú Ómar ræddir um 4.ára stóriðjustopp í kastljósinu.Það samræmist að mestu áætlun ríkisstjórnarinnar um álver á Húsavík og Helguvík o.fl.Ég hélt að þið hefðuð þá stefnu,að engar virkjunarframvæmdir til stóriðu yrðu fyrr enn fyrir lagi heildarúttekt á rannsóknum í umhverfis - og náttúruverndarmálum á landsvísu.Ég vil fá skýr og afdráttarlaus svör um samstarf ykkar við Samf.og VG að loknum kosningum,enda séu málefnalegar forsendur fyrir slíku samstarfi.Þessar kosningar eru í mínum huga um að fella ríkisstjórnina og koma á lýðræðislegu þjóðfélagi í þágu allra landsmanna.

Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 20:33

15 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Gaman að því hvað það er alltaf stutt í hræðsluáróðurinn, samanber sumar athugasemdirnar hér. "Það mun allt fara til helvítis!" virðast vera "rök" æði margra fyrir því að ekki megi styðja eða hafa aðrar skoðanir en þeirra.

Það er líka gaman að sjá menn raða saman spurningum sem ekki einu sinni hundrað ára flokkar geta svarað af neinu viti og hvað þá í stuttu máli.

Annars finnst mér rétt af þér, Ómar, að benda á það óréttlæti sem felst í aðbúnaði þeirra flokka sem bjóða fram. Þannig hafa "gömlu" flokkarnir skapað sér umhverfi sem gerir nýjum flokkum nánast ómögulegt að bjóða fram. Gömlu flokkarnir fá ótæpilegar upphæðir á fjárlögum og eftir lagasetningu um fjárstuðning til framboða er orðið æði erfitt að koma fram með nýjan flokk.

Það er því orðið erfitt að keppa. Menn hafa atvinnu af því að berjast í pólitík - eins óheilbrigt og það er nú fyrir okkur hin - og því hafa þeir gengið langt í að loka á alla nýliðun. Þetta virðist ekki snúast lengur um hugsjónir og skoðanir, heldur um að halda ilnum af kötlunum. Í þessu fæðist svo hræðsluáróðurinn sem allir gömlu flokkarnir stunda grimmt ef það kemur fram eitthvað nýtt. Eitthvað ferskt.

Hver kannast ekki við tugguna um "dauða atkvæðið" - mestu firru sem hægt er að halda fram í lýðræðislegu samfélagi þar sem hverjum manni er ætlað að kjósa samkvæmt sannfæringu sinni og hag.

Og það er óhuggulegt að lesa fréttir þess efnis að upp undir 40% þjóðarinnar hafi bundið sig við ákveðna flokka. Þetta eru ekki fótboltalið sem menn eiga að halda með ævilangt. Þetta eru pólitísk öfl sem er treyst til ákveðinna verka og til að fylgja ákveðinni stefnu. Ef hagsmunir einstaklings fara ekki saman við hagsmuni flokks þá er algjörlega út úr korti að viðkomandi kjósi samt sem áður flokkinn, bara af því að þetta er, jú, flokkurinn "hans"...

En það er greinilegt að menn eru hræddir við nýja flokkinn. Nóg er um hann rætt og talað.  Það er bara glæsilegt að um 5% landsmanna ætli að kjósa flokkinn. Það segir ýmislegt um ástandið. Ég á ekki von á öðru en fylgið muni bara aukast, þegar nær dregur kosningum.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 25.3.2007 kl. 21:32

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, ja hérna hér. Algerlega sammála þér Ómar með þessar ofsa skorður sem lögin seta með fjármagn til framboðs. Má sjá það á skrifum mínum t.d. hérna:

Baldvin Jónsson, 25.3.2007 kl. 22:53

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/admin/blog/?entry_id=152740

Mér finnst eins og þessi lög hafi verið samin af núverandi flokkum til að hindra alla mögulega nýliðun í stéttinni, þ.e.a.s. svo lengi sem að hún kemur ekki í gegnum núverandi þingflokka.

Baldvin Jónsson, 25.3.2007 kl. 22:54

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

En vegna ítrekaðra spurninga um stefnumál Íslandshreyfingarinnar langar mig að varpa fram spurningu.

Af hverju þurfa ný framboð nauðsynlega að marka sér stefnu gagnvart öllum þeim málum sem önnur framboð telja mikilvægust hjá sér??

Er það ekki einmitt stór hluti af lýðræðinu sem við búum við að hverjum og einum sem telur sig hafa eitthvað fram er frjálst að bjóða fram?

Það að hafa málefni sem brennur á hjarta sínu, málefni sem að maður hreinlega veit og trúir að megi ekki sitja lengur á hakanum er yfirgnæfandi næg ástæða fyrir mig.

Ómari & Co hefur þó tekist í stefnu sinni að taka á þeim málum sem að mínu mati skipta okkur mesti máli núna.

Umhverfismál og bætt velferðarkerfi.  Þjóðin var a.m.k. í meirihluta sammála því í nýlegri skoðanakönnun að aðbúnaður aldraðra og þjónusta væri málefni sem við verðum bara að taka strax á.

(Biðst velvirðingar á mörgum færslum í röð hérna Ómar, þetta fór óvart út á netið áður en ég lauk við færsluna í einu lagi)

Baldvin Jónsson, 25.3.2007 kl. 23:00

20 identicon

Samanlögð greindarvísitala meðal fjölskyldunar er minni en hjá brauðristarvélinni á heimilinu. Þetta vita stjórnmálamenn og nýta sér óspart. Gott dæmi um þetta er allt blaðrið um umhverfismál nú fyrir kosningar. Öll orkan sem fer í þetta tal er í öfugu hlutfalli við árangur sem af því getur hlotist. Sem dæmi: ef álver og virkjanir verða kosin út, þ.e. uppbygging á því sviði verður minni en nú er ætlað, þá verður niðurstaðan að þessi sömu álver verða byggð í suður ameríku eða miðausturlöndum, með tilheyrandi mengun í raforkuframleiðslu með jarðolíu.

 

En Ómar Ragnarsson, VG og aðrir “grænir” eru með lausn. Eins og strúturinn þá getum við stungið hausnum í sandinn, og látið sem vandinn sé ekki til. A.m.k. ekki á eylandinu Ísland. Staðreyndin er hinsvegar sú að Ísland er hluti af eylandinu Jörð. Og það er um hana sem þetta snýst allt. Ef þú er ekki umhverfissinni á heimsvísu, þá getur þú allt eins sleppt því.

 

Já við skulum bara búa til þjóðgarða, eldfjalla þjóðgarða, og annað fyrir franskar húsmæður og aðra veruleikafyrta útlendinga. Láta sem allt sé í himnalagi, því allt verður vænt og grænt á Íslandi, meðan strandlengjur heimsins sökkva vegna hækkandi stöðu sjávar.

 

Staðreyndin er einföld og hún er þvert á allt það sem svokallaðir umhverfissinnar halda fram: öflugasta umhverfisátak sem íslendingar geta sýnt heiminum er að byggja álverin hér!

Raunsær (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 23:17

21 identicon

Baldvin, fólk býður sig fram af því að það hefur eitthvað fram að færa. Það er ekkert að gera með fólk í framboði sem hefur enga stefnu og ekkert fram að færa. Þú talar um stefnu Íslandshreyfingarinnar í umhverfis- og velferðarmálum. Hvar er sú stefna? Það er ekkert að gera með fólk í framboði sem fer í blaðurþættir og sjónvarpsauglýsingar, það verður að vera innihald og stefna. Því er spurt um stefnu Íslandshreyfingarinnar, t.d. í málefnum eldri borgara.

Vegna umræðu um fjárreiður stjórnmálaflokkanna er flokkum skylt að opna bókhald sitt, ég geri ráð fyrir að Íslandshreyfingin geri slíkt vilji fólk láta taka sig alvarlega.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 00:57

22 identicon

Hvað er þetta stóriðjulið alltaf að gapa hér þegar það hefur aldrei neitt nýtt fram að færa?! Og sífellt eru þeir flengdir niðri á Lækjartorgi, stóriðjuguttarnir! Hvar eru "allar" konurnar sem styðja stóriðjuna?!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:29

23 identicon

kæra Daia

Af hverju eru þá álverin ekki byggð þar?  Þetta heitir rökleysa og það er alltaf auðvelt að vera í þeim hópi sem geut hent inn rökum sem ekki þarf að klára. 2 dæmi.

1) Það þarf ekki að hafa álverin hér betra að virkja endurnýjanlega orku í suður Ameríku nær báxít námum. AF HVERJU eru álverin þá ekki þar??????

2) Það á að nota orkuna í eitthvað annað, vista gagnagrunna eða vetnisframleiðslu. AF HVERJU erþá ekki verið að gera það????

2) Húsvíkingar ættu að selja Norðurljós. AF HVERJU gera þeir það þá ekki?????

Það er mjög þægilegt að vera í þeirri aðstöðu að þurfa ladrei að svara svona spurningum. Alltaf með frítt spil.

Sigurður (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:01

24 identicon

Hvernig er það það eina sem talað er um er umhverfisvernd það talar enginn um

efnahagslifið og lands málin

Allir þessir svokölluðu umhverfisverndar sinnar minnast aldrei á það

Það skildi þó ekki vara að stjórnar flokkarnir eru að gera svo gott í því  held ekki

Eða hafa þeir enga stefnu bara atvinnu stop

Þei hlaupa í hringi eins og hauslaus hæna og öskra stóriðju stopp

Ef á að kjósa þetta lið inn bara fyrir það þá erum við í slæmum málum

i skulason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:05

25 identicon

RUGLIРalltaf í ykkur, báðum stóriðjugaurunum! Tekjur okkar af erlendum ferðamönnum verða um 400 milljarðar króna á ári eftir fimm ár eða svo, með venjulegum margfeldisáhrifum, og það þarf þúsundir Íslendinga til að vinna við ferðaþjónustuna hér. Eða ætlið þið álspekingarnir að ráða til þess útlendinga, eins og í fiskvinnslunni?! Þar væri ykkur rétt lýst! Og hvað með kvótakerfið sem er að rústa landsbyggðinni og hefur stórlækkað laun sjómanna og fiskvinnslufólks? Á bara að koma álver í hvern fjörð og Vestmannaeyjar til að redda því?! Reynið að taka ykkur smá tak, strákar mínir, og leiðið allar stelpurnar fram á völlinn, jásystur ykkar í stóriðjutrúnni. Mig langar að hitta eina álstelpu hér, ef hún er þá til. OK?!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:51

26 identicon

Það væri fróðlegt að upplysingar um þennan  eldfjallagarð hvernig það virkar

Þó að það sé gott á Hawaii þá er þetta hér all annað. Á fólk að rafa um og skoða

Það er allr önnur veðrátta hér.Eins og er núna þá hefur veðrið verið þannig að það er ekki hundi út sigandi .Og hvernig er með vestfirði stóriðju frítt svæði.Allir sem filgjast með fréttum vita hvernig ástandið er þar.Þessi allsnækta börn úr Reykjavik sem fá allt rétt upp í hendurnar og hafa aldrei komið út á land og hafa ekki neitt annað við timann að gera nema mótmæla einhverju .

Þetta eru allt draumórar í þessu liði.Þetta lítur vel út á pappírum .En það er eins og að fara á lélegan veitinga stað þar sem matseðillin litur vel út mjög skrautlegur en maturinn alveg hræðilegur

i skulason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 15:26

27 identicon

STÓRIÐJUSÖNGURINN gamli að allir séu hálfvitar nema stóriðjusinnar, hafi aldrei komið út á land og aldrei migið í saltan sjó! Ég hef búið mörg ár í Reykjavík, mörg ár í Svarfaðardal, ef þú veist hvar hann er á landinu, líka mörg ár á Akureyri og einnig búið í Grindavík og Hnífsdal, sem er á Vestfjörðum, sem þú veist sjálfsagt ekki, i skulason og Norðmann, sem er væntanlega stóriðjugellan sem ég var að auglýsa eftir hér áðan.

Ég hef líka búið í Svíþjóð og Rússlandi og þegar ég sagði Rússunum að Pútín og félagar, sem íslenska ríkisstjórnin mærir við hvert tækifæri fyrir stjórnvisku sína (fyrrverandi KGB-félagar), væru alvarlega að spá í að reisa hér rússneskt álver, spurðu þeir hvort við Íslendingar værum hálfvitar! Og ef þú heldur að ég hafi misskilið Rússana eitthvað þá er hálfviti á rússnesku "idiot". Þeim fannst fáránlegt að við, örþjóð á svona lítilli eyju, værum í einhverri alvöru að spá í stóriðju hér, þar sem við hefðum svo margt annað og betra. Stóriðja og stórvirkjanir væru ekki góð auglýsing fyrir okkur sem ferðamannaland og hreina ímynd okkar lands, vörumerkis okkar fyrir alls kyns vörur og þjónustu, hérlendis sem erlendis. Þér til fróðleiks er bara töluvert um stóriðju og stórvirkjanir í Rússlandi og Rússar vita bara töluvert um Ísland, jafnvel meira en Kanar, þótt ótrúlegt megi virðast.

Núverandi kvótakerfi er að rústa landsbyggðinni, eins og ég sagði áðan. Ætlið þið að setja álver í hvern fjörð, kannski, og í Vestmannaeyjar þar að auki?! "Mér þætti gaman að sjá það!" Hvað ætlið þið að gera fyrir Vestfirði og Vestmannaeyjar? Fatapóker kannski? Súlustaði og mellubæli, sem nú er búið að lögleiða hér og á að fara að innheimta vaskinn af? Er mikil eftirpurn eftir slíku í Eyjum? Hverjar eru tillögurnar. Núna strax takk! 

Ég hef verið á sjó, á togurum, línu- og netabátum, unnið í frystihúsum, saltfiskfinnslu og rækjuvinnslu, skrifað um sjávarútvegsmál og fleira fyrir Moggann í mörg ár og þekki því fullt af alls kyns fólki út um allt land, og þar að auki búið á kinda- og kúabúi í fjölmörg ár. En ég er hálfviti sem veit ekkert um landsbyggðina, frekar en aðrir sem vilja ekki meiri stóriðju hér og höldum því fram með skynsamlegum rökum að við þurfum ekki á henni að halda. Er þetta nú boðlegur málflutningur af ykkar hálfu, finnst ykkur?! Já, ykkur finnst það náttúrlega.

Á Hawaii er eldfjallaþjóðgarður sem veitir þúsundum manna góðan starfa árið um kring. Garðurinn veltir milljörðum króna árlega og þangað koma rúmar 3 milljónir manna á hverju ári. Við þurfum nú ekki slíkan fjölda. Hingað til Íslands komu um 20% fleiri ferðamenn fyrstu tvo mánuði ársins í rokið og rigninguna en á sama tíma í fyrra, þegar hingað komu um 400 þúsund ferðamenn allt árið. En þú heldur náttúrlega að þeir hafi komið hingað til að sleikja sólina! Það eru nú margir sem vilja komast í rokið og rigninuna hér þegar hitinn er þá lifandi að drepa, og það í orðins fyllstu merkingu stundum, meira að segja við sjálfir þegar við búum erlendis. Og þér til upplýsingar er ekki vetur um allan heim þegar það er vetur hér. Þá er sumar á suðurhveli jarðar. Surprise surprise! Reykjanes er að ýmsu leyti enn merkilegri en Hawaii. Þar mætast Evrópa og Ameríka, eins og á Þingvöllum, svo kölluð flekaskil, og margt skrýtið og merkilegt að sjá þar og á Þingvöllum fyrir þá sem hafa ekki einu sinni komið þangað og vita því ekkert hvað þar er að finna, frekar en annars staðar á landinu. Og vita bara ekkert í sinn haus yfirleitt! 

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:46

28 identicon

Nú will svo til að ég hef verið á vestfjörðum stundaði sjo þar

Og ég var í Russland í 6 ár var þar á stórum verksmijutogara fra Vladivostok

Það er alveg örugt ef þeir gætu þá mundu þeir fagna álverksmiðju

Ég kom viða í Siberiu kom í mörg þorp sem eru ekki einu sinni á landakorti

og atvinna er enginn.

Ég kom 2svar til norður koreu Og það var eins og fara landt aftur í timann

Ég mundi ráðleggja þessum svokölluðu umhverfiverndar sinnum að fara þangað í skoðunar ferð

Þei gætu spurt sjálfa sig er þetta sem við viljum.

Vil minna á það er eru 2 starfandi álver á Islandi 3 fer í gang fljótlega

Ég hélt að það væri meia en 3 firðir og dalir hér

Og eitt enn kurteisi kostar ekkert

i skulason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 19:12

29 identicon

SÆL AFTUR, STÓRIÐJUSTELPA! Ja, nú þykir mér týra á skarinu! Við búum núna í Rússlandi og þar að auki í litlu þorpi í Síberíu, eða jafnvel í Norður-Kóreu, sem blóðlangar í eitt stykki álver! Og þar að auki erum við ekki einu sinni á landakortinu! Sem sagt eitt álver í Vestmannaeyjar, annað á Bakkafirði, það þriðja á Þórshöfn, eitt á Húsavík, ekki má nú gleyma því, eitt á Siglufirði, eitt í Bolungarvík, eitt á Höfn í Hornafirði, eitt í Grundarfirði, eitt á Blönduósi, eitt í Þorlákshöfn.... Hversu mörg álver þarf að reisa hér á landi til að halda öllum þorpum á Íslandi gangandi og við höldum í núverandi kvótakerfi, sem er að leggja allt í rúst allt í kringum landið. Geturðu svarað því, stóriðjustelpa?

Hins vegar geta þessar atvinnulausu Síberíustelpur komið hingað í stórum stíl til að vinna hér í frystihúsunum og ferðamannaþjónustunni, því íslenskar stelpur eiga að vinna hér í álverum allt í kringum landið. Við getum því ekki mannað frystihúsin og ferðamannaþjónustuna með þeim. Verslun, þjónusta og smáiðnaður er atur á móti ekki til hér og getur þar af leiðandi ekki vaxið og dafnað, samkvæmt ykkur stóriðjusinnunum. Ég svara ekki ókurteisi með kurteislegu hjali. Er þetta kurteisistal hjá þér: "Þeir hlaupa í hringi eins og hauslaus hæna og öskra stóriðju stopp!" Í Rússlandi grenja ekki fullorðnir karlmenn eins og smástelpur. Þú hefðir átt að læra það í Síberíu. Spokojnoj nochi!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband