Óttinn er helsta og lymskulegasta vopnið sem fyrr.

Adolf Hitler notaði ótta þjóðanna við nýjan hildarleik heimsstyrjaldar til þess að þvinga fram samninga fyrir aðgerðum hans eða aðgerðarleysi gagnvart þeim. 

Þetta tókst honum í félagi við Mussolini að minnsta kosti átta sinnum í röð, ýmist með algeru aðgerðarleysi Breta, Frakka og Sovétmanna eða gegn máttlausum mótmælum:

Hitler fór óáreittur inn í Rínarlönd 1936, studdi Franco í borgarastyrjöld á Spáni 1936-39, Mussolini tók Eþíópíu 1935-36, Hitler tók Austurríki 1938, samdi um yfirtöku Súdetahéraðanna sama ár, tók Tékkóslóvakíu 1939 og Ítalir tóku Albaníu sama ár og Hitler gerði griðasamning við Stalín í ágúst 1939.

Einu viðspyrnuna veittu Íslendingar 1939 þegar þeir neituðu Þjóðverjum um leyfi til nota landið fyrir flug sitt yfir Atlantshaf en á svipuðum tíma tóku Íslendingar þó 30 norska skógarhöggsmenn fram yfir vel menntaða Gyðinga sem innflytjendur til landsins.  

Þrátt fyrir þetta hafði Hitler í ræðu og riti, svo sem í bók sinni Mein Kampf, gert skilmerkilega grein fyrir fyrirætlunum sínum. Höfuðatriðin voru yfirburðir hins aríska kynstofns "Ubermenschen" yfir undirmálsþjóðum, "Untermenschen" á borð við Slava og blökkumenn, "Drang nach Osten" til að skapa "Lebensraum" fyrir Þjóðverja, uppgjör við hina glæpsamlegu Bolsévika í Kreml og útrýming Gyðinga.

 Í ofanálag var stærsta atriðið í stefnu Hitlers "aldrei aftur 1918", þ.e. heitstrenging um það að aldrei framar skyldu þýskir ráðamenn "svíkja þjóð sína" með því að gefast upp fyrir erlendu hervaldi, heldur berjast til síðasta manns.

Það var ekki tilviljun að "frelsi gegn ótta" var eitt af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram sem markmið lýðræðisþjóða heims.

Nú stendur yfir barátta fyrir þessu mikilvæga frelsi, sem er einn af hornsteinum vestrænnar lýðræðis- og mannréttindahugsjónar.

Það vita blóðþyrstir og hatursfullir vígamenn andstæðingar frelsis, mannréttinda og lýðræðis vel, og þess vegna fremja þeir voðaverk sín á þann hátt að það skapi sem mestan ótta.

Ef þeim tekst að ná því markmiði sínu að láta óttann glepja okkur sýn, svo að við hættum að þora að láta skoðanir okkar í ljósi og grípum í staðinn til óttablandinna ráða þar sem ofbeldi, kúgun og brot á mannréttindum eru talin réttlætanleg, ná þeir því takmarki sínu að koma á svipuðu ástandi hjá okkur og ríkir þar sem forneskjulegar og villmannlegar kúgunaraðferðir í grimmilegri og öfgafullri framkvæmd og túlkun á trúarsetningum eru orðnar yfirsterkari landslögum hjá þjóðum, sem hafa mannúð, mannréttindi, lýðræði og frelsi sem leiðarsteina.

Munum, að frelsi frá ótta var eitt af fjórum tegundum frelsis Roosevelts, og að hinar þrjár voru: Tjáninga- og skoðanafrelsi, trúfrelsi og frelsi frá skorti.       


mbl.is Einn hefur gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn eitt bullið í þér Ómar;

hvergi nokkursstaðar, hvorki í ræðu né riti, eða í Mein Kampf, lét Hitler þá  skoðun í ljós að "útrýming Gyðinga" væri sitt markmið eða að það skyldi vera eitt af markmiðum þjóðernis-jafnaðarstefnunnar. Hvergi.Ekkert í þá veru, þrátt fyrir 70 ára leit hefur nokkurn tíma fundist.

Sama ráðlegging áfram: haltu þig við það sem þú þekkir af eigin raun, kosti smábíla, flugvelli á hálendinu, gamanmál, o.s.frv, en láttu hitt liggja milli hluta.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 20:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 

 

Margar heimildir eru til um þá fyrirætlan Hitlers að "hreinsa Evrópu af Gyðingum og hann notaði orðalag þar sem hann líkti Gyðingum við "rottur sem þyrfti að útrýma." 

Þetta var hægara sagt en gert, því eins og Eichmann sagði síðar, þurfti að "hreinsa" heiminn af 10,5 milljón Gyðingum. 

Fram til 1941 var ætlun að nota blandaða aðferð við þessa yfirlýstu hreinsun, bæði að drepa Gyðinga og hneppa þá í þrældóm, sem kostaði þá lífið eins og gert var allan tímann, eða að koma þeim til Palestínu ef það væri hægt. 

Hitler þurfti hins vegar að koma sér í mjúkinn hjá Arabaþjóðunum og tókst það til dæmis ágætlega hjá Farúk Egyptalandskonungi sem gerðist fylgjandi því að Þjóðverjar "frelsuðu Egypta undan oki Breta."

En þetta setti flutninga Gyðinga til Palestínu í uppnám og því varð til sú "lausn Gyðingavandamálsins" að drepa þá í útrýmingarbúðum og til þess valdi Hitler viðbjóðslegustu undirsáta sína, Heydrich og Himmler. 

Ómar Ragnarsson, 8.1.2015 kl. 22:56

3 identicon

Enn meira bull í þér Ómar,

Emgin áætlun Þjóðverja af neinu tagi hefur nokkurn tíma fundist um slíka aðferð við "lausn á Gyðingavandamálinu" sem þú nefnir: Engin áætlun, engin fyrirskipun frá Hitler hvorki til Himmlers né Heydrichs, né Eichmanns fyrirfinnst, engin frmakvæmdaáætlun, ekkert fjármagn, ekkert skipulag og engar útrýmingabúðir hafa nokkurntíma fundist.

Fjölmargar áætlanir voru viðraðar um losa Þýskaland við Gyðinga, koma þeim í burtu, helst austur á bóginn þaðan sem þeir höfðu flestir komið á 19öld (en margar aðrar tillögur komu frá Gyðingum sjálfum: Bólivía, Úganda, Madagaskar,og að sjálfsögðu fyrirheitna landið Palestína). en aldrei var gerð nein áætlun af hálfu Þjóðverja um að útrýma þeim.

Bjorn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 23:22

4 Smámynd: Már Elíson

Algerlega hárrétt söguskýring hjá þér, Ómar - Fróðlegt eins og venjulega.

Már Elíson, 9.1.2015 kl. 11:55

5 identicon

Auðvitað var til áætlun um "Endlösung der Judenfrage".

Euphemismus Helfararinnar (Shoah).

http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=pfn-G_AjvlQ

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2015 kl. 12:21

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða rugludallur er þessi Bjorn Jónson eiginlega? Það eru til ótal heimildir um útrýmingaráætlun nasista á gyðingum. Halda mæti eð Bjorn þessi sé heilaþveginn ný-nasisti sem trúir að allt sé lygi um þessi mál.

Það er að vísu sennilega rétt að í opinberum ræðum og ritum var ekki talað um að drepa eða útrýma gyðingum enda trúðu flestir þjóðverjar varla eigin augum þegar útrýmingabúðirnar voru opinberaðar almenningi. Orð eins og "loka lausn" og fleira í þeim dúr voru notuð.

Nasistar eyddu mikið af gögnum um áætlanir sínar þegar þeir sáu að stríðið var tapað. En þeir náðu ekki að eyða öllu og það eru til fjölda margar heimildir um útrýmingaráætlun þeirra.

Og þó Hitler hafi ekki sagt beinum orðum í Main Kampf að útrýma ætti gyðingum, þá undirbjó hann það ágætlega með orðum sínum.

“...the personification of the devil as the symbol of all evil assumes the living shape of the Jew.”

- Adolf Hitler, Mein Kampf

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 13:33

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svokallaðar "Concentration camp"  nasista voru 71 að tölu, þar af voru 11 útrýmingabúðir. Heldur Bjorn Jónsson að ekki hafi þurft áætlanir, stefnu  og skipulagningu, til að koma þessu á fót? Eða spratt þetta bara upp af sjálfu sér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 13:44

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða heldur Bjorn Jónsson að sagan um útrýmingabúðirnar séu lygasaga?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 13:45

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah... einhvern veginn fór þetta fram hjá mér í athugasemd #2 hjá "Bjorn Jónnson"

"...engar útrýmingabúðir hafa nokkurntíma fundist."

Ég biðst afsökunar á að eyða orðum í þennan aðila. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2015 kl. 13:50

10 identicon

Til fróðleiks handa Birni:

http://en.wikipedia.org/wiki/Wannsee_Conference

Þarna var samið skjalið sem tilgreindi útrýmingu gyðinga. Allt planið miðaðist svo við að við verklok væri öllum gögnum eytt. Eitt skjal slapp þó við eyðingu.
Aðrir, t.a.m. svona venjulegir "untermenchen" voru svo myrtir í milljónavís. Í seinna stríði alveg frá fyrsta degi. Svokallaðar einsatztruppen-SS fylgdu í kjölfarið á landhernum og slátruðu að vild. Það vildi svo til að Canaris, yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar (Abwehr) varð vitni að slíku í Póllandi 1939. Hann fór þegar á fund Hitlers, en var stöðvaður af einum hans næsta handbendi (Keitel) og fékk þær upplýsingar að honum væri hollast að fara ekki lengra með þetta, - skipunin kom beint frá Hitler.
Útrýmingarbúðum átti að útrýma, og þær búðir sem gagngert voru byggðar til útrýminga voru allar í Póllandi. Þær voru nú samt svona bland í poka, - við hverja lestarkomu til Birkenau voru sett á svona 70%, - restin fór beint í slátrun, og svo moðaðist úr hinu fram að næsta holli.
Birkenau stendur enn, þó að ekki hafi það verið byggt til að endast (múrsteinshús einföld á mýrlendi). SS náði ekki að eyða búðunum, bara að sprengja upp "station Z", - endastöðina, - gasklefana. En búðirnar standa að mestu enn. Birkenau gengur líka undir nafninu Aschwitz II, enda ekki nema ca 3 km. frá Auschwitz, sem voru reyndar gamlar Pólskar herbúðir og ólíkt reisulegri.
Aðrar búðir þar sem útrýming var frekar svona aukadjobb standa margar enn, - Sachsenhausen, Dachau o.fl. Einar þær svaðalegustu voru í Belgíu, - Belsen-Bergen.
Ég er svo oft búinn að heyra það (hjá nýnasistum) að engar búðir standi. Nú bætist við einn Björn. En vita skaltu, að ég tók mér á hendur ferðalag til að skoða þetta, og þú hefðir gott af því sjálfur lagsi. Birkenau er svakalegt, - ca 170 hektarar ef ég man rétt. Mjög margar byggingar standa enn, mýrlendið ræstu Pólverjar svo að húsin myndu síður falla. Þetta svæði er það stórt að öll slátrun og kjötvinnsla íslendinga kæmist fyrir á hluta af því....og eru þó fleiri "kúnnar" þar árlega en voru í Birkenau.

Hollt lesefni handa Birni:

World War II eftir Martin Gilbert
Fatherland (skáldsaga) eftir Robert Harris
Býr Íslendingur hér   saga Leifs Möllers úr seinna stríði

Smá myndefni:

Conspiracy með Kenneth Branagh

Góðar stundir.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 09:21

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar voru útrýmingabúðir einnig í Serbíu og Hvíta-Rússlandi.

Ég skoðaði Auschwitz og bloggaði um það með myndum:

http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/1005148/

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2015 kl. 13:32

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Býr Íslendingur hér" er mögnuð bók og ekki var leikuppfærslan síðri með Pétri Einarsyni. Sá það á Egilsstöðum fyrir margt löngu. Mögnuð upplifun

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2015 kl. 13:34

13 identicon

Auschwitz II er ekki fyrir viðkvæma. Og til að krydda það, fór ég þangað með lest. Takk fyrir linkinn Gunnar.
En hér kemur smá saga.
Ég les heilan helling og er oft með margar bækur í takinu samtímis. Ég var að lesa "býr Íslendingur hér" líklega í 3ja skiptið, og kláraði kaflann þar sem hann segir af örlögum vina sinna frá Bretlandi. Þetta voru sérsveitarmenn sem voru handsamaðir í Noregi, og venjam var sú hjá nasistum að taka þá af lífi.
Þeir fengu þó fyrst sinn skammt af píningum, - altso að taka 1 maraþon á dag til að prófa slit á stígvélum. Svo, einn góðan dag voru þeir horfnir í gegnum endastöðina. Þetta þótti Leif sárt, því þeir voru vingjarnlegir og svona einhvers konar ljós í myrkrinu. fyrir hann.
Nema hvað, - ég greip aðra bók, - World War II eftir Gilbert og opnaði einhvers staðar. Bókin er í tímaröð, frekar þurr og dapurleg lesning. Nema hvað, að ég lendi á sama stað og sama tíma og í hinni bókinni!!! Og þar kom fram atriði sem Leif hefði þótt vænt um að vita. Því að þegar Bretarnir voru teymdir í aðra átt en venjulega, vissu þeir svo sem hvað til stóð. Aftökur í Sachsenhausen voru hrottalegar, venjulega hægar hengingar. Svo þeir létu það ekki gerast. Einn þeirra náði að þrífa skambyssuna af yfirmanni fylgdarinnar og skjóta hann til bana, en allir féllu þeir svo í kúlnaregni fylgdarinnar.
Skrítin tilviljun ekki satt!

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband