13.1.2015 | 14:49
Mc Carthy "kannaði bakgrunn."
Johseph Mc Carthy hlaut heimsfrægð á fyrstu árum sjötta áratugsins fyrir það að vera formaður nefndar Bandaríkjaþings sem gekk hart fram í því að "kanna bakgrunn" þeirra sem teknir voru fyrir sem sérstaklega grunsamlegir varðandi tengsl við kommúnista.
Ákveðið kerfi var í gangi, þar sem hópar eins og listamenn og áhrifamenn á ýmsum sviðu þar sem "bakgrunnur var kannaður".
Nýjustu hugmyndir í svipaða vel hér á landi sýnast einfaldari að því leyti til að aðeins er um einn afmarkaðan hóp að ræða, þar sem eina atriðið í vali á hinum grunuðu er að vera skráður sem múslimatrúar, en þeir eru um 1500 eða 0,5% þjóðarinnar.
Þar að auki er hugmyndin sú að þetta verði hrein lögreglurannsókn hér á landi, sem miðast að því að "kanna bakgrunn."
Eftir árásina á Pearl Harbour 1941 var fólk af japönskum ættum tekið fyrir og hart að því sótt með mannréttindabrotum af ýmsu tagi.
Síðar var beðist afsökunar á þessum nornaveiðum og Mc Carthy varð síðar að láta af sinni miklu "könnun á bakgrunni"
Bandaríkjamenn hafa síðar talið þessi tvö mál blett á sögu sinni.
SUS fordæmir ummælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu virkilega svo barnalegur að þú áttar þig ekki á að öll ríki kanna "bakgrunn"?
Hvernig heldur þú að ódæðismennirnir í Frakklandi hafi komist á hryðjuverkalista Bandaríkjanna og Bretlands?
Og af hverju heldur þú að þeir hafi verið á lista yfir þá sem þurfti að fylgjast með, í Frakklandi?
ALLAR þjóðir fylgjast með þeim sem teljast hættulegir. Engin þjóð getur fylgst með þeim sem eru hættulegir, nema að kanna málið áður og komast að þeirri niðurstöðu að þeir séu hættulegir.
Eg held að þú mættir gjarnan gera smá greinarmun á eftirliti og ofsóknum. Flest þroskað fólk hefur til þess hæfileika, og ég efast ekki um að þú hafir þá líka, og því beri að líta á þetta blogg þitt sem mistök.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 15:14
Ómar Ragnarsson og SUS benda á að rangt er að taka hér einn hóp fyrir í þessum efnum og allir vita að sjálfsögðu að ríki fylgjast með öfgahópum.
Hins vegar er einhver að sjálfsögðu ekki öfgamaður vegna þess eins að hann er múslími eða kristinn.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 17:59
233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:09
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:14
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:18
"Bakgrunn" rannsóknir Joseph McCarthy's voru ofsóknir og yfirheyrslu. Svartur blettur í sögu BNA. Menn voru yfirheyrðir og beittir miklum þrýstingi til að uppljóstra um pólitískt hugarfar og stjórnmálaskoðanir kunningja og vina.
Um þetta hafa verið skrifaðar margar bækur. Lesið t.d. "Timebends", sjálfsævisögu Arthur's Millers. Einstök bók.
McCarthy er minna þekktur fyrir ógeðslegt "witch-hunt" gegn hommum. Hann var "a major league asshole".
Ásmundur Friðriksson er hinsvegar bara fífl.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 18:36
4.1.2015:
Framsókn með 11% þriðja mánuðinn í röð
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 19:02
21.12.2014:
Framsókn og "flugvallarvinir" missa um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 19:05
Það er lögreglunnar að fylgjast með hættulegu fólki,hvort sem það er st.br.eða einhver annar.Hryðjuverkamenn sem nú vaða um heiminn skýla sér í nafni trúar.Öll ríki Evrópu ,sem kallast geta ríki eru með leyniþjónustur,sem hafa heimildir til að fylgjast með fólki sem líklegt er til afbrota nema Ísland.Ekkert ríki Evrópu liggur eins vel við hryðjuverkum islamista, eða annarra eins og Ísland.Hvert bern sér að 1-2-3 menn geta gengið með vopn inn í Alþingishúsið og slátrað þar bæði þingmönnum og ráðherrum.Og að halda að Bandaríska leyniþjónustan fylgist ekki með islamistum sem koma til Bandaríkjanna og kanni bakgrunn þeirra er rugl.Og fullt tilefni er til að skoða þessa fylgismenn hryðjuverkamannsins Múhameðs.
Sigurgeir Jónsson, 13.1.2015 kl. 20:33
Gæti best trúað að Sigurgeiri Jónssyni verði drekkt í höfninni í Sandgerði fyrir heimskuna eina.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 20:42
Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 20:43
Mbl.is í dag:
Öfgahreyfingin Pegida komin til Íslands
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 20:48
Mbl.is í dag:
"Við erum öll Þýskaland"
German leaders attend Muslim community rally - BBC
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 20:54
Vesturbæjarskáldið virðist steingelt.Uppjetninngur á sama kveðskap sæmir ekki Vesturbæjarskáldi.En þýskt uppeldi hefur reynst Islam vel
Sigurgeir Jónsson, 13.1.2015 kl. 21:42
Muslimarnir eltu Þýskaland í fyrri heimstyrjöld.Og elta en.Hitler er fyrirmynd ialamista næst á eftir hryðjuverkamanninum Múhammeð.Nú er móðir Þýskalands að setjast í sæti Hitlers.Engum þarf að koma hrifning vesturbæjarskáldsins á óvart, þegar bakgrunnurinn er skoðaðaur.
Sigurgeir Jónsson, 13.1.2015 kl. 21:48
Þú ert einn af vesalingunum í mörlenska teboðsskrílnum, Sigurgeir Jónsson.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 21:52
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 21:57
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 4.1.2015:
Samfylking 20%,
Björt framtíð 13%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 11%.
Samtals 57% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 22:05
Islamistar skipulögðu gönguna í Berlín og voru uppistaða hennar.Fánar islamista ríkja voru þar í forgrunni.Angela Merkel gekk fremst af islamistunum.Egin ganga islamista hefur verið leyfð í París.
Sigurgeir Jónsson, 13.1.2015 kl. 22:23
Sigurgeir Jónsson heldur náttúrlega að allir múslímar séu íslamistar.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 22:49
Tyrkneskir innflytjendur hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 22:51
Sigurgeir er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 22:53
Það eru tvær hliðar á öllum málum. Ég skora á ykkur að fara á youtube og skoða myndband með yfirskriftinni "Yuri Besmenov: Deception was my job(complete)". Þegar þið eruð búnir að Skoða það, get ég bent á margar heimildir sem sanna það sem hann er að segja. Þetta ætti að vera skilduáhorf fyrir alla.
Ómar. Ég bíð eftir athugasemdum um þetta myndband á blogginu þínu, þegar þú ert búinn aðskoða það. Það væri athyglisvert að vita hvað þú hefur að segja um það.
kveðja Benni.
Benni (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 04:07
Nethriðjuverkamaðurinn Mr. Briem lætur ekki deigan síga
KV
J. Sig.
J.Sig (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.