Hver er reynslan í 70 ár ?

Spennandi tímar eru á næsta leiti varðandi kjaramál íslenskra launþega. Verður hægt að veita þeim lægst launuðu nauðsynlegar kjarabætur án launaskriðs upp allan skalann? Verður hægt að koma í veg fyrir að launahækkanir lækna étist upp í verðbólgu í kjölfar mikilla launahækkana? 

Er mögulegt að ná fram stóru rammasamkomulagi til langs tíma sem aftrar því að allt fari hér í gamalkunnugt far í þessum málum? 

Skoðum nokkur atriði reynslunnar. 

1942 urðu miklar launahækkanir og geysileg verðbólga, sem þá var kölluð "dýrtíð", vegna þenslunnar af völdum stríðsins. Ólafur Thors mælti þau fleygu orð að hægt yrði að slá verðbólguna niður með einu pennastriki og var lengi gert gys að því, vegna þess að þetta reyndist ekki mögulegt fyrr en með hinum einstæðu Þjóðarsáttarsamningu 1990.

1950 var gengi krónunnar fellt og komið á margföldu gengi, meðal annars í formi svonefnds Bátagjaldeyris.

1959 var reynd niðurfærsla kaupgjalds og verðlags með lagaboði. Það hélt ekki og gengið var fellt árið eftir.

1961 voru verkföll og samið um 13% kauphækkun.

Strax í kjölfarið var gengið fellt um 13% og "víxlverkanir kaupgjalds og verðlags, sem verið höfðu í tuttugu ár, héldu áfram. 

1967 var gengið fellt tvisvar. 

1969-70 voru sett lög um verðstöðvun. Það dugði aðeins skamma stund og verðbólgan fór aftur af stað.

1978 voru mikil átök um lagasetningu ríkisstjórnarinnar og háðar harðar kosningar um "samningana í gildi".

Allt kom fyrir ekki, verðbólguskrúfan snerist áfram.

1984 fóru opinberir starfsmenn í hart verkfall og fengu drjúgar kauphækkanir.

Innan árs höfðu þær étist upp í verðbólgu.

1990 voru gerðir hinir einstæðu Þjóðarsáttarsamningar, sem skópu stöðugleika í fyrsta sinn í meira en hálfa öld.

En verðbólgudraugurinn hélst samt á lífi og allir vita hvernig fór í Hruninu.

Núna liggur á bak við vanda okkar sú staðreynd, sem þjóðirnar glíma við, að aldurssamsetning þeirra er að taka stórbreytingum auk þess sem vinnumarkaðurinn er orðinn alþjóðlega opinn að stórum hluta og þetta kallar á alveg ný viðfangsefni í heilbrigðis- og velferðarmálum, því að í 15 ár hafa stjórnmálamenn hyllst til þess að skera niður í þessum geira, af því að upphæðirnar þar eru stærstar.

 

Að sama skapi er engin leið að finna skástu leiðina út úr vandanum nema að líta til lengri tíma og skapa víðtæka sátt um langtímaáætlun um það hvernig við ætlum að viðhalda jafngóðum lífsskilyrðum hér á landi og í nágrannalöndum okkar.   


mbl.is Myndi valda kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 08:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 08:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 08:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem


10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:13

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:14

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 14.1.2015 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband