Fjórhjóladrifið er gott en þarf aðgæslu.

Tvö orð hafa verið felld í gildi með ofnotkun hér á landi, orðin frábær og jeppi, eins og minnst hefur verið á áður hér á síðunni. Sönghofs-dalur

Flesta svonefndra jeppa, jepplinga eða sportjeppa, sem seldir eru hér á landi, skortir veghæð þegar þeir eru hlaðnir, og þarf því sérstaka aðgæslu ef ekið er á erfiðum slóðum.  

Fjórhjóladrif er hins vegar afar nytsamlegt hér á landi á vegakerfinu sjálfu og því fagnaðarefni að bílaframleiðendur skuli ekki hörfa meira til baka en orðið er varðandi það, því að á sumum svonefndum sport"jeppum" sem nú eru í boði, er fjórhjóladrif ekki einu sinni í boði. 

Þetta kom vel í ljós á leið til Akureyrar í gærkvöldi í hálku og hríð á síðari hluta leiðarinnar. 

Á fundi Ferðafélags Akureyrar í kvöld verður brugðið upp ýmsum myndum af stöðum norðan jökla, sem eru afar vel geymd leyndarmál. 

Myndin hér á síðunni er einmitt af einum þessara staða á norðurhálendinu, sem ekki er einu sinni merktur með nafni á nokkru korti, en stendur til að gera skil í einum Ferðastikluþáttanna, sem verða á dagskrá á útmánuðum. 


mbl.is BMW X6 frumsýndur hjá BL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jeppi, það skil ég.  Það er ... Lada Sport.

Jepplingur... er eitthvað.  Það sem fær það orð á sig á það helst sameiginlegt að líta út eins og sláturkeppur á hjólum.  Fjórhjóladrif alveg aukaatriði, sbr Chevy Trax.  (Sem er strangt til tekið fólksbíll, ekki jeppi á nokkurn hátt.)

Sportjeppi er svo með öllu óskiljanlegt orð.  Hvað er það eiginlega?

Annars er 4x4 alltaf jákvætt, hvort sem menn aka á veginum eða við hliðina á honum.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.1.2015 kl. 18:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Af einhverjum ástæðum hefur ágætt orð, „aldrif“ ekki náð fótfestu. Það er miklu betra en „drif á öllum hjólum“ eða „fjórhjóladrif“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.1.2015 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband