Hlýrri sjór veldur verri vetrarveðrum.

Sú ímynd hefur fest á fyrri part vetrar að hann sé einmuna kaldur og illviðrasamur með meiri snjúum og ófærð en dæmi eru um lengi. 

Þetta með snjóinn er rétt og sömuleiðis hefur verið illviðrasamt og mikið um slæm vetrarveður með tilheyrandi samgöngutruflunum og útköllum björgunarsveita. 

Hins vegar syna hitatölur að fyrstu tvo vetrarmánuðina var meðalhiti hærri á norðanverðu landinu en í meðalári. 

Nvernig má þetta vera? 

Dagskíman er lítil yfir Vaðlaheiðinni þegar þessi orð eru skrifuð um níuleytið á Akureyri eins og sést á meðfylgjandi mynd og snjórinn er djúpur hér nyrðra, og verður að velja sér heppilegt hlé á milli óveðra til að koma hinganð norður og fara héðan.IMG_4525

Trausti Jónsson hefur bent á það í pistlum sínum, beint og óbeint, að sjórinn fyrir norðan land hefur verið miklu hlýrri síðustu misseri en venjulega og hafísinn er mun fjær og minni fyrir norðan land en nokkru sinni fyrr síðustu aldirnar. 

Það er vetrarnótt á Norðurpólsvæðinu engu að síður og sólar nýtur þar alls ekki. Þess vegna myndast þar, einkum norður af meginlöndunum í Kanada og yfir Síberíu hefðbundnir "kuldapollar" sem teygja sig mismunandi mikið suður á Norður-Atlantshafið með köldu og tiltölulega þurru lofti. 

Þegar hafísinn var meiri en nú og sjórinn kaldari, dró þetta kalda loft í sig hitann og rakann frá sjónum sem það streymdi yfir, svo að það mynduðust él og stundum snjókoma á norðanverðu landinu. 

Sjórinn var hins vegar svo nálægt frostmarki að þetta var ekki í þeim mæli sem nú er þegar hafið er mun hlýrra og rakinn því meiri, auk þess sem átökin milli kalda og heita loftsins sem berst með lægðum úr suðvestri eru meiri nú en áður. 

Þess vegna eru nú meiri stórhríðar og ill vetrarveður en fyrr og þau eru svona slæm vegna hlýnunar sjávar af völdum hlýrri lofthjúps jarðar. 

Þetta gengur harðsnúnum hópi manna, sem ég hef kallað "kuldatrúarmenn", illa að samþykkja og skrifuðu nú nýlega um það að það væri alrangt að lofthjúpur jarðar færi hlýnandi. Þvert á mót færi hann "hratt kólnandi" !  

Þeir andæða harðlega kenningum um gróðurhúsaáhrif og gefa greinilega skít í þær hnattrænu mælingar sem sýna hlýrri lofthjúp og loftslag að meðaltali á jörðinni en hefur komið síðustu þúsund árin. 


mbl.is „Kolvitlaust“ veður á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það sem að þú kýst sífellt að skauta fram hjá í umræðu þinni um breytingar á loftslagi jarðar er að rök flestra sem þú nefnir "kuldatrúarmenn" ganga einatt út á að efast um að ástæða hlýnunar jarðar sé útblástur manna á koltvísýringi. Þeir andæfa flestir sem sagt kenningu um gríðarleg gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Það er alveg magnað að gefa skít í þá vitneskju að um 25% af úblæstri manna á koltvísýringi, sem að sögn á að stýra öllum hitabreytingum í lofthjúpnum, hefur átt sér stað eftir 1998 eða nánast á sama tíma og hitastig á jörðu hefur staðið í stað samkvæmt mælingum. Þarna er því ekki bein fylgni á milli, og gengur raunar gegn öllum útreikningum loftslagslíkana sem ofurtrú er á að séu óskeikul.

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.1.2015 kl. 10:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.1.2015 (í dag):

Jörðin hlýn­ar áfram

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 18:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 18:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.11.2014:

"Aluminum fell the most in more than a week as slumping oil prices signal lower costs to produce the energy-intensive metal."

"While crude is not the primary source of energy for the aluminum producers, energy accounts for about 30 percent of output costs and falling oil prices may have a deflationary impact, according to Macquarie Group Ltd."

Aluminum Drops After Oil Prices Slump to Lowest in Four Years

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 18:37

6 identicon

Steini Briem (alias Ómar Ragnarsson) getur ekki klikkað í óðahlýnunartrúboðinu:

Hnatthlýnun veldur kulda!

... og klikkir svo út með nýjasta uppsafnaða áróðri NASA/NOAA: 2014 heitasta ár frá því að mælingar hófust, m.v. GISS - heilli 0,01°C heitara en fyrra met!

Skekkjumörkin eru að vísu 0,02°C og ekki er litið til þeirrar staðreyndar að gervihnettir mæla 2014 í sjötta sæti :)

Allt fyrir óðahlýnunaráróðurinn!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 18:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvergi sé ég í þessum pistli því haldið fram að hnatthlýnun valdi kulda.

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 19:10

8 identicon

Haraldur Sigurðsson. "Heitasta árið."

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1583260/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 19:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað bráðna jöklar vegna kólnunar, segir teboðsskríllinn.

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 19:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2014:

"Í ljós kom að lónið er um 40 metr­ar að dýpt og jök­ull­inn reynd­ist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.

Hef­ur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2010."

Mæla árlega hop Sólheimajökuls

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 19:29

11 Smámynd: Már Elíson

Jökull hopar ekki..Snjór bráðnar. Maður hopar þegar hann stígur skref aftur á bak. Vatn og snjór getur ekki "hopað", - það getur eyðst og horfið.

Már Elíson, 16.1.2015 kl. 19:39

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jöklar geta að sjálfsögðu hopað (hörfað).

Hopa - hörfa.

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 19:59

13 Smámynd: Már Elíson

Þú meinar..bráðnað - og horfið

Bráðna - hverfa

Már Elíson, 16.1.2015 kl. 20:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skriðjöklar geta hopað, hörfað eða styst, allt eftir smekk hvers og eins en algengast er að segja að þeir hopi.

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 20:26

15 identicon

Líkast til mun barnakennarinn afneita þessum mælingum:

http://www.bbc.com/news/science-environment-30852588

Jóhann (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 20:39

16 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1583260/

Ragna Birgisdóttir, 16.1.2015 kl. 22:13

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.1.2015 kl. 22:43

18 identicon

Óðahlýnunartrúboðum er tamt að manngera náttúruna í endalausri leit að nýjum hryllingssögum fyrir hraunavini :)

Einstök kuldatíð síðustu missera á Íslandi veldur því auðvitað að hagl hrýtur af klakabrynju jökla og þeir hopa frá varðstöðu sinni á frostkaldri auðninni meðan kuldablár kolefnisskríllinn hrópar "úlfur, ÚLFUR!" . . .

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 23:35

19 identicon

Má þá ekki líka segja "Strútur, STRÚTUR"?

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 07:42

20 identicon

Gosið i Holuhrauni mengar meira en allur bílaflotinn í heimi á einum degi. Banna þetta helvíti. 

HH

HH (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband