Þarf ekki að vera svekktur.

Það var unun að horfa á svo margt sem Aron Pálmarsson gerði í leiknum við Frakka. Það voru ekki bara skotin heldur fyrst og fremst það hvernig hann spilaði samherja sína upp og fann langoftast þann mann, sem var í bestri skotstöðu, til að senda sínar frábæru stoðsendingar til.

Frakkarnir settu líka sérstakan mann til höfuðs honum langtímum saman í leiknum, og þegar þeir misstu mann út af í síðari hálfleik eftir að franski markmaðurinn hafði varið fjölda skota í röð , og við útafreksturinn losnaði um Aron, var það hans fyrsta verk að skjóta niður í gólfið við hlið markvarðarins þar sem hann var veikastur.

Franska vörnin einbeitti sér greinilega að því að komast fyrir lokaskot Arons og því enginn skömm að því að lúta í lægra haldi, einn á móti meistaravörn.   


mbl.is Svekktur að hafa ekki skorað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband