20.1.2015 | 21:44
Liður í að veikja völlinn og koma honum í burtu.
Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað stuðlar meðferðin á neyðarbrautarmálinu svonefnda á Reykjavíkurflugvelli að því að veikja gildi vallarins og koma honum í burtu í framhaldinu.
Ávinningurinn af því fyrir aukna íbúðabyggð að leggja brautina niður er hverfandi hvað íbúðabyggð snertir en skerðing á notagildi vallarsins er afdrifarík, því að þessi flugvöllur hefur jafnmikla þýðingu fyrir innanlandsflug og allir aðrir flugvellir innanlandsflugsins til samans, af því að allar innanlandsflugleiðir landsins liggja um Reykjavíkurflugvöll.
75% af svæðinu, sem brautin tekur, fellur inn í svæðið, sem akbraut alfa, norður-suður brautin og austur-vesturbrautin taka hvort eð er að meðtöldum öryggissvæðum í kringum þær.
Á Hlíðarendareitnum á að vera blanda af íbúðabyggð og auðum svæðum. Með því að skipuleggja reitinn þannig að hafa autt svæði fjær brautinni og íbúðablokk nær brautinni er beinlínis verið að nýta reitinn þannig að sem allra mest skerðing verði á notagildi brautarinnar.
Ef þessu væri snúið við, auði reiturinn hafður nær og íbúðablokkinn fjær, myndi verða hægt að nota brautina áfram vegna þess að hún er einungis notuð í miklum vindi þar sem aðflugshraðinn miðað við jörð minnkar stórlega, - og hægt er að koma brattar inn en ella.
Suðurendi brautarinnar og autt svæði í kringum hann þekur innan við 10 hektara, eða 0,1 ferkílómetra. Það litla svæði skiptir engum sköpum um byggðaþróun borgarinnar, auk þess sem andstaða er meðal íbúanna í Skerjafjarðarbyggðinni gegn stækkun hverfisins til austurs.
Hópurinn leystur upp fyrirvaralaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:25
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:26
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:29
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:32
Undirskriftir varðandi Reykjavíkurflugvöll árið 2013 voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:36
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:41
Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.
Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þannig geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 01:49
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.
Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 02:02
Hlutfallslega flestir svarendur í Reykjavík vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri.
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 02:08
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 21.1.2015 kl. 02:13
Verð að viðurkenna að ég hafði ofurlitlar áhyggjur þegar ég sá pistilinn í gær og engar athugasemdir komnar. Var jafnvel að hugsa um að setja tengil á Rögnunefndina svona til vorar og vara. En það er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Annars er víst Rögnunefndin að fara að skila niðurstöðu í mánuðinum.
þ.e.a.s. um hvenær hún ætlar að skila niðurstöðu.
ls (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 08:56
Hins vegar er athyglisvert að þrátt fyrir að hér séu komnar ásakanir um verulega ranga stjórnsýslu (margir myndu nota sterkara orðalag) hefur enginn af stóru vefmiðlunum að undanskildu mbl hefur sagt orð!
Manni finnst einhvernveginn að miðlar eins og DV og RUV hafi farið á hliðina af minna tilefni.
(fyrir svo utan það að fyrstu ellefu athugasemdirnar hér fjölluðu ekkert þessar ásakanir).
ls (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 09:03
Alltaf gaman að sjá þetta um eignarréttinn hjá Steina. En það eru líka til lög sem snúast um eignarnám, og hefur þeim verið beitt af stjórnvöldum af minna tilefni en þessu.
Og bílakjallarar í mýri......já já. Minnir mig á stórfelldar hugmyndir um margra hæða kjallara í miðju Selfoss, hvar grunnvatnið er.....uuu....ofarlega ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 09:14
Þessar kosningar, sem "nú þegar" hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll hljóta að vera þær sem fóru fram 2001 eða fyrir 14 árum.
Fyrirfram var ákveðið í reglum kosninganna að ákveðna þátttöku þyrfti til þess að niðurstaðan væri bindandi en þátttakan varð alltof lítil til þess að svo færi, enda minnir mig að Davíð Oddsson hafi látið þau boð út ganga að þeir sem vildu völlinn áfram gerðu kosninguna ógilda með því að taka ekki þátt í henni.
Sem er afar hættulegt fyrir lýðræðið.
En þrátt fyrir þessa heimasetu munaði aðeins hluta úr prósenti eða nokkur hundruð atkvæðum á fylkingunun tveimur.
Á þeim fjórtán árum, sem hafa liðið, hafa viðhorfin breyst, vellinum stórlega í vil.
Ómar Ragnarsson, 21.1.2015 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.