Heilahristingur er ekkert grín.

Í áhugamannahnefaleikum er gert það skilyrði að leikmaður, sem er rotaður í keppni (sem er sjaldgæft vegna höfuðhlífa) megi ekki keppa aftur næstu þrjá mánuði og þurfi á að undirgangast nákvæma læknisrannsókn. 

Kinnbeinsbrot og andlitsmeiðsli Arons Pálmasonar rúmum mánuði fyrir HM hlutust af þungu höfuðhöggi, og ef til vill hafa beinbrotið og sjáanleg meiðsli dregið athyglina frá innri afleiðingum höggsins.

Í handbolta verða menn fyrir hörðum pústrum í hverjum leik og ef til vill var Aron veikur fyrir og þess vegna orðinn dasaður áður en stóra höggið kom í Tékkaleiknum. 

Hvað sem því líður er hart við það að búa að Íslendingar séu hvergi í meiri hættu en í miðborg Reykjavíkur.   


mbl.is Aron spilar ekki gegn Egyptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvað sem því líður er hart við það að búa að Íslendingar séu hvergi í meiri hættu en í miðborg Reykjavíkur."

Þegar menn fullyrða eitthvað eiga þeir að sjálfsögðu að færa fullnægjandi rök fyrir máli sínu.

En hér færir þú engin rök fyrir þessari fullyrðingu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 17:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðist hefur verið á fólk um allt land öldum saman og landsþekkt eru slagsmál á sveitaböllum og á milli bæja og þorpa á landsbyggðinni.

Mikill meirihluti Íslendinga býr einfaldlega á höfuðborgarsvæðinu og fjöldinn allur fer í miðbæ Reykjavíkur um helgar, bæði þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en eru þar nær allir glaðir og reifir.

Hins vegar er oft misjafn sauður í mörgu fé.

En það þýðir engan veginn að meiri líkur séu á að vera laminn í miðbæ Reykjavíkur en annars staðar á landinu.

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 17:51

3 Smámynd: Már Elíson

Rétt hjá þér Ómar. - Það er langt síðan (15-20 ár+) síðan Reykjavíkurborg (center 101) varð alræmd fyrir það að ekki væri óhætt að vera einn á ferð er skyggja fer. - Allar helstu líkamsárasir, og aðallega þær tilefnislausustu, hafa átt sér stað í 101 Rvk og getur kamelljónið St.Br. flett því upp í nokkrum dálkum hér á eftir. - Skiptir engu hvort er ungt eða gamalt fólk, eða erlendir ferðamenn, allt verður fyrir barðinu á dópistunum og fyllibyttunum sem hafast við í bakhúsum Reykjavíkurborgar eða skipulögðum hópum glæpaklíkna úr verri hluta Breiðholts völlum Hafnarfjarðar, þangað sem þessum minnihlutahópum hefur skipulega verið ýtt.

Már Elíson, 23.1.2015 kl. 19:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú fordómana hér af hálfu teboðsskrílsins, frekar en fyrri daginn.

Þegar menn fullyrða að meiri líkur séu á að vera laminn í miðbæ Reykjavíkur en annars staðar eiga menn að sjálfsögðu að leggja fram tölfræðilegar staðreyndir því til sönnunar.

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 19:55

5 Smámynd: Már Elíson

Staðreyndir tala sínu máli og kemur ekkert fordómum við, kjáninn þinn. Ég mátti svo sem búast við þessu frá þér, en komdu bara sjálfur með hálfs-metra rununa til að sanna hið gagnstæða. - Alveg er ég tilbúinn til að samþykkja að Akureyri, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður og einhversstaðar sé í verri málum...ef þú bara sannar það.

Már Elíson, 23.1.2015 kl. 20:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú og Ómar Ragnarsson eigið að sjálfirsanna ykkar fullyrðingar hér og það hafið þið ekki gert, Már Elíson.

Það eru engin rök í einhverju máli að segjast vita þetta og hitt.

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 20:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 20:43

8 Smámynd: Már Elíson

Jæja. OK...Ég er tilbúinn að sættast á einhver 2-3 póstnúmer í viðbót við 101....

Már Elíson, 23.1.2015 kl. 22:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill meirihluti ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu voru utan miðbæjar Reykjavíkur mánuðina nóvember 2012 til október 2013.

Og þá er eftir að taka með í reikninginn öll ofbeldisbrot utan höfuðborgarsvæðisins á þessu tímabili.

Þorsteinn Briem, 23.1.2015 kl. 22:48

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég átti nú bara við það að Aron Pálmarsson er ekki eini þekkti Íslendingurinn sem hefur orðið fyrir því eftir ferðir sínar víða um lönda hafa aðeins orðið fyrir tilefnislausri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. 

Ómar Ragnarsson, 23.1.2015 kl. 23:08

11 Smámynd: Már Elíson

En það breytir ekki þeirri staðreynd að höfuðborg landsins, Reykjavík, er mjög ofbeldisfull, og ef væri talað um hið fræga "miðað við höfðatölu" er ég hræddur um það skyggi hressilega á ímynd landsins og við munum ekki koma vel út miðað við ofbeldi höfuðborga almennt út í heimi / Evrópu. - Vegna aukinnar ásóknar ferðamanna til Íslands, les maður reglulega um rán, þjófnaði og líkamsárásir o.fl. í Reykjavík, meira en maður kærir sig um.

Már Elíson, 23.1.2015 kl. 23:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn geta alls staðar orðið fyrir árásum, þúsundir manna eru í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- og laugardagskvöldum og koma víða að.

Það þýðir hins vegar ekkimeiri líkur séu á að verða fyrir árásum þar en annars staðar þar sem fjöldi manns er samankominn á kvöldin um helgar.

Það gætu allt eins verið meiri líkur á að vera laminn í einhverjum bæ á landsbyggðinni á helgarkvöldi, miðað við mannfjölda á og við skemmtistaði.

Það myndu nú ekki margir vilja búa í 101 Reykjavík og fara þangað á skemmtistaði ef þeir teldu það hættulegt en þar bjuggu tæplega sextán þúsund manns í ársbyrjun 2013 og sjálfur bjó ég þar í tvo áratugi.

Og menn eiga ekki að fullyrða eitthvað nema þeir viti það, ekki síst fréttamenn.

Þorsteinn Briem, 24.1.2015 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband