Nú reynir á.

Gott var að sjá íslenskt lið með "nýja kennitölu" inni á vellinum í dag á móti Egyptum svo notað sé orðalag fyrirliðans eftir sneypuleikinn í gær. Síðari hluti kennitölu Guðjóns Vals var 1314 í dag, það er 13 mörk úr 14 skottilraunum. 

Sagt var að lykilmenn vantaði í egypska liðið en það vantaði líka lykilmanninn Aron Pálmarsson í íslenska liðið. Á tímabili var hann með hæstu samanlagða tölu skoraðra marka og stoðsendinga allra leikmannanna á HM. Sannkallaður afburðamaður.

En aðrir leikmenn risu bókstaflega upp í hinum mikilvæga leik í dag á sama og fyrrum handboltastórveldið Rússland var rassskellt og lenti langt á eftir efstu fjórum liðunum í sínum riðli.

En nú reynir á íslenska liðið fyrir alvöru. Nú má ekki tapa einum einasta leik hér eftir og heldur ekki treysta á það að lykilmenn vanti í lið andstæðinganna.

Íslenska liðið hefur nú, sem oftar, farið nokkurn veginn erfiðustu leiðina sem fannst til að koma sér áfram og því er afar mikilvægt að ekki sé búið að sóa öllu púðrinu og úthaldinu á hinni erfiðu leið.  


mbl.is Ísland í 16-liða úrslit á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband