Rafbíl fyrir forsetann ?

Nú hefur bæjarstjórinn í Newcastle gert það sem íslenskur embættismaður í svipaðri stöðu, hefði getað gert, gert Nissan Leaf að borgarstjórabíl borgarinnar, en íbúar þar eru álíkta margir og íbúar Íslands.Nissan Leaf Newcasle

Fyrir Ísland er það miklu mikilvægara að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir innlenda orku, vegna þess að raforkan, sem flestir rafbílar ganga fyrir erlendis, fela aðeins í sér tilfærslu á nýtingu óendurnýjanlegra orkugjafa og spara því aðeins hvað varðar það að orkunotkunin á hvert farartæki hefur miklu minni endanlega mengun í för með sér en þegar henni er brennt beint í bílnum sjálfum. 

Á Íslandi er hins vegar um að ræða orku, sem að að miklu meira leyti bæði hreinni og endurnýjanlegri en sú, sem er á boðstólum erlendis.

Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, eru það sérstakir menn sem velja bíl fyrir forsetaembættið og vinnureglan hefur verið sú að forsetabíllinn sé ekki endurnýjaður nema á meira en áratugs fresti.Tesla_Model_S_Japan_trimmed

Núverandi bíll er hvergi nærri orðinn það gamall og því lítur ekki út fyrir að forseti Íslands geti orðið fyrsti þjóðhöfðingi heims, sem er með rafbíl sem þjóðhöfðingjabíl.

Í þeim efnum er að sögn forsetans ekki á hans valdi að hafa áhrif á bílakaupin og ekki til nein lagaregla sem er hliðstæð við 26. grein stjórnarskrárinnar varðandi málskotsrétt forseta.

Þess má geta að meðal rafbíla á boðstólum er Tesla S sem er lúxusbíll með aksturseiginleika sem eru hvað snertir hröðun og afl samkeppnisfærir við hefðbundna lúxusbíla, sem hingað til hafa verið forsetabílar, auk þess sem akstursdrægið er allt að 400 kilómetrar á einni hleðslu og tekur aðeins um hálftíma að hlaða inn um 80% af orkunni í hraðhleðslustöð. 


mbl.is Leaf leysir af hólmi limúsínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forseti Íslands er endurnýjanlegur á fjögurra ára fresti og á næsta ári höfum við Íslendingar fengið nýjan forseta.

Knúinn geysilega mikilli innlendri orku og kemst nokkur þúsund kílómetra á einni hleðslu.

Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 19:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 19:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki mun heldur vanta orkuna í prinsessuna á Bessastöðum:

Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 20:05

4 identicon

http://adf.ly/IugqI

Maria (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 20:16

5 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir !

Fyrirsögn þessarrar greinar þinnar: er hjákátleg, fjölfræðingur góður.

Eða - er ofurlaunuðum ábúandanum á Bessastöðum nokkur vorkunn / að verzla sér sinn eigin bíl sjálfur - og aka honum sjálfur, líkt fyrrverandi collega sínum, suður í Uruguay ?

Hvort heldur er - Rafmagnsbíl eða þá annan, Ómar ?

Finnst þér ekki nógsamlega komið - af dekri og pjatti ísl. skattgreiðenda, til handa misjöfnu- og yfirleitt ónýtu valdaliðinu, hérlendis ?

Sjáum t.d. - ráðherra- og ráðherfu fígúrurnar / er þeim nokkur vorkunn, að aka sínum eigin bílum - Á EIGIN KOSTNAÐ: eins og venjulegt fólk telur yfirleitt ekki eftir sér, Ómar ?

Margt skynsamlegra - hefir frá þér komið, en þessar óþörfu vangaveltur.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 20:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var svo sem ekkert að halda fram Tesla S frekar en Nissan Leaf eða Renault Zoe heldur aðeins að benda á þá fjölbreytni sem er að brjótast fram í rafbílaframleiðslunni. 

Ég veit ekki til þess að "venjulegt fólk" sem vinnur við erindrekstur eða þarf að ferðast um vegna verkefna sinna eftir að það hefur skilað sér sjálft á vinnustað sinn í upphafi vinnu sinnar og fer sjálft heim á eigin kostnað eftir vinnu, borgi almennt líka fyrir kostnað við að fara á milli verkefna sinna. 

Sum atvinnuverkefni eru þess eðlis, að ef launþeginn sjálfur ætti að borga ferðakostnað á milli þeirra staða þar sem hann sinnir verkefnum sínum, gæti hann dottið niður fyrir lægstu laun. 

Jóhanna Sigurðardóttir ók víst á eigin bíl en hefur væntanlega fengið kostnaðinn greiddan meðan hún var í erindagjörðum embættisins.

Sjálfur myndi ég nota góð laun í einhverju svona embætti til þess að gera svarta Prinzinn minn í stand og aka honum þegar tækifæri gæfust.

Hann var fyrir 55 árum minnsti, ódýrasti, einfaldasti og umhverfisvænsti bíll á landinu og þó fór alveg prýðisvel um fólk í framsætunum tveimur.  

Ómar Ragnarsson, 25.1.2015 kl. 20:50

7 identicon

Rétt Óskar Helgi, hárrétt!

Kveðja frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 20:58

8 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Þakka þér fyrir, góðar undirtektir þínar: Haukur fornvinur Kristinsson.

Ómar !

Lýsir ekki - furðulegt viðhorf þitt svolítið: þeim hluta Franska aðalsins á 18. öldinni, sem vildi blóðmjólka alþýðuna - til þess að viðhalda gjálífi og flottræfilshætti Loðvíks XVIII. og hans hirðar ?

Og við sáum - hvernig fór fyrir því slekti:: Ómar minn.

Hins vegar - er aðdáunarverð: viðleitni þín Ómar: persónulega / fyrir viðhaldi misgamalla ökutækja þinna / eins og svarta Prinzins, t.d.

Því furðulegra er - dekur þitt: við gjörónýtt stjórnafarið íslenzka / og handhafa þess / með Ó.R. Grímsson í hlutverki topp fígúrunnar, Ómar minn.

Ekki síðri kveðjur - þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 21:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi dekrað við mörlenska presidentinn þótt hann hafi í eitt skipti graðgað þar í sig nýsoðna ýsu og steytt rúgbrauðshleif úr hnefa.

Hins vegar hefur vesalingurinn á Bessatöðum raðað þar í sig rúsínum á kostnað íslensku þjóðarinnar öldum saman.

Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 21:40

10 identicon

Komið þið sæl: sem jafnan og áður !

Steini Briem, !

Mögulega - hefði ég átt að benda á ótvíræða meðvirkni Ómars / með lurahætti Bessastaða ábáanda, en eiginlegt dekur  / sem og gagnvart þeim hinum 63 - sem alþingi sitja, og stjórnarráð.

Hvað um það - fyrirkomulagið er fyrirlitlegt / í ljósi smæðar þjóðarbrotsins - þar sem einn duglegur framkvæmdastjóri ætti að duga til daglegra verka og stjórnunar:: með cirka 10 - 20 manns, sé við hlið Steini minn.

Sama sem - um meðalstórt fyrirtæki væri að ræða / í innan við Þrjú Hundruð Þúsunda manna plássi / vestan hafs: eða austan þess.

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband