25.1.2015 | 20:16
Norðmenn í her nasista voru fleiri en andspyrnumenn heima.
Hvernig má það vera að ungt fólk skuli þúsundum saman fara frá nágrannalöndum okkar til Íraks til þess að berjast með glæpahyski ISIS samtakanna? Ætla mætti að menntun og umhverfi þessa fólks í heimalöndum þeirra kæmi í veg fyrir slíkt. En svo virðist ekki vera.
Og margt af þessu fólki virðist hafa verið utangarðsfólk heima í ýmsum skilningi, svo sem vegna atvinnuleysis, fátæktar og skorti á menntun.
En lítum á fordæmi úr fortíðinni.
Barátta Norðmanna gegn innrás og hernámi nasista í Heimsstyrjöldinni síðari hefur löngum verið sveipuð dýrðarljóma. Ýmsum óþægilegum staðreyndum hefur þó lítt verið haldið á lofti.
Ein þeirra er sú að fleiri ungir Normenn en nam fjölda þeirra, sem voru í andspyrnunni heima, fóru til Rússlands til að berjast með nasistum, jafnt her þeirra sem hinum illræmdu SS-sveitum.
Hitler gaf út þá dagskipun til hermanna á austurvígstöðvunum, að vegna þess að Sovétríkin væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum, hefðu hermenn nasista leyfi til þess að skjóta hvern sem væri á færi og allir kommissarar og yfirmenn væri réttdræpir.
Í samræmi við þetta háðu nasistar margfalt grimmilegri hernað á austurvígstöðvunum en nokkurs staðar annars staðar.
Eftir á er það feimnismál hve margir Norðurlandabúar, þeirra á meðal einstaka Íslendingar, gengu í lið með nasistum og morðsveitum þeirra.
Norðmenn eiga annað feimnismál, sem sé það að norskur sjávarútvegur græddi vel á stríðinu á svipaðan hátt íslenskur sjávarútvegur.
Ég hef áður sagt frá frásögn konu frá Demyansk í Rússlandi af því að finnskir hermenn í innrásarhernum hefðu verið miklu grimmari en þeir þýsku.
Ástæðan hlýtur að vera sú að Finnarnir voru að hefna fyrir árásarstríð Rússa ári fyrr, en hinir ungu þýsku hermenn vissu naumast hvers vegna þeir voru komnir langt norður í rússneska veturinn, umkringdir af Rauða hernum.
P.S. Páll Vilhjálmsson bendir á í bloggpistli að í "Milorg", norsku andspyrnuhreyfingunni, hafi verið margfalt fleiri en fóru á austurvígstöðvarnar. Sjálfsagt er að hafa sem réttastar tölur í þessu efni, og þegar tími gefst, vonandi síðar í dag, 27. jan, skal ég skoða þetta betur, en þetta kom fram á fundi í fyrra i Churchill-félaginu.
En nefna má þrjár aðrar tölur, sem segja sitt: Í Milorg voru um 20 þúsund 1942. En í NS, flokki Quislings, voru 43 þúsund.
Ein tala er þó mest sláandi. Miðað við fólksfjölda Noregs og Íslands 1941 og fólksfjölda landanna nú samsvara 5000 Norðmenn á austurvígstöðvunum eftir innrásina í Sovétríkin 1941 því, að um 3-500 Íslendingar væru nú í Sýrlandi að berjast fyrir ISIS samtökin. Þetta er athyglisvert.
Þúsundir til liðs við öfgahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
EKKI sambærilegt.
Menn vissu ekkert um voðaverk Hitlers fyrr en eftir stríðfólk
Að ungu fólki í dag í lagi að fara í sólarlandaferð til að drepa einhverja er bara sorglegt
Grímur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 20:53
Jú, þetta er sambærilegt og eg var einmitt að hugsa um að setja álíka pistil upp.
Eins og bent er á voru líka íslendingar sem gengu til liðs við Nazista. Þar á meðal sonur verðandi forseta.
Hvað var svo gert þegar þessir menn komu heim? Jú, þeim var hampað og þeir sjallar gerðu sérlega vel við þá og gott ef ekki maður sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Noregi - að sjallar gerðu hann að foringja Hvítliðaskrílsins sem í framhaldi fór beint að berja almenning.
Þetta þótti sumum innbyggjum bara allt í lagi og eðlilegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2015 kl. 21:16
Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik heilsaði réttinum með fasistakveðju
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 21:19
"Björn Sv. Björnsson var einn þeirra Íslendinga sem gengu í lið með nasistum í stríðinu."
"Yfirmaður í SS skrifaði meðmælabréf um Björn og lýsti honum sem manni með "óaðfinnanlegan persónuleika og traustar hugsjónir" og hann hafi "reynst vel í bardaga sem hermaður við innrásina í Sovétríkin".
Þetta var saga sem ekki mátti segja. Sonur forseta Íslands var nasisti og meðlimur SS.
Hann hét Björn Sv. Björnsson og var sonur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins."
Björn Sv. Björnsson, hinn "óaðfinnanlegi" íslenski nasisti
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 21:26
Það er ansi margt í þessu sem örðugt er að bera saman.
Ég held að fæstir hinna baráttuglöðu norðmanna hafi séð fyrir sér fjöldamorð á saklausu fólki, afhöfðanir og krossfestingar þegar þeir létu glepjast til að taka upp vopn gegn heimskommúnismanum.
Hinir ungu vestrænu múslimar fara gagngert til slíkra illverka eftir fordæmi spámannsins þegar þeir taka glaðir upp vopn gegn mennskunni.
melcior (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 21:30
Tek undir með Grími, alls ekki sambærilegt.
Á árunum fyrir stríð var mikil heimskreppa og fólk hafði það almennt mjög skítt. Margir sáu ljósið í nasismanum, enda lyfti Hitler grettistaki fyrir þjóð sína á ýmsum sviðum á árunum 1933-1939. Atvinnuleysi snarminnkaði, kjör bötnuðu, samgöngur voru stórbættar o.fl.
Reyndar var uppbyggingin að miklu leyti byggð á lánsfé frá gyðingum, eins kaldhæðnislegt og það hljómar. Bandarískir bankar í eigu gyðinga voru þar stórtækir.
Islmistar í Evrópu geta varla séð betri kjör í heimalöndum sínum og eru því ekki að berjast fyrir þeim. Það er trúarofstækið sem hefur heltekið þá og ekkert annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2015 kl. 21:42
Auðvitað voru ekki framin fjöldamorð á saklausu fólki af hálfu nasista og kommúnista í Sovétríkjunum eða annars staðar í heiminum.
Hvað þá að norskir og finnskir nasistar hafi komið nálægt slíkum ódæðisverkum.
Og Björn Sv. Björnsson var einungis að skoða sig um í heiminum, kanna búskaparhætti og heyfeng rússneskra bænda fyrir Framsóknarflokkinn.
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 21:52
Killing of Jews at Ivangorod, Ukraine, 1942.
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:03
Af hverju vill hluti Íslendinga framselja Ísland í Evrópusambandið?
Af hverju vildu vinstrimenn selja Ísland undir Sovétríkin?
Mín niðurstaða er sú, að þetta sé í grunninn lúserar sem engu hafa ráðið og vita að þeir koma ekki til með að ráða. Með því að berjast fyrir erlend öfl, þá er líklegt að tvennt vinnist, að þeir geti hirt brauðmolana sem falla af borði þeirra erlendu, hitt að koma í veg fyrir að þeir sem ráða hér, ráði í framtíð.
Í grunninn, þá eru þetta bara and-lýðræðislegar kenndir, ef ég fæ ekki að ráða, þá skal ég svo sannarlega koma í veg fyrir að þú ráðir.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 22:05
Engan veginn sambærilegt, segir mörlenski teboðsskríllinn.
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:06
Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.
Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:10
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:14
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:15
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:16
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:17
"Therefore, even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:19
22.1.2015 (síðastlðinn fimmtudag):
Iceland: The 4th Most Expensive Country in the World
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:27
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:35
Lúserar sem engu ráða og enginn tekur mark á, reyna oftast nær að ná athyglinni með öfgaráðum. T.d. með því að ræna bloggumræðum hjá vinsælum bloggurum.
Myndi hugsanlega ganga, ef innihaldið væri merkilegra en eilífar tilvitnanir í símaskrána, og annað jafn áhugavert efni.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 22:43
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:46
"Ef fjöldi starfsfólks Evrópusambandsins er yfirfærður á Ísland myndi það þýða um 30 manna starfslið, álíka margir og þeir sem vinna hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:47
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:52
4.1.2015:
Framsókn með 11% þriðja mánuðinn í röð
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:54
Það væri svo sem ágætt, ef fábjáni sem gerir fátt annað við líf sitt en að sitja heima og skálda upp tölur og prósentur, myndi hreinlega bara ganga til liðs við ISIS.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 22:54
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 4.1.2015:
Samfylking 20%,
Björt framtíð 13%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 11%.
Samtals 57% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 25.1.2015 kl. 22:57
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:07
Nokkur atriði er komið hafa hér fram sem eg vil tæpa a og benda á að menn séu líklega á villigötum þar.
Fyrst, Þó allir hafi ekki vitað um einstök voðaverk nazista meðan stríð stóð yfir, - þá vissu menn alveg hver stefnan var. Menn vissu það alveg. Það vissu allir.
Stefnan var að sumir kynþættir eða einstaka flokkar innan kynþátta væru æðri öðrum. Æðri öðrum. Því fylgir auðvitað ákveðið viðhorf gagnvart þessum öðrum. Þetta sneri ekkert aðeins að gyðingum. Sneri td. að slövum, sem dæmi. Stefnan var bókstaflega að gera germanska stofninn að yfirstétt í slavneskum löndum og slavar notaði eftir behag. Þeir væru óæðri og þessvegna slíkt fyrirkomulag bara eðlilegt. Þetta vissu allir.
Ekki bara vissu íslendingar ofannefnt, - heldur trúðu flestir innbyggjar því, að beisiklí þá væri íslenski ættstofninn æðstur allra germannskra stofna og þ.a.l. æðstur í heiminum genatískt. Þessu trúðu menn, - og trúa sumir enn! Halló.
Í annan stað, með kommunista og Sovét, - að þá hafði það ekkert með Vinstri menn að gera. Það hafði með kommunista að gera og síðar sósíalistaflokkinn. Þetta voru Lengst til vinsti menn. Ekki Vinsti menn.
Jafnframt er efasamt að nokkur Lengst til vinstri maður eða kommunisti, hafi viljað Ísland inní Sovétríkin. Þetta var í raun mikið til þjóðrembingur hjá þeim. Það var einn mikilvægasti þáttur kommunista/sosialista auk þess sem þeir voru talsverðir populistar og sumir býsna snjallir, td. Einar Olgeirs? Svakalegur populisti.
Í þriðja lagi, þá er ekkert framal til ESB nokkurstaðar í kortunum í raunveruleikanum. Hvergi nokkursstaðar nema þá í pólitískum furðuheimi þeirra sem hafa gert það að einhverju bottom læni eða tómstundagamni að alls ekki, alls alls ekki, megi ganga i Evrópusambandið. Það megi bara alls ekki. Síðan tína menn til eitt og annað sem þeir mestanpart skálda upp á síðkvöldum. Þetta tal þeirr er í raun ekki relevant á nokkurn hátt og álíka og samsæristal Víglundar eða á pari við það.
Aðild að ESB er ekki framsal til ESB. Hefur ekkert með neitt slíkt að gera. Ekki frekar en það að fá síma sé framsal þá til Dana, svo dæmi sé tekið.
Megin tilgangur og function ESB er að hafa tæki til að auðvelda og einfalda samskipti milli Evrópuríkja. Aðild að slíkri stofnun styrkir síðan ríkin. Styrkurinn kemur innanfrá. Eykst innanfrá. Það er tilgangurinn með aðild að Sambandinu. Þetta eiga nú sem flestir vita núna 2015 eftir alla umræðuna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2015 kl. 00:33
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:45
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:47
13.1.2015:
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands skilar sér ekki - Leiðinlegt segir fjármálaráðherra
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:48
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:50
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:52
Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:54
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 00:56
Erlendar skuldir af landsframleiðslu:
Utan ESB:
Argentína, 13%
Brasilía 20%
Canada 94%
Kína 5%
Indland 8%
Japan 60%
Mexíkó 22%
Rússland 31%
Saudí Arabía 16%
Suður Kórea 24%
Bandaríkin 99%
Innan ESB:
England 390%
Frakkland 250%
Þýskaland 187%
Grikkland 211%
Írland 1068%
Ítalía 150%
Portúgal 221%
Spánn 165%
Jamm, það er dásamlegt að vera í ESB skuldabasli.Ánægja Íra er náttúrulega skefjalaus, með eittþúsundsextíuogátta prósent skuldir.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 01:17
25.1.2015 (í gær):
"Alexis Tsipras, leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza, sagði í kvöld að Grikkland vilji vinna með Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að samkomulagi um skuldir landsins.
"Ný ríkisstjórn Grikklands er reiðubúin til samstarfs og að semja um sanngjarna og raunhæfa lausn sem er í þágu hagsmuna beggja aðila," sagði Alexis Tsipras."
Grikkland vill vinna með Evrópusambandinu segir ný ríkisstjórn landsins
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 01:57
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.
"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:00
Fólk getur séð það, að mál íslendingsins í Noregi er í raun hneyksli fyrir Ísland. Einhverra hluta vegna hefur ekkert mikið verið talað um þetta. Samt er það allt opunber núna og komið á wiki meir að segja:
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93lafur_P%C3%A9tursson_(f._1919)
Að hann er kallaður ,,íslenskur samstarfsmaður nasista".
Hann var í raun uppljóstari. Kom sér í vinfengi bið Norðmenn og Andspyrnu, - og sveik þá síðan.
Hann fékk 18 ár í Noregi. Saksóknari fór fram á líflátsdóm.
,,þremur mánuðum eftir að Ólafur var dæmdur í Noregi gekk hann frjáls ferða sinna um götur Reykjavíkur".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2015 kl. 02:01
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.
Og þar að auki fullunnu lambakjöti.
Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:02
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:04
Mörlenski teboðsskríllinn:
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:12
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:15
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 26.1.2015 kl. 02:27
Geðheilbrigðiskerfið á Íslandi er greinilega í molum
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2015 kl. 03:16
Ómar. Það er satt að nasisminn var ekki falleg stefna og það kostaði heila heimstyrjöld að kveða þann draug niður.
Íslam er sannarlega ekki falleg stefna heldur en verður því miður aldrei kveðin niður.
Fólk sem vill magna íslamska drauginn á vesturlöndum ber mikla ábyrgð. Með heimsku sinni og fávisku leggur það drög að eyðingu vestrænnar menningar sem allan daginn alla daga er æðri íslamska horbjóðnum.
melcior (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 08:31
Hegg eftir þessum hjá Hilmari:
Erlendar skuldir af landsframleiðslu:
Utan ESB:
Argentína, 13%
Brasilía 20%
Canada 94%
Kína 5%
Indland 8%
Japan 60%
Mexíkó 22%
Rússland 31%
Saudí Arabía 16%
Suður Kórea 24%
Bandaríkin 99%
Innan ESB:
England 390%
Frakkland 250%
Þýskaland 187%
Grikkland 211%
Írland 1068%
Ítalía 150%
Portúgal 221%
Spánn 165%
Jamm, það er dásamlegt að vera í ESB skuldabasli.Ánægja Íra er náttúrulega skefjalaus, með eittþúsundsextíuogátta prósent skuldir.
En hvar er Ísland í %?
Jón Logi Þorsteinsson, 27.1.2015 kl. 09:30
Ísland er með um 1000% miðað við aðferðarfræði kjánaþjóðrembinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.1.2015 kl. 09:54
Eins og ég hef sagt áður, reynið ekki að rökræða við nettröllin Briem og Ómar Bj. Algjörir þverhausar.
HH
HH (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 15:03
Hugarfar sjalla og margra íslendinga eftir stríðið, þarna uppúr 1945, var augljóslega þannig að íslendingar hefðu bara frítt spil er lendis.
Eins og mál Ólafs Péturs., að um er að ræða alveg sérlega ógeðfellt hlutverk. Hann kemur sér í vínáttu við norðmenn, - og svíkur þá svo í hendur nazista. Sumir sem hann sveik misstu síðan lífið að einhverju leiti vegna svika Ólafs.
Ekkert bedir til annars af gögnum málsins en Ólafur hafi valið sér þennan starfa sjálfviljugur og jafnvel lagt sig fram.
Það er engu líkara en Sjallar og sumir íslendingar, kannski margir, hafi litið svo á að maðurinn hefði bara ekkert gert af sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.1.2015 kl. 22:00
ISIS: Israeli Secret Intelligence Service. Motto: By way of deception thou shalt do wars
Benni (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.