27.1.2015 | 06:49
100 þúsund krónur árið 1977.
Það segir sína sögu um verðlagsþróun síðustu 38 ára að höfuðkrafa verkalýðshreyfingarinnar vorið 1977 var sú, að lágmarkslaun yrðu 100 þúsund krónur á mánuði.
1981 var krónan stækkuð hundraðfalt og þess vegna hefur verðlagið í raun 300 faldast síðan 1977.
Ólafur Jóhannesson þáverandi formaður Framsóknarflokksins og annar oddvita þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks "álpaðist til þess" að dómi sumra, að taka undir þessa kröfu í þingræðu. Enda voru allir sammála um að lægstu laun væru of lág og að bæta þyrfti kjör þeira sem minnst hefðu á milli handanna.
Í svonefndum "sólstöðusamningum" 1977 var fallist á kröfuna um 100 þúsund kallinn eftir harðvítugt verkfall og vonuðu margir að með þessu væri náð áfanga í baráttu fyrir meiri jöfnuði og betri kjörum.
En það fór á aðra lund. Launaskrið fylgdi í kjölfarið upp eftir launastiganum auk verðbólgu, sem át upp launahækkunina, og á útmánuðum 1978 taldi þáverandi ríkisstjórn sig til neydda að grípa til efnahagsaðgerða til þess að ná tökum á verðbólgunni, sem komin var á fullt skrið.
Það kallaði hins vegar á stórfelld mótmæli verkalýðshreyfingarinnar sem fór út í mikla herferð undir kjörorðinu "samningana í gildi!"
Sumarið 1978 féll meira en hálfrar aldar gamall meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í Alþingiskosningum biðu Sjallar og Framsókn mesta afhroð í sögu þeirra flokka og stjórn þeirra féll. Aldrei fyrr í meira en hálfa öld höfðu þessir flokkar verið með tæpari meirihluta atkvæða meðal kjósenda.
Mynduð var vinstri stjórn sem mistókst í raun að ná því fram að setja "samingana í gildi."
Sagan um vel meinta viðleitni til að "bæta kjör þeirra lægst launuðu" hefur endurtekið sig oftar en tölu verði á komið á síðustu 100 árum.
Að sönnu hafa lífskjör stórbatnað á þessum tíma en dæmið frá 1977 hefur samt endurtekið sig æ ofan í æ með þeirri víxlverkun kaupgjalds og verðlags, sem hefur skapað 300 falda verðlagsskrúfu síðan 1977.
Hvers vegna?
Ætli skýringin sé ekki sú, að þegar á hólminn er komið hugsar hver um sig þegar einstakir atvinnurekendur og launþegar semja um kjör. Hegðun þess meirihluta þjóðarinnar sem ekki er með lægstu kjörin, verður yfirsterkari þeirri stefnu í orði að kjör þeirra verst settu séu ekki mannsæmandi og það verði að bæta þau og fá fram meiri jöfnuð.
Nú er sótt úr tveimur áttum í þá átt að hækka laun, - ofan frá og neðan frá.
Meirihluti launþega er með laun þarna á milli. Er meiri möguleiki nú en áður til að stórhækka laun og auka kaupmátt og kjarajöfnuð án verðbólguskriðu?
Það er spennandi spurning.
Lægstu laun verði 300 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
22.1.2015 (síðastlðinn fimmtudag):
Iceland: The 4th Most Expensive Country in the World
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:41
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:42
13.1.2015:
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands skilar sér ekki - Leiðinlegt segir fjármálaráðherra
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:43
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:44
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:45
Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:46
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:47
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.
"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:48
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:49
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.
Og þar að auki fullunnu lambakjöti.
Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:51
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:52
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:53
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:54
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:55
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 08:56
Það er náttúrlega skelfilega komið fyrir verðbólgunni að hírast í einu prósenti. Endilega að fara í nógu harðar aðgerðir, helst lama landið með verkföllum í hálft ár, til að koma henni (helst varanlega) í góða tveggja stafa tölu.
ls (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.