"Þurfum að losa okkur við þau" heilkennið.

"Þurfum að losa okkur við þau" heilkennið er líklega jafngamalt mannkyninu. Byggist á því að í samfélögum myndast andúð á ákveðnum hópi fólks, sem meirihlutinn eða ráðandi öfl telja sig þurfa að fjarlægja. 

Eftir að Gyðingar tvístruðust um lönd og Jerúsalem var lögð í rúst, varð smám saman til andúð á þeim vegna trúar þeirra og samheldni sem oft skapaði framgang, sem byggðist á dugnaði og nýtingu hæfileika þeirra. 

Það kom mér mjög á óvart að sjá í stórri handbók um sögu 20. aldarinnar frá degi til dags, að í byrjun þeirrar aldar var í alvöru fjallað um það meðal valdamestu manna heims að "gefa" Gyðingum Uganda, svo að þeir gætu stofnað sitt Zion eða þjóðarheimili þar. 

Enn í dag er því haldið fram að Hitler hafi farið dult með þær fyrirætlanir sínar að útrýma Gyðingum og að umheimurinn og jafnvel Þjóðverjar sjálfir og fylgjendur nasista annars staðar, svo sem í Noregi, hafi ekki haft hugmynd um það.

Þess vegna hafi til dæmis þeir 5000 Norðmenn, sem börðust fyrir Hitler á austurvígstöðvunum ekki haft hugmynd um að þegar væri byrjað að útrýma Gyðingum.  

Þetta fellur undir hugtak, sem nefna má nafninu "áunnin fáfræði", og byggist á því að menn leiða hluti hjá sér, hafa ekki áhuga á að vita um þá eða beinlínis bæla niður vitneskju um þá ef þeim finnst sú vitneskja óþægileg. 

Í ágætri samantekt Markúsar Þórhallssonar frá Djúpalæk sést að Hitler talaði fullum fetum um þá þjóðernishreinsun að "hreinsa" Evrópu af Gyðingum í ræðu í þýska þinginu strax í janúar 1939.

Þá þegar hafði hann líkt Gyðingum við meindýr eða rottur, sem þyrfti að uppræta. 

Hann vissi að ef hann átti að geta æst Arabaþjóðir upp á móti Bretum, eins og honum tókst mæta vel hjá Farúki Egyptalandskonungi, gæti hann ekki á sama tíma látið Gyðinga fá land í Palestínu.

Hann gældi við þá hugmynd að nota herferðina inn í Sovétríkin til að flytja "óæðri kynþætti" eins og Gyðinga og Slava austur í Síberíu þar sem þeim yrði þrælað út og þeir látnir deyja út, en þegar herförin gekk ekki sem skyldi var lausn "Gyðingavandamálsins" fundin í ársbyrjun 1942 með byggingu útrýmingarbúða.

Í samtíma okkar eru þjóðernishreinsanir eða "þurfum að losa okkur við þau" heilkennið enn á ferli hér og þar í heiminum. ISIS og Boko Haram eru það nýjasta, en ýmislegt var reynt í Balkanstríðunum í lok síðustu aldar. 

Hér á landi má sjá skrif á netinu um það að Ísland eigi aðeins að vera fyrir Íslendinga og að "við þurfum að losa okkur við" ákveðinn trúflokk, sem þegar stefni að því að gera samkomustaði sína að vopnabúrum og miðstöðvum fyrir herför á hendur okkur í sama stíl og ISIS samtökin standa nú fyrir í Írak.

Þegar Ebólufaraldur kom upp í Afríku stakk einn skrifari upp á því að blökkumönnum yrði bannað að fljúga í almennu farþegaflugi !

Vísa í facebook færslu mína og örstutt myndbrot af íslenskum þjóðernissinnum í Bankastræti.  

 

  


mbl.is Engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Björn Sv. Björnsson var einn þeirra Íslendinga sem gengu í lið með nasistum í stríðinu."

"Yfirmaður í SS skrif­aði með­mæla­bréf um Björn og lýsti honum sem manni með "óaðfinn­an­legan per­sónu­leika og traustar hug­sjónir" og hann hafi "reynst vel í bar­daga sem her­maður við inn­rás­ina í Sovétríkin".

Þetta var saga sem ekki mátti segja. Sonur for­seta Íslands var nas­isti og meðlimur SS.

Hann hét Björn Sv. Björnsson og var sonur Sveins Björnssonar, fyrsta for­seta íslenska lýðveldisins."

Björn Sv. Björnsson, hinn "óaðfinnanlegi" íslenski nasisti

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 21:49

3 identicon

Gyðingar hafa búið í Alexandríu frá stofnun þeirrar borgar. Það bjuggu líka Gyðingar í Mesópótamíu (Írak) allt frá herleiðingunni til Babílon. Nú búa engir Gyðingar, hvorki í Egyptalandi né í Írak. Voru ekki framdar þjóðernishreinsanir þar og í öllum öðrum Arabalöndum?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 21:49

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:00

10 identicon

Vinstrimönnum líkar vel við gyðinga.
En bara þegar þeir þurfa að stela helförinni í áróðursskyni. Og það skrýtna er, þeir stela herförinni til stuðnings "við ákveðinn trúflokk" sem einmitt er allur í því að ofsækja gyðinga.

Það er svolítið merkilegt, að maður sem þykist hafa vit á sögu (sem hann hefur ekki) skuli tala tárvotum augum um vonsku þeirra sem vilja stemma stigu við ofbeldistrú, trú sem hefur haft það á samviskunni að hrekja gyðinga úr öllum löndum sínum í austurlöndum nær, þ.e., þá sem þeir ekki drápu.
Þessi saklausa trú hefur stolið landi sem nemur fjórföldu Ísrael, sem og öðrum eigum, síðan gyðingar tilkynnu stofnun Ísrael.

Þá er þessi maður greinilega ekki með það á hreinu, að ofsóknir í garð gyðinga eru einmitt í hámarki nú í Evrópu, og má rekja stærstan hluta þeirra ofsókna til þessarar trúar friðarins. Gyðingar eru vel innan við 1% frönsku þjóðarinnar, en þeir eru samt þolendur hatursglæpa í 40% tilvika. Gerendur boða trú friðarins, með stuðningi og velvild vinstrimanna.

Á Íslandi, þar sem vinstrimenn fullyrða að trú friðarins hafi ekkert að gera með ofsóknir og fjöldamorð framin af fulltrúum trúar friðarins, ásaka þeir andstæðinga trúar friðarins um ofsóknir, og nota tilvísanir í helförina. Samt þegja þeir þunnu hljóði þegar æðsti prestur trúar friðarinnar á Íslandi, kallar menn "helvítis gyðinga", og boðar refsingar af anstyggilegasta tagi.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 22:11

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þorir "Hilmar" að skrifa hér undir nafni frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 4.1.2015:

Samfylking 20%,

Björt framtíð 13%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 11%.

Samtals 57%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:18

14 identicon

Það gæti vel verið að þér líði betur með að hafa kennitöluna mína, Steini Breim, en mér myndi líða mun verr. Og það er sannarlega ekki markmið hjá mér, að gera nokkuð sem fávitum gagnist í betri líðan, því er kennitalan mín falin fyrir þér, Steini minn.

Sennilega væri það líka betra fyrir þig, eða öllu heldur þá fjölskyldumeðlimi þína, sem verða að elska þig, no matter what, að þú myndir fela þína.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 22:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The total number of Muslims in the European Union in 2010 was about 19 million (3.8%).

Approximately 9 million Turks are living in Europe, excluding the Turkish population of Turkey, which makes up the largest Muslim immigrant community in Europe."

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:35

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

27.1.2015 (í dag):

Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:43

17 identicon

Nauts Steini, eru Kúrdar múslimar?
Hvurnin stendur á því, að þessir fulltrúar trúar friðarins hrekja Túrkmena frá heimkynnum sínum í Kúrdahéruðum?

Hilmar (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 22:51

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:53

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 27.1.2015 kl. 22:55

20 Smámynd: Mofi

Er ekki þörf á að gera greinarmun á milli þeirra sem útrýma og þeirra sem vara við áætlun hóps að útrýma?

Mofi, 28.1.2015 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband