29.1.2015 | 11:02
Svipað og þegar AF 447 fórst?
Í atvinnuflugi skiptast flugstjóri (pilot in command) og aðstoðarflugstjóri ( copilot) oft á að vera í stöðu flugstjóra, til dæmis með því að skipta um þegar flogið er til baka á áætlunarleið.
Að því leyti til getur það gerst að sá sem er í hlutverki aðstoðarflugmann (sem er dálítið misvísandi orð, - orðið "meðflugmaður" lýsir kannski betur merkingu orðsins "copilot") sé í raun reyndari flugmaður.
Svo virðist hins vegar ekki hafa verið í síðasta flugi þotu AirAsia sem hrapaði í Javahaf í desember. Greint er frá því að flugstjórinn hafi haft mun meiri og fjölbreyttari reynslu en aðstoðarflugmaðurinn, sem var við stýrið.
Þegar AF 447 fórst hér um árið á Suður-Atlantshafi í óveðri, rétt eins og þota AirAsia, var í skýrslu flugslysanefndar talið það geta hafa verið hluti af orsök þess hve illa fór, að flugstjórinn var sofandi aftur í vélinni þegar aðstoðarflugmaðurinn missti stjórn á vélinni og ringulreið og örvænting tóku völdin í stjórnklefanum.
Meira en mínúta leið þar til flugstjórinn kom fram í og það tók hann svo langan tíma að byrja að átta sig á því hvað var að gerast í raun, að þá var það um seinan.
Fróðlegt verður að vita hvort svipað hefur gerst um borð í þotu AirAsia.
Aðstoðarflugmaðurinn var við stýrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að meina að flugstjórinn hafi verið sofandi, en ekki setið í sínu sæti í cockpit? Control eða ekki control, það sem gildir er "cockpit management."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 12:51
Flugstjórinn á að taka stýrið þegar babb kemur í bátinn skv prótokoli skilst méŕ. Varðandi AirAsia gæti verið að flugstjórinn hafi ekki verið í stýrishúsinu þegar óvænt hrina skall á vélinni. Meðflugmaðurinn var franskur.
Og nú er ég farinn að halda að Frakkar kunni ekki að fljúga. AF 447 var algert glórulaust kĺúður og mikill álitshnekkir fyrir Air France. Meðflugmaðurinn hélt vélinni í stolli alla leið niður í sjó.
Ef ég þarf að fljúga þá mun ég forðast Kóreumenn og Frakka við stjórnvölinn.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 14:50
Flugstjórinn á að taka stýrið þegar babb kemur í bátinn skv prótokoli skilst méŕ. Varðandi AirAsia gæti verið að flugstjórinn hafi ekki verið í stýrishúsinu þegar óvænt hrina skall á vélinni. Meðflugmaðurinn var franskur.
Og nú er ég farinn að halda að Frakkar kunni ekki að fljúga. AF 447 var algert glórulaust kĺúður og mikill álitshnekkir fyrir Air France. Meðflugmaðurinn hélt vélinni í stolli alla leið niður í sjó.
Ef ég þarf að fljúga þá mun ég forðast Kóreumenn og Frakka við stjórnvölinn.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 14:53
Slysin hjá Suður-Kóreumönnum sköpuðust meðal annars af rótgróinni virðingarröð sem er gróin í þjóðarsálina, og var leiðrétt þannig að síðan hefur verið jafn öruggt að fljúga með þeim og öðrum.
Meginorsök slyssins hjá Air France, ófullnægjandi þjálfunaraðferðir, var ekki einskorðuð við Frakka, heldur eitt af ýmsum atriðum, sem hafa skotið upp kollinum varðandi það að mikil sjálfvirkni slævir vitund og æfingu flugmanna í ýmsum atriðum.
Flugslys í Bandaríkjunum höfðu til dæmmis í för með sér breytingu á þjálfunaraðferðum hvað þetta varðaði.
Ómar Ragnarsson, 29.1.2015 kl. 15:26
29.1.2015 (í dag):
Malaysia declares MH370 an accident - BBC
Þorsteinn Briem, 29.1.2015 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.