31.1.2015 | 20:48
Færsla frá Ártúnsbrekku til Leifsstöðvar.
Það eru allmörg ár síðan sú breyting blasti við að "varnarlínan" varðandi fólksflutninga á Íslandi, ef svo má að orði komast, sem áður hafði verið við borgarhlið Reykjavíkur, var komin suður í Leifsstöð.
Ung íslensk kona í Helsingjaborg í Svíþjóð orðaði það þannig við mig árið 2003 að hún sætti sig ekki við það að eiga heima á afskekktri eyju norður í hafi með þeim takmörkuðu möguleikum, sem þar væri að finna fyrir vel menntað fólk. Henni hugnaðist ekki sú ofuráhersla sem þar væri lögð á gamla atvinnustefnu sem miðaðist við skaffa atvinnu í verksmiðjum og blindni á að nokkuð annað en stóriðja gæti viðhaldið byggð.
Mér hnykkti við en áttaði mig á því að þetta svar var svipað því sem Vestmannaeyingar höfðu áður gefið sem skýringu á því af hverju þeir sættu sig illa við að eiga heima á "afskekktri eyju úti í hafi."
Því miður er eins og það ætli að taka áratugi að átta sig á þessum veruleika.
Skortir tækifæri á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:06
Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:08
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:11
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:12
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:14
Innflytjendur hér á Íslandi voru 27.477 í ársbyrjun 2014 eða 8,4% mannfjöldans - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:15
Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:16
31.1.2015 (í dag):
Innflytjendur halda uppi íbúafjölguninni hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 21:20
Það eru öll kaffihús á meginlandi evrópu full af vel menntuðu ungu fólki sem er atvinnulaust og fær ekki vinnu við sitt hæfi. Menntun er engin töfralausn. Þegar öllu er á botnin hvolft eru það neytendur sem er drifkraftur atvinnulífsins og þeir eru ekki að borga fyrir menntun heldur vörur sem þeir vilja, og í sumum tilvikum þurfa.
Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki gert annað en að skapa láglaunastörf við þrif, eldun hamborgara og asktur á rútum. Álver borga betur en þjóðvegasjoppa.
Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 23:15
Draumalandið þar sem allir eru háskólamenntaðir á ofurlaunum hjólandi í vinnuna veifandi túristum með vasa fulla af gjaldeyri. Sólarsellur á þakinu, vindmilla í garðinum og rafmagnsbíll í bílskúrnum. Innfluttir farandverkamenn á lágmarkslaunum sjá svo glaðir um alla vinnu sem ekki krefst háskólamenntunar og álverum breytt í gróðurhús þar sem tómatar eru lífrænt ræktaðir oní auðkýfinga í Evrópu. Draumur eða órar? Aukaatriði meðan tekjurnar nægja aðeins fyrir einni slökustu menntun á vesturlöndum, þjóðin upp til hópa innræktaðir hálfvitar og stóriðjan skilar þjóðarbúinu hæstu gjaldeyristekjum fyrir hvert starf.
Því miður er eins og það ætli að taka suma (sérstaklega þá sem ennþá nota copy/paste tölfræði frá síðustu öld) áratugi að átta sig á þessum veruleika.
Vagn (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.