1.2.2015 | 00:43
Konur, börn, unglingar og gamalt fólk.
Ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur um það hve mikil tilhneiging er til þess að draga úr hlut kvenna í ýmsu, svo að kalla mætti það ungkarladýrkun, eiga við fleiri þjóðfélagshópa en konur.
Á sínum tíma var það plötuútgefandi, sem var að leita að hvítum karlmanni til að koma rythm and blues tónlist á framfæri, sem datt niður á Elvis Presley. Og sömuleiðis var rythm and blues tónlistin svo tengd við ímynd svartra, að það þurfti að fá nýtt "hvítt" nafn á hana, "rock´n roll".
Og þá var það hinn hvíti Bill Haley með sína Comets sem nýttist vel, en ég var hins vegar í hópi þeirra mörgu unglinga á þeim tíma sem fannst hann hallærislegur og alls ekki ekta rokkari, en kunni hins vegar betur að meta hina svörtu frumherja á borð við Chuck Berry, sem alltaf máttu standa í skugganum af þeim hvítu á þessum árum.
Ef Haley, Presley og Pat Boone hefðu ekki verið tiltækir, hefði það líklega tafið fyrir rokkinu um nokkur ár.
Ég var aðeins 18 ára þegar ég var skyndilega kominn inn á gafl hjá fólki um allt land sem skemmtikraftur með blandaða dagskrá, þar sem alveg ný tónlistarnálgun og beitt stjórnmálagrín var eitthvað sem fólk virtist eiga erfitt með að samþykkja að kæmi frá unglingi.
Þá fluttu grínistar í hópi skemmtikrafta, flestir á miðjum aldri, yfirleitt texta eftir aðra og því komst sá kvittur á kreik að móðir mín, sem var á kafi í pólitík í Sjálfstæðisflokknum, semdi textana fyrir mig.
Það gat bara ekki verið að 18 ára strákbjáni gerði texta sem byggðust á svona mikilli þekkingu á stjórnmálunum, allra síst svona rokkaragrislingur. Hvað þá að þeir byggðust á íslenskri bragfræði.
Þessi lífseiga saga um aðfengna texta lifði góðu lífi árum saman. Setti móðir mín blessuð þó aldrei saman svo mikið sem eina vísu alla sína ævi.
Dýrkun á hvítum karlmönnum á aldrinum 30-50 ára er drjúg og ekki gert ráð fyrir öðru en að menn séu útbrunnir og gagnslitlir á efri árum.
Meira að segja er ekki yrt á fólk sem er komið yfir sjötugt í skoðanakönnunum, rétt eins og skoðanir þess séu ekki marktækar og það eigi þar með ekki skilið að hafa kosningarétt.
Oft er litið á gamlingjana almennt sem byrði á þjóðinni og orðið "ellilífeyrisþegi" er hálfgert skammaryrði.
Þó eru lífeyrisþegar aðeins að nota þá fjármuni sem þeir unnu sér inn sjálfir í ævistarfi sínu og lögðu fyrir til elliáranna til að spara ríkinu peninga.
Heiður karla af verkum kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar með sitt rokk og ról,
reyndist vera hvítur,
hærra skein þó Haleys sól,
en hann var bara skítur.
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 01:24
Bill Haley and Elvis Presley at the Brooklyn High School Auditorium, Cleveland, Ohio, October 20, 1955.
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 01:37
Gálgahraunsrokk - Ómar Ragnarsson - Myndband
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 01:41
Ómar Ragnarsson - Limbo Rock Twist - Myndband
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 01:45
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 01:46
Tónlistarsagan geymir fjöldan allan af one hit wonders, og staðreyndin er sú að Björk er ekkert meira en það, one hit wonder. Það getur verið sárt að falla í gleymsku og dá en menn og konur verða bara að lifa með því, líka Björk.
Það eru ekki merkilegir pappírar sem kenna öðrum um eigin misfarir. Það má vel vera að Björk blessunin hafi verið snuðuð um einhvern credit fyrir producent á einhverri breiðskífu sem seldist í bílförmum á Costa Brava, en hverjum er ekki fjandans sama?
Þegar fólk, sem á skítnóg af peningum og hefur aldrei unnið ærlegt handtak á ævinni leggst í sjáfsvorkun þá er tímabært að sparka í rassgatið á því og minna það á að aðrir þurfa að hafa svo miklu meira fyrir hlutum sem það sjálft þykir sjáqlfsagt. Þear upp er staðið hefur Björk fengið miklu meira lof en hún á skilið og haft miklu minna fyrir því en flestir. Þakklæti er meira viðeigandi en hrokafullt væl.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 01:58
Vesalingurinn "Bjarni" er "one shit wonder".
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 02:06
Björk
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 02:09
Björk hefur selt um 15 milljón plötur, Sykurmolarnir seldu 2,5 milljónir platna og Sigur Rós hefur selt vel yfir milljón plötur.
Gus Gus seldi um 400 þúsund plötur, Emiliana Torrini 350 þúsund, Quarashi 300 þúsund og Mezzoforte 300 þúsund plötur.
Samtals að minnsta kosti 20 milljónir platna og miðað við 1.300 króna útsöluverð fyrir hverja plötu á núvirði nemur heildarsala á plötum þessara íslensku tónlistarmanna um 30 milljörðum króna.
Steini Briem, 29.6.2008
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 02:27
Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 02:46
21.1.2013:
Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára
1.7.2010:
Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar
Heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.
Tekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.
Þorsteinn Briem, 1.2.2015 kl. 02:50
Nýtt "hvítt" nafn á rythm and blues?? Þetta er ekki alveg rétt þó rock´n roll eigi rætur í hinu fyrrnefnda. Reyndar á rokkið rætur í nánast öllum tónlistarstefnum.
Með rokkinu var meiri áhersla lögð á rafmagnshljóðfæri, bassa, trommur og gítarsóló...í stað póanó, blásturshljóðfæra, oft trompet og kontrabassa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2015 kl. 05:32
"Aldrei unnið ærlegt handtak á ævinni". "Haft minna fyrir því en flestir". Á samt "skítnóg af peningum."
Dæmigerð og algeng ummæli, vantar bara að kalla hana "afætu" í "latte-lepjandi kaffihúsalýð" og klykkja út með því að segja: "Það getur hver sem er farið inn í bílskúr og glamrað á gítar og gaulað og tekið það upp."
Ómar Ragnarsson, 1.2.2015 kl. 12:59
Með engann íslenskan tónlistarmann hefur verið jafn mikið látið með eins og Björk. Hún hefur verið verðlaunuð í bak og fyrir, verðskuldað eða ekki, er svo álitamál, en aldrei hef ég séð nokkurn karlmann eigna sér heiðurinn af hennar verkum. Hvers vegna hún sé núna dottin í eitthvert kellingarvæl um að öðrum sé eignaður heiðurinn af hennar verkum er mér fyrirmunað að skilja.
Venjulegt fólk mætir í vinnuna á hverjum degi og fær engin verðlaun fyrir sín störf, þar á meðal hvítir karlmenn á aldrinum 30-50 ára, en einhverju bloggfífli finnst samt smekklegt að tala um "Dýrkun á hvítum karlmönnum á aldrinum 30-50 ára"
Bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.