1.2.2015 | 12:29
Gernýting í morðæði.
Jósef Stalín á að hafa sagt einhverju sinni að dráp á einum manni væri morð, en dráp á milljón væri bara tala.
Svo virðist sem morðhundar Íslamska ríkisins hafi þetta í huga þegar þeir gernýta þá athygli og hrylling sem blóðugar aftökur á einstaklingum vekja um heim allan, en þó einkum í heimalöndum þeirra, sem myrtir eru.
Þeir nýta sér til fulls nýjustu tækni í fjölmiðlun til þess að hámarka þá athygli sem glæpir þeirra vekja.
Ef aðeins væri um svona gerninga gagnvart örfáum einstaklingum væri að ræða væri kannski hægt að rökræða um muninn á þessum morðum og loftárásum eða öðrum hernaði, þar sem hundruð eða þúsundir farast.
En þannig er það ekki. Einstaklingarnir, sem hryðjuverkasamtökin drepa í Nígeríu, Írak og víðar, eru aðeins örlítið brot af þeim fjölda sem dráp, limlestingar og hvers kyns villimennska aftan úr grárri forneskju gengur yfir í fullkomnu miskunnarleysi.
Illskuæðið er svo magnað, að reynt er að velta sér upp úr því og gernýta það og magna.
Japan vaknar upp við vondan draum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki lögbrot að fjalla-og sýna þessar aftökur í miðlum sem senda út í beini eða miðla slíku efni með öðrum hætti þannig að það nái til augu og eyrum almennings á Íslandi og víðar.
Ég velti fyrir mér hvort aðilar sem þetta gera séu meðsekir því jú ef flestir eru því sammála að tilgangurinn með aftökunum sé að hafa áhrif á stjórnmálamenn í gegnum almenning í viðkomandi löndum eins og í nýjasta dæminu í Japan.
Spurningin í mínum huga er hvort það geti verið að fréttamenn á Íslandi sem dæmi séu samsekir án þess að fatta það vegna gáleysis of uppteknir að koma þessu efni út til almennings sem eðlilegri frétt
Kv.B.N.
B.N. (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.