4.2.2015 | 23:55
Óvenjulega "íslenskt" veðurfar á Grænlandi.
Það hefur sést vel á veðurkortunum í veðurfréttum Sjónvarpsins í vetur hvernig hlýjar og rakar loftbylgjur hafa hvað eftir annað brunað norður með ströndum landsins, bæði norður eftir vesturströndinni og austurströndinni í mun meira mæli en venjulegt hefur verið undanfarna áratugi.
Þessu hefur fylgt óvenju mikið af dæmigerðu "íslensku" vetrarveðri með hlákum og tilheyrandi stormum og hálku.
Hafísinn er mun norðar en áður var og svo virðist sem þetta geti verið dæmi um að hlýir loftmassar eigi greiða leið lengra norður en áður var, þegar hafísinn kældi hafið þar sem sjórinn er nú auður og sjávarhitinn í Norður-Atlantshafinu hefur hækkað síðustu ár.
Þetta hefur bitnað á mörgum vestra eins og beinbrot Vigdísar Hauksdóttur ber vitni um.
Henni eru sendar óskir um góðan bata nú þegar hún er komin heim á Klakann, sem svo oft ber það viðurnefni með rentu á þessum árstíma.
Vigdís brotin og í einangrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áður fyrr var aldrei blaut,
afar teygð var álkan,
en allmargra þar ásta naut,
ansi mikil hálkan.
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 00:49
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 00:53
Samkvæmt vef dönsku veðurstofunnar var hiti 7 stigum yfir meðallagi í nýliðnum janúar í Scoresbysundi.
Trausti Jónsson, 5.2.2015 kl. 02:17
Betra hefði verið ef hún hefði brotið málbeinið.
pallipilot (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.