5.2.2015 | 00:11
Ekki batnar það.
Atvikið hjá ferðaþjónustu fatlaðra í dag kemur ofan í fréttir af vandræðunum þar á bæ að undanförnu, og var varla á það bætandi. Mátti hún síst við svona óhappi.
En sé það rétt að spunnar hafi verið upp sögur um það að hin týnda hafi sjálf losað beltið, hlaupið út og bílnum og síðan óséð inn í hann aftur til að spenna sig í sætið á ný þegar fyrir liggur að slíkt var óhugsandi, má segja: Ekki batnar það.
Það er vandasamt að að annast og flytja fjölfatlað fólk og eiga þeir lof skilið, sem hafa sérhæft sig í því og gert það vel. Það segi ég af kynnum af störfum þeirra.
En þegar tekið er mið af þessari síðustu uppákomu sést, að grunnorsakanna að öllum þessum vandræðum síðustu mánuðina er ekki að leita hjá bílstjórunum eða sjúklingunum, heldur hjá þeim, sem stóðu að því að rokið var í þessa kerfibreytingu án þess að gera sér grein fyrir því, hve mikið lá á bak við að koma henni á af fyllsta öryggi, þar sem bílstjórarnir fengju nægt ráðrúm til að kynna sér nægilega vel sérstöðu skjólstæðinga sinna og eðli starfsins.
Kann hvorki að festa belti né losa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Pétur Gunnarsson, faðir Ólafar Þorbjargar sem leitað var að í dag, segir lýsingar Sigtryggs Magnússonar, framkvæmdastjóra All Iceland Tours, á atburðarás dagsins ekki standast skoðun."
Pétur Gunnarsson segir því að Sigtryggur Magnússon ljúgi um þetta atriði og það hefur væntanlega ekkert að gera með það að "bílstjórarnir fengju nægt ráðrúm til að kynna sér nægilega vel sérstöðu skjólstæðinga sinna og eðli starfsins.""
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 00:26
Eitt er að gangast við mistökunum.
Annað er að reyna að réttlæta þær með upplognum afsökunum.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2015 kl. 00:29
Álagið má að sjálfsögðu ekki vera of mikið á bílstjórunum og greiða verður þeim laun í samræmi við það álag sem fylgir þessu starfi, rétt eins og ræstingafólki sem fær svo skammirnar þegar ekki er nógu vel þrifið eftir að starfið hefur verið einkavætt.
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 00:40
Algjörlega.
Allir á Íslandi eiga skilið mannsæmandi laun.
Um það getum verið verið fyllilega sammála.
Víð náum þvi ekki nema með því að setja lægstu launin við raunverulegan neyslukostnað viðkomandi einstaklinga. Hverjir sem þeir eru.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2015 kl. 01:08
Heyrt hefur maður að einhver sem ræður á æðstu stöðum "þurfi að sæta ábyrgð", af mun léttvægara tilefni.
P.Valdimar Guðjónsson, 5.2.2015 kl. 05:22
Gera einhvern að sendiherra, meinar P.Valdimar Guðjónsson væntanlega.
Sjálfstæðismenn vilja endilega starfa hjá ríkinu.
Geir H. Haarde skipaður sendiherra
Davíð Oddsson er fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 05:44
Það er alveg sama hvernig á þetta mál er horft, bílstjórinn var ekki starfi sínu vaxinn og skipta laun þar engu máli.
Sá sem telur sig hafa of lítið kaup segir bara upp með löglegum fyrir vara enn hoppar ekki bara út úr bílnum með ósjálfbjarga manneskju um borð.
Það sem er verra, er hinsvegar að þeir sem bera ábyrgð á bílstjóranum og því kerfi sem honum er ætlað að fara eftir hafa brugðist algerlega.
En mikil bót er að Dagur hefur beðist afsökunar fyrir löngu og er því með hreinar hendur af þessu kerfi sem en þá gengur ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.2.2015 kl. 07:39
Vinnuveitandinn, sem í þessu tilviki er Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, samkvæmt fréttinni, ber ábyrgð á þessum starfsmanni fyrirtækisins eins og öðrum, og faðir Ólafar Þorbjargar sem leitað var að í gær, segir Sigtrygg ljúga um þetta mál.
Og burtséð frá þessum tiltekna starfsmanni má að sjálfsögðu ekki vera alltof mikið vinnuálag á starfsfólki og greiða verður því laun í samræmi við það álag sem fylgir starfinu.
Fjölmargir hér á Íslandi hafa undanfarin ár kvartað undan alltof miklu vinnuálagi og launum sem séu engan veginn í samræmi við álagið, til að mynda starfsfólk sjúkrahúsa.
Ræstingafólki hefur verið sagt upp hjá ráðuneytum og Landspítalanum og þar hefur verið kvartað yfir lélegum þrifum eftir að ræstingarnar voru einkavæddar.
Og ekki veit ég til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi krafist þess að forstjóri Landspítalans og heilbrigðisráðherra segi af sér vegna þess, enda þótt léleg þrif á sjúkrahúsum geti verið lífshættuleg.
Vinnuálag og laun eru að sjálfsögðu aðalatriði í allri vinnu og ekki hægt að búast við góðum árangri þegar hvorutveggja er í ólagi.
Og bílstjórarnir hjá ferðaþjónustu fatlaðra hafa kvartað undan hvorutveggja.
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 09:09
Ég nefni þetta atvik viljandi "óhapp" því að enginn, hvorki þeir sem sinna starfinu né þeir sem stóðu að útboðinu á því, virðast hafa séð fyrir þá röskun í þessari starfsemi sem niðurstaða útboðsins á því hafði. Stórfelldur vöxtur vandræða og óhappa eftir að starfseminni var breytt getur hins vegar varla verið hrein tilviljun.
Ómar Ragnarsson, 5.2.2015 kl. 11:33
Nenni ekki að skilgreina mál upplýsingar veitu Steina Brem, svo mikil sem hún er að vöxtum. Þar sem þyrfti að strá lúku eða tveimur á hálkublett það myndi þessu bullustampur sturta tuttugu tonnum.
Það er hinsvegar alvarlegt í þessu máli sem ekki er alveg nýtt, að æðsti ráðamaðurinn skuli telja það nóg að þvo hendur sínar af því með einfaldri afsökunar beiðni.
Það er nú meiri andskotans stjórnsýslan eða eru ekki borgarstjórar aðilar að stjórnsýslunni?
En mögulega skynjar hann sig sem borgar hirðfífl þar sem hitt fíflið er farið.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.2.2015 kl. 12:54
Mér finnst athyglisvert að stúlkan er í raun týnd í 3 klukkutíma áður en það uppgötvast. Það finnst mér skelfilegast í málinu og ekki eingöngu við bílstjórann eða akstursþjónustuna að sakast. Kerfið er ekki í lagi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.