5.2.2015 | 12:07
Myndu Íslendingar gera svona lagað?
Í grunninn eru Norðmenn að hrifsa til þriggja kynslóða verðmæti frá öllum kynslóðunum, sem á eftir koma, með því að dæla olíu upp úr olíulindum sínum á þeim hraða, sem þeir viðhafa.
Þeir eru í óða önn að klára óendurnýjanlega auðlind. Þetta er gersamlega ósjálfbær þróun og þar að auki til notkunar á eldsneyti sem eykur á loftslagsvanda jarðarbúa.
Til að klóra yfir skítinn sinn hafa þeir þó lagt til hliðar fé í olíusjóð, sem nemur líkast til þjóðarframleiðslu þeirra í fjögur ár, og sjóðurinn mun með sama áframhaldi nema þjóðarframleiðslunni í skitin átta ár þegar olían verður upp urin.
Þetta gæti gagnast einni til tveimur kynslóðum í landinu í besta falli ef miðað er við hlut olíunnar í tekjum Norðmanna fram að þessu, en allir íbúar landsins eftir það munu ekki fá neitt. Ef miðað er við kröfu "frumstæðra" indíánaþjóðflokka í Ameríku fyrr á tíð þar sem krafan var um sjö kynslóðir fram í tímann, falla Norðmenn á því prófi.
En hvað myndum við Íslendingar gera?
Tónninn hefur þegar verið sleginn, búið að samþykkja án nokkurrar bitastæðrar umræðu, lagalega umgjörð, sem hæfi stórfelldum draumum um að verða olíustórveldi, helst í gær.
Myndum við Íslendingar þó reyna að slá aðeins á græðgi okkar með því að stofna olíusjóð, svipaðan þeim sem Norðmenn hafa lagt i ?
Svari nú hver fyrir sig um það hve líklegt það væri.
Norðmenn hafa aldrei verið ríkari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær er olíuvinnsla sjálfbær? Aldrei! Olían klárast hvort sem þeir vinna hana hægt eða hratt.
Það skiptir engu hvort Norðmenn eru lengi eða fljótir að klára olíuauðlindir sínar. Það sem skiptir máli er hvernig þeir ráðstafa hagnaðinum. Ef þeir ráðstafa honum í að undirbyggja atvinnulífið og samfélagið á sem bestan hátt, þá eru þeir í góðum málum þegar olían klárast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 12:44
Það er rétt að olíuvinnsla verður aldrei alveg sjálfbær. En það er skammsýni fólgin í því að fara svona hratt í sakirnar. Betra er að dreifa vinnslunni á fleiri kynslóðir og nýta sér hækkandi verð síðar meir þegar aðrar olíulindir heimsins klárast.
Ómar Ragnarsson, 5.2.2015 kl. 14:14
Þetta er bara spurning um hvað er hagstæðast fyrir norskt samfélag. Það þarf ekkert að vera að það sé arðbærara fyrir þá að mjattla þetta upp á löngum tíma. Kanski... en ekki endilega.
Auk þess verða komandi kynslóðir fullfærar um að bjarga sér sjálfar. Það á ekki að leggja byrðar á núlifandi fólk, fyrir framtíðarfólk. Núlifandi fólk á nóg með sig sjálft.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 17:56
Sem sagt: Það var rangt hjá okkur að skrifa undir Ríósáttmálann 1992 um sjálfbæra þróun, heldur er rányrkja hið sjálfsagðasta mál.
Ómar Ragnarsson, 5.2.2015 kl. 21:11
20.1.2015:
Statoil hefur ekki áhuga á Noregshluta Drekasvæðisins
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 22:59
19.1.2015:
Sádar segjast geta þraukað í að minnsta kosti átta ár þótt olíuverð haldist áfram lágt
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 23:01
19.1.2015:
Iran sees no OPEC shift toward a cut, says oil industry could withstand $25 crude
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 23:02
Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 23:03
Sjálfbær þróun er alltaf æskileg. Aldrei neitt um slíkt að ræða í olíuvinnslu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2015 kl. 23:19
Gunnar:
"Það á ekki að leggja byrðar á núlifandi fólk, fyrir framtíðarfólk."
Ég myndi nú kannski ekki kalla það byrðar að slá aðeins á ferðina á rússíbananum. Og er þetta ekki öfugt? Er ekki neysla nútímans að vinna í því að leggja byrðar á framtíðarfólk???
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 07:41
Nei, ég tel svo ekki vera. Fyrri kynslóðir hafa hingað til byggt upp fyrir þær komandi, t.d. með tækniframförum. Ég sé ekki að það sé neitt að breytast.
Heimsendaspámenn eru auðvitað á öðru máli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2015 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.