Athyglisverð spurning Jóns Baldvins.

Jón Baldvin Hannibalsson spyr þeirrar spurningar í pistli hvort Seðlabanki Bandaríkjanna og Alríkisstjórnin þar hefðu hagað sér eins gagnvart Kaliforníu þegar hún rambaði á barmi gjaldþrots og Seðalbanki Evrópu og ESB haga sér nú gagnvart Grikklandi.

Spurningin er íhugunarverð vegna þess að hún leiðir hugann að því fyrirbæri sem felst í því að þeim mun stærri sem hinn gjaldþrota er og því stærra sem gjaldþrotið er, því meiri líkur eru á því að honum verði ekki leyft að rúlla yfir um.

Þannig var þetta þegar stóru bílaverksmiðjurnar bandarísku urðu gjaldþrota enda gamalt orðtak vestra að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Bandaríkin og það sem væri slæmt fyrir GM væri slæmt fyrir Bandaríkin.

Þannig gekk þetta líka til í all stórum stíl hér á landi við Hrunið, þegar stór fyrirtæki eins og bílaumboð og tryggingafélög urðu gjaldþrota.

Þessum fyrirtækjum var bjargað en minni fyrirtæki, sem höfðu sýnt meiri ráðdeild og áttu samt í erfiðleikum, fengu ekki stuðning og urðu þannig fyrir mismunun.

Hagkerfi Kaliforníu er eitt hið öflugasta í heiminum og margfalt stærra en hagkerfi Grikklands. Munurinn er svo mikill að hann einn gerir samanburðinn erfiðan, Kalifornía var einfaldlega of stór til þess að hún mætti verða gjaldþrota.

En mikilvægi Grikklands byggist á öðrum atriðum, sem gera það að verkum, að það er hreint ekkert einfalt mál að láta landið verða gjaldþrota.

Landið er útvörður evrópskrar menningar í suðaustri og fyrir sunnan það liggur suðupottur Miðausturlanda og austan það hitnandi suðupottur við vesturlandamæri Rússlands.

Fyrir rúmri öld var spilað mikið áhættuspil vaxandi spennu á milli ríkja og stórvelda sem varð kveikjan að heimsstyrjöld.

Nú er spilað tvöfalt áhættuspil, annars vegar með tilvist og samheldni ESB og hins vegar vegna vaxandi togstreitu Rússlands annars vegar og nágrannaríkja þess og Vesturveldanna hins vegar.

Það gerir mál Grikklands miklu flóknara og erfiðara en gjaldþrot Kaliforníu var á sínum tíma.       


mbl.is Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkland skuldar öðrum evruríkjum langmest og þau geta samið við Grikkja um skuldir þeirra.

Og það er hvorki vilji Evrópusambandsins né Seðlabanka Evrópu að Grikkland verði gjaldþrota, enda hefðu Grikkir ekki fengið lán hjá þeim ef svo væri.

Nýja gríska ríkisstjórnin hefur sagt að Grikkir muni greiða skuldir sínar og vill að Grikkland verði áfram í NATO, enda er Tyrkland einnig í NATO.

Bandaríkin eru eitt ríki en Evrópusambandsríkin eru hins vegar langt frá því að vera eitt ríki.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 06:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 06:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 06:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa nú um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Í Grikklandi búa hins vegar einungis um 11 milljónir manna, 3% af íbúum evrusvæðisins, en í Evrópusambandsríkjunum 28 búa nú um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%,

Ísland 91,9%,

Evrópusambandið 89%.

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graphic showing how much Greece owes to whom

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015 (síðastliðinn mánudag):

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 07:19

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Ummæli Tsiprisar í gær eru eiginlega óskiljanleg og virðast benda til að hann sé ekki alveg raunveruleikatengdur.

Það er engu líkara en Tsipras og félagar leggi þetta upp sem störukeppni.

það er þarna einhver dagur í febrúar þar sem verður að vera klárt hver afstaða grískra stjórnvalda er til þess að fá áfram lánafyrirgreiðslu og aðstoð gegnum AGS prógrammið.

Það er eins og Syrsia ætli fram að því að vera í störukeppni og vonast til að einhver aðili, og þá helst ESB býst eg við, blikki fyrst eða líti undan.

Allt sem þeir Syrzia bræður segja eftir kosningar er bara almennt snakk um vonsku heimins eð kapítalismans.

Það er mjög erfitt að festa fingur á hver nákvæmlega afstaða Syrzia er eða hvar áherslurnar eiga að liggja.

Þetta lofar ekki góðu og réttast væri að aðrar kosningar yrðu haldnar bráðlega í Grikklandi með vorinu.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2015 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband