6.2.2015 | 16:28
Risalínur fyrir stóriðjuna og endilega ofanjarðar !
Stóriðjufíklar Íslands nota hvert tækifæri sem gefst til þess að þvinga fram stefnu sína með öllum tiltækum ráðum.
Þeir hamra á því að það þurfi að þenja risavaxnar háspennulínur um landið þvers og kruss til að "auka afhendingarörygggi almennings."
Þetta er alrangt. Það þarf engar tröllauknar línur til þess, heldur hægt að gera það á með miklu smærri línum og þess vegna að hafa þær í jörð sem víðast.
Risalínurnar eru svona tröllauknar vegna þess hve óhemju mikla orku stóriðjan þarf, - þær eru ætlaðar til að auðvelda áframhaldandi vöxt stóriðju, svonefnds "orkufreks iðnaðar" sem þýðir á mannamáli sem mest orkubruðl á gjafvirði fyrir útlendinga.
Hamrað er á því að orkusala til almennra nota fari ört vaxandi þegar staðreyndin er sú að það er orkan til stóriðjunnar sem fer vaxandi á meðan orkunotkun til innanlandsnota landsmanna sjálfra stendur í stað eins og Jónas Elíasson upplýsti á dögunum í góðri grein í Morgunblaðinu.
Og þegar þakplata fýkur í óveðri á Suðurnesjalínu er þegar í stað hafinn söngurinn um að "brýnt" sé að reisa nýja risalínu sem fyrst.
Og auðvitað kemur ekki til mála að leggja línu í jörð svo að óveður hafi engin áhrif á þær.
Enginn söngur sunginn um það. Nei, loftlínur verða þær að vera. Og þá verður hægt að heimta enn nýjar línur þegar óveður skemma þær.
Brýnt að byggja aðra línu sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fleiri loftlínur geta að sjálfsögðu fangað fleiri járnplötur
Keflavíkurmegin við bilunina eru hinsvegar tvær virkjanir með 150MW afkastagetu en álag á Suðurnesjum er einungis 30MW. Vandinn fólt því ekki í að koma orku til Suðurnesja. Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun "misstu taktinn" við að álag á kerfið MINNKAÐI um uþb 120MW við að Suðurnesjalína 1 sló út.
Æskilegt væri að leggja 132KV jarðstreng meðfram Reykjanesbraut til að tryggja jafna orkuflutninga frá Suðurnesjum til Straumsvíkur svo vepðurtruflanir á loftlínum valdi ekki usla á borð við þennann.
Hér sést svo hvernig Franska "landsnetið" RTE leggur jarðstrengi með allt að 800MW afkastagetu. Slíka strengi má leggja í 80cm breiðan skurð í vegöxl Reykjanesbrautar
https://www.facebook.com/video.php?v=552515108208103&set=vb.303274063132210&type=2&theater
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 17:07
"Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlína verður um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009 [um 35 milljarðar króna á núvirði], en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir."
Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína
Þorsteinn Briem, 6.2.2015 kl. 20:59
Sæll Ómar.
Þetta netfang sem ég gef upp er bara bull. En mig langar til að koma með athugasemd varðandi ákveðinn aðila sem alltaf þarf að skipta sér að hverju sem þú hefur í huga að ræða um. Þessi snilligur kallar sig "Steini Briem". Hans athugasemdir sem eru í áskrift hjá þínum góðu pistlum eru vægast sagt óþolandi. Getur þú ekki vinsamlegast beðið hann um að skrá sínar athugasemdir á sína eigin bloggsíðu. Hans sífelldu athugasemdir við hverja og einustu blogg færslu þína eru að gera mig algjörlega brjálaðn. Vinsamlegast segðu Herra Steina Brim að fara með sínar ömuglegu athugasemdir eitthvað annað. Internetið er svo víðfermt að ég er alveg öruggur um að hans athugasemdir lenda einhvers staðar þar sem einhverjir hafa ánægju af, en það er ábyggilega ekki í þinum blgofærslum.
Kv/Óþolinmóður
Jón Jónson (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 01:39
Það verður ekki, "Jón Jónsson".
Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 02:23
Þegar kostnaðarmunur upp á 4% fyrir 132KV línu og 20% fyrir 220KV línnu var reiknaður jarðstrengum í óhag miðað við sama líftíma var einn þáttur sem ekki var tekið tillit til. Loftlínur eru undanþegnar vörugjöldum en ekki jarðstrengir. Ef vörugjöld væru líka feld niður af jarðstrengum þá yrði 132KV jarðstrengur ódýrari en 132KV loftína og 220KV strengur á sama verði og 220KV loftlína.
Eina sem ég sé að þeir geti sett fyrir sig vegna Jarðstrengja er að þá þyrftu þeir að fara stýra álagi á raforkukerfið betur þar sem jarðstrengir eru viðkvæmari fyrir að keyrt sé á yfirálagi eins og þeir oft gera á loftlínunum. Þetta er bara spurning um viðhorf til gæða vinnubragða og stýringar á álagi sem sennilega Landsnet getur ekki fullnægt eins og vinnubrögð þeirra eru nú.
Jónas Pétur Hreinsson, 7.2.2015 kl. 10:36
Ómar.
Ég vil einfaldlega benda þér á að eins og staðan er núna virðist flutnings hluti raforkukerfisins ekki hafa hugmynd um hvað raforkuframleiðandinn er að selja og hvert.
Þessi mistúlkun og aumingjaskapur fyrrum ráðamanna, sem slitu í sundur dreifingu og sölu raforku, er enn og aftur að koma í bakið á okkur.
Nú er síðan rifist um hvort leggja eigi línur hingað eða þangað. Ég vil benda mönnum á að án orku, með trygga afhendingu, verður aldrei byggður upp iðnaður (sama hvort hann er stór eða smár).
-Dreifing raforku er farið að standa landsbyggðinni fyrir þrifum.
-Jöfnun orkukostnaðar er tabú orð, meira að segja hjá kommunum.
Staðreyndin er að verða sú að vegna lélegs dreifkerfis raforku er verið að kvabba um díselrafstöðvar hingað og þangað um allt land.
Loft eða láð? Mér er slétt sama, komið orkunni þangað sem þarf að nýta hana á sem ódýrastan hátt.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.2.2015 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.