8.2.2015 | 00:48
Á hverju hafa Danir lifað? Ferðamálaráðuneyti?
Danmörk er lítið land að mestu án auðlinda eins og orku, málma eða skóga. Aðeins um 20% koma frá olíunni í Norðursjó, 5,5% frá kjötvörum og 2,9% frá sjávarútvegi.
Samt flytja þeir út býsn af iðnaðarvörum eins og húsgögnum og byggja sína afkomu nær eingöngu á mannauði og verkþekkingu. Þeir flytja inn hráefni og vinna þannig úr þeim að þeir geti selt afurðirnar úr landi með góðum ágóða.
Hér á landi hefur orðið "eitthvað annað", þ. e. eitthvað annað en stóriðja verið skammaryrði, en í Danmörku er það einmitt "eitthvað annað", þ. e. mannauður, hugkvæmni og skapandi greinar, sem eru grundvöllurinn.
Hér á landi hefur hlutur skapandi greina og frumkvöðlastarfs í listum og vísindum farið fram úr landbúnaðinum og því fyllilega athugandi að safna þessum hluta þjóðlífs og þjóðarframleiðslu undir einn hatt í sérstöku ráðuneyti.
Sömuleiðis er áberandi hve lítill hlutur stærstu atvinnugreinarinnar, ferðaþjónustunnar, er í kerfi sjóða, sem merktir eru hinum atvinnuvegunum til að örva nýsköpun og framþróun.
Því má varpa þeirri spurningu upp hvort ekki sé kominn tími á sérstakt ráðuneyti ferðamála í stað þess að það sé í raun í skúffu í iðnaðarráðuneytinu þótt talað sé um ráðherra ferðamála.
Ráðuneyti skapandi greina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:08
Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:10
Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:13
21.1.2013:
Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára
1.7.2010:
Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar
Heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.
Tekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:14
Það er einnig áberandi hve lítil framleiðni er innan stærstu atvinnugreinarinnar, ferðaþjónustunnar. Þar virðist mest kapp vera lagt á mikla vinnu frekar en mikinn afrakstur. Þar skilar hver starfsmaður svo litlu að hér væri engin opinber þjónusta eins og heilbrigðiskerfi og skólar ef allir skiluðu sömu framlegð. Þegar við höfum margfaldað ferðamannastrauminn án þess að bæta við einum einasta starfsmanni getum við farið að tala um ferðamannaiðnaðinn sem þetta "eitthvað annað" sem komið getur í stað stóriðju.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 01:26
Það er rétt, og segir sína sögu um margan innbyggjann, að ,,eitthvað annað" var eiginlega pólitískt skammaryrði eða háðsyrðiþ
Svona: Hí á hann! Hann vill eitthvað annað!
Álíka og ekkert annað væri til en stóriðja.
Kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra þegar hugarfarið er svona.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2015 kl. 01:31
"Denmark has the world's lowest level of income inequality, according to the World Bank Gini (%), and the world's highest minimum wage, according to the IMF.
In July 2013 the unemployment rate was at 6.7%."
"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil and was producing 259,980 barrels of crude oil a day in 2009.
Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."
Og Danir eru mesta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:32
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:35
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:36
"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:36
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:42
"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.
Og þar að auki fullunnu lambakjöti.
Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:46
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 01:47
Apótekið lokað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 02:09
"Færeyska krónan" er bundin gengi evrunnar.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 03:16
"Tourism in Denmark constitutes a growth industry.
Tourism is a major economic contributor at approx. DKK 82 billion in revenue and 120,000 full-time-equivalent-jobs annually, for the tourism experience industry alone in 2014."
"The World Tourism rankings of UNWTO show that Denmark had 8.7 million visitor arrivals in 2010."
Í fyrra, 2014, dvaldi hins vegar um ein milljón ferðamanna hér á Íslandi, sem er eitt strjálbýlasta land í heimi, er þar í 233. sæti og Ástralía er í næsta sæti.
En í Danmörku, sem er 42% af stærð Íslands, búa um 5,7 milljónir manna, þremur milljónum færri en erlendu ferðamennirnir þar.
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 04:05
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 05:46
Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.
Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.
Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 06:10
"Denmark has the lowest level of income inequality in the world, according to the World Bank Gini (%), and the highest minimum wage in the world, according to the IMF."
Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 06:18
Apótekið lokað, hehehehe
Jón Logi Þorsteinsson, 8.2.2015 kl. 08:55
Apótekið greinilega harðlokað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 11:01
Apótekarinn hræddur um að Briem komi með graf innan klæða og slengi á borðið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 11:04
Vilhjálmur Örn mættur í hóp "lyfjafræðinga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 11:55
Stofna lyfjaverksmiðju,þá geta sumir fengið vinnu við að reyna lyf
/()/ (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 13:24
Frábært hérna í hálfvitaskóginnum innan um þessa ræktarsömu sveppi.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.2.2015 kl. 22:55
10.2.2015 (í gær):
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 11.2.2015 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.