Dauðarefsingar, ýmist réttlættar eða fordæmdar.

Dauðarefsningar viðgangast ennþá hjá þjóðum sem telja sig í framvarðasveit mannrétttinda, mannúðar, réttlætis og lýðræðis eins og Bandaríkjamenn gera.

Hjá lýðræðisþjóðum hljóta aftökur að teljast á ábyrgð þjóðanna sjálfra. Vitað er að meðan þær eru við lýði munu verða framin dómsmorð eins og dæmin sanna og að margar aftökurnar eru í raun villimannlegar hvað snertir dauðastríð hinna dæmdu.

Aftaka er óafturkræf, - hinn dauði verður aldrei vakinn aftur til lífsins þótt í ljós komi að vegna mistaka hafi hann verið dæmdur saklaus.

Sömu lýðræðisþjóðir og leyfa aftökur fordæma hins vegar réttilega villimannlegar aftökur hjá þeim þjóðum eða hópum sem hafa önnur trúarbrögð eða meta ýmis afbrot öðruvísi en tíðkast á Vesturlöndum.

Í tengdri frétt kemur fram að í aftökunni í St. Louis hafi dauðastríð fangans tekið níu mínútur.

Margsinnis hafa fangarnir vestra kvalist mun meira og miklu lengur.

Þegar það er borið saman við að hálshöggva menn í öðrum löndum, eins og réttilega er fordæmt, er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta hið kvalafulla dauðastríð oft á tíðum, sem aftökuaðferðir í Bandaríkjunum hafa oft í för með sér.

Eða að réttlæta manndráð, þar með talda aftökur, yfirleitt.   


mbl.is Fyrsta aftakan í Missouri í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk nafni, virkilega góð grein hjá þér, eins og svo ofsalega oft áður.

Vil aðeins hnykkja á forsendum andstöðu hins siðaða manns, sem er ekki bara hið meinta dómsmorð, það er að saklaust fólk er tekið af lífi, heldur sjálfur kjarni mennskunnar.

"Þú skalt ekki deyða".

Ekki flókið, og án undantekninga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2015 kl. 14:47

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Síðasta aftaka á Íslandi var 1830.  Ekki 200 ár síðan.    

Kalt blés norðanvindur, janúarmorgun.

1834 var síðasta aftaka á íslendingi í Danmörku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2015 kl. 18:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left—I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children—usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 11.2.2015 kl. 19:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 11.2.2015 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband