Gleymist að það er fólk í bílunum?

Þegar bílum er stundum stillt upp sem andstæðum við fólk eða önnur samgöngutæki virðist oft gleymast að þrátt fyrir allt aka bílarnir ekki um mannlausir heldur er lifandi fólk inni í þeim og lifandi fólk, sem þarf að nota þá. Toyota iQ

Mótbára við þessu er sú að bílarnir taki svo mikið pláss og miklu meira pláss en til dæmis reiðhjól, að það þurfi að bægja þeim í burtu með því að skipuleggja þannig að fólk finni hvergi stæði til að leggja þeim. 

En þá gleymist að veðurfar á veturna býður ekki upp á notkun reiðhjóla nema í mjög takmörkuðum mæli.Daihatsu_Mira2006 

Algert hugmyndaleysi ríkir gagnvart því að leita úrræða varðandi bíla í svipuðum dúr og gert hefur verið í Japan. Þar fá bílar sem eru mjórri en 1,48 m og styttri en 3,40 m miklar ívilnanir á ýmsan hátt með þeim árangri að þessir bílar, sem kallaðir eru kei-bílar í Japan, eru afar stór hluti bílaflotans þar. Toyota-IQ

Bíll af þessari stærð, eins og Daihatsu Cuore, sem er prýðilega rúmgóður og góður bíll fyrir fjóra farþega, þekja um 5 fermetra. 

Svo er líka til Toyota iQ sem er aðeins 2,99 metra langur, með fjögur sæti og þekur um 5 fermetra, en af því að hann er 1,68 m breiður er svipað rými frammi í honum og á tvöfalt stærri bílum. 

Nýjasta gerð Smart þekur aðeins 4,5 fermetra. Að vísu er sá bíll aðeins tveggja sæta, en með afar gott rými fyrir tvo, af því að hann er 1,66 metra breiður. 

En bíll í Golf/Toyota Auris flokknum þekur hins vegar tæplega 8 fermetra eða 60% stærri flöt. toyota-iq-small-car-europe-02 

Sjálfur hef ég átt nokkra litla fjögurra sæta bíla af eldri gerð kei-bíla, sem þekja 4,5 metra og hef getað lagt fjórum bílum saman í eitt bílastæði ! 

Vel mætti hugsa sér að koma upp bílastæðum eingöngu fyrir litla bíla þar sem það getur gagnast, og að innleiða hér á landi ívilnunarreglur fyrir litla bíla eftir ákveðnum reglum sem sjálfkrafa hafa svipuð áhrif og í Japan.

Á efstu myndinni hér á síðunni sést rýmið frammi í Toyota iQ en það er álíka og í sumum miklu stærri bílum.

Og bíllinn fær hæstu einkunn, 5 stjörnur, í öryggisprófun NCAP, enda hvorki meira né minna en níu líknarbelgir eða öryggispúðar í honum.

Næsti bíll fyrir neðan er Daihatsu Cuore, þar næst Toyota iQ og neðst má sjá hvernig hið stutta rými í iQ er nýtt.

Hugsunin byggir á þeim staðreyndum að að meðaltali er aðeins 1,05 manns um borð í bíl í borgarumferð og afar sjaldan fleiri en tveir.

Ég reynsluók svona bíl fyrir nokkrum árum austur fyrir fjall og hann var ótrúlega þægilegur fyrir tvo og vel hefði verið hægt að hafa farþega aftur í og smá farangur að auki.   

 


mbl.is 18 bílastæði fyrir 102 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum  - Maí 2013

Steini Briem, 7.7.2013

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 00:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.


Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða
mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 01:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 01:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 01:31

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En af hverju mátti ekki huga að bílakjallara við Einholtið, Steini?

Ómar Ragnarsson, 16.2.2015 kl. 01:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt:

Yfirlitsmynd

"Varðandi "fréttina" um bílakjallarann, þá verður hann á sínum fyrirhugaða stað með 213-218 stæðum. Íbúðir u.þ.b. 203."

"Kveðja, fulltrúar Einholts/Þverholts verkefnis."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 02:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stakkholt 2A og 2B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum í húsi 2-A og öllum íbúðum í húsi 2-B. Sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Stakkholt 4A og 4B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 03:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkomulag var gert við Félagsstofnun stúdenta (FS) og samþykkti borgarráð 3. apríl 2014 að úthluta henni lóðinni Brautarholti 7, alls 97 [litlar stúdenta]íbúðir."

Brautarholt 7 með bílakjallara og bílastæðum undir þaki fyrir fatlaða

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 04:51

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er sjálfsagt mál að umbuna þeim sem vilja og geta verið á minni bílum. En það má alls ekki úthýsa bílum eða gera umhverfi þeirra sem verða að ferðast á slíkum tækjum hættulegra en þegar er.

Steini telur að þeir sem muni vinna á Landspítalanum við Hringbrautkaupi sér íbúð í Vatnsmýrinni. Þetta er einföldun og fullyrðing sem ekki er Steina boðleg.

Allt eins gæti fyrirhuguð byggð í Vatnsmýri, ef af verður, fyllst af fólki sem vinnur utan miðborgar og allt eins gætu flestir starfsmenn Landspítala við Hringbraut átt sitt heimili í úthverfunum. Ef fólk kemst ekki til vinnu sinnar með góðu móti á þann veg sem það sjálft kýs, velur það sér frekar aðra vinnu en nýtt húsnæði. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að oftast vinna bæði hjón úti og ekki endilega algilt að þau vinni á sama svæði, innan borgarinnar.

Það er með þetta eins og notkun bíla, fólki verður ekki stýrt, allra síst gegnum gatnakerfið, ekki meðan við teljumst lýðræðisríki.

Hitt má vel taka undir að það má vissulega hampa þeim sem eru á minni bílum, jafnvel hafa einhverskonar stigmögnun á kostnaði við bílastæði eftir stærð bíla. Þannig borgar hver fyrir það sem hann notar, annarsvegar til gatnakerfisins gegnum eldsneytisskatt og þá mest þeir sem stæðstu bílunum aka og hins vegar til borgarinnar fyrir það pláss sem bílarnir taka.

Reykjavíkurborg hefur reyndar verið með vísi að svona fyrirkomulagi, ekki eftir stærð bíla heldur mengun. Reyndar drógu þeir verulega úr þessu um síðustu áramót, þegar mengunarlitlir bílar voru teknir út úr þessu og eftir stóðu einungis hreinir rafbílar. 

Það ætti því ekki að vera mikið vandamál að bæta stærðinni við.

Stefna Reykjavíkurborgar gagnvart bílum og bílaumferð er ekki bara slæm fyrir bíleigendur, heldur skapar hún stóraukna hættu í umferðinni. Þarna er verið að búa til vandamál í stað þess að leysa þau!!

Gunnar Heiðarsson, 16.2.2015 kl. 07:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu."

"Væntanlega" er að sjálfsögðu ekki fullyrðing.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:28

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stórt hótel við Höfðatorg, svo og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:31

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:34

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, rúmlega eitt hundrað, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:36

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:38

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:40

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:43

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband