Upplifun, hingað til vanmetin söluvara.

Blaðamaður frá Sunday Times sem dvaldi hér um jól í kringum 1990 átti varla orð til að lýsa þeirri upplifun, sem íslenski skafrenningurinn hafði gefið honum. 

Íslendingar hlógu að þessum "vitleysingi", því að auðvitað var vont veður það sem gerði Ísland svo vonlaust sem ferðamannaland.  

Í Íslandsferð nokkrum árum síðar var hætt við að fara Reykjaneshring í nokkrum rútum með hóp erlendra ferðamanna vegna slagveðurs og storms og boðið upp á stutta verslunarferð í Reykjavík. 

Hluta ferðamanna tókst gegn eindregnum aðvörunum Íslendinga að knýja í gegn ferð fyrir sig suður á Reykjanes af því að þeir höfðu borgað fyrir hana. Þeir stóðu svo lengi gegnblautir á bjargbrúninni á Reykjanesi og létu saltúða Atlantshafsins, kominn alla leið frá Suðurskautslandinu, belja á sér, að það þurfti að "bjarga" þeim inn í rútuna aftur.

Þegar til Reykjavíkur kom varð mikil óánægja hjá öðrum í hópnum að hafa verið sviknir um það sem hinir hundblautu kölluðu einstæða upplifun sem aðeins fengist einu sinni á ævinni.

Aftur hlógu Íslendingar að þessum "vitleysingum."

Svona gekk þetta í gegnum stóriðju- og virkjanaárin miklu að Íslendingar þyrftu að hafa vit fyrir erlendu "vitleysingunum" sem kæmu hingað til þess að skríða á fjórum fótum í auðninni á Sprengisandi til þess að taka nærmyndir af eyrarrósinni skammt frá Skrokköldu, gapandi af undrun yfir því hvernig svona fallegt blóm gæti þrifist þar.

Nær væri að virkja þarna og sökkva þessum ömurlegu auðnum.

Auðvitað gætum við ekki keppt við heiðskíra himininn, sólina og hitann, sem Suðurlönd bjóða upp á.  


mbl.is Kallar Ísland „goðsagnakenndan heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 01:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 01:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 01:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 01:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015 (í dag):

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 05:58

7 identicon

Séð hef ég skrautleg suðræn blóm

sólvermd í hlýjum garði;

áburð og ljós og aðra virkt

enginn til þeirra sparði;

mér var þó löngum meir í hug

melgrasskúfurinn harði,

runninn upp þar sem Kaldakvísl

kemur úr Vonarskarði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 08:40

8 identicon

Lóð á vogarskálarnar:

http://www.visir.is/snjallsiminn-i-samforum/article/2015150219199

Burtríður frá Bala,
brast oft í að tala,
mikið og hátt,
og mældi hvern drátt,
að mestu á Richter-skala!

sealed

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 09:29

9 identicon

Ég fór upp á Langjökul í fyrrasumar. Veðrið var vitlaust og skyggni var 10 metrar. Fólkinu fannst þetta algert kikk. Ég sleppti því að segja hvernig þetta gæti verið í æðislegu veðri....ekki má nú skemma.

Í fyrrahaust átti ég að taka hóp til Eyja. En það var ekki á siglingar treystandi, svo að maður varð að smíða ferð í einum hvelli, og þá var það Stokkseyri, suðurstrandavegur og Reykjanesið út að gunnuhver og svo til að skoða brimið hjá vitanum. Svona ofsa-brim vakti hrifningu.

Og nýlega var það Gullhringur í roki og haugarigningu. Til að krydda, þá bilaði hjá okkur (vatnsleki) þannig að stoppin urðu mörg til að fylla á vatnið, og lítt var hægt að hita um borð, - menn urðu blautir og varð kalt. Það vakti enga hrifningu ;)

Þetta fer nú svolítið eftir kringumstæðum....en ég kann betur við betra veðrið sko....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 13:16

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni


Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. 

Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi."

Af Visi.is http://www.visir.is/raforka-a--tomboluverdi--/article/2015702169973

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2015 kl. 15:52

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Ef eitthvað er selt á tombóluverði er það ferðaþjónustan, því hún skilar skammarlega litlu til þjóðarbúsins, í hlutfalli við önnur lönd. 

Raunar er hún ekkert seld á tombóluverði en þeir sem eru með krumlurnar í atvinnuveginum, svíkja undan skatti í stórum stíl og borga þeim sem vinna skítverkin í greininni, s.s. bílstjórar, þjónustufólk og þeir sem sjá um þrif o.þ.h., svört laun, langt undir sannvirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2015 kl. 16:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð fjög­ur ár þar á und­an."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 22:27

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015 (í dag):

"Eva Joly segir að það sé að bannað að nota glufur í skattalögum eins og Alcoa gerir til að koma hagnaði undan skatti á Íslandi með gervilánum.

Nefnd Evrópuþingsins sem hún leiðir muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum."

Bannað að nota glufur í skattalögum til að koma hagnaði undan skatti eins og Alcoa gerir

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 22:29

14 identicon

Gunnar: "Ef eitthvað er selt á tombóluverði er það ferðaþjónustan, því hún skilar skammarlega litlu til þjóðarbúsins, í hlutfalli við önnur lönd. "

Sko, í fyrsta lagi eru mun fleiri grunnstörf heldur en í stóriðju, og afleidd störf eru það mörg að erfitt er að reikna það út!
Í annan stað eru gjaldeyristekjur ferðaþjónustu að nálgast milljón krónur á hvert mannsbarn.

Þetta skilar sér sem best ef þetta er allt innan lands, og ekki eru neinar stórfréttir um undanskot skattlega eins og hjá stóriðjunni....

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 12:28

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skattaundanskot í ferðaþjónustinni er mikið vandamál og mikið áhyggjuefni. Þrátt fyrir gríðar mikla fjölgun ferðamanna, hefur það ekki skilað sér í ríkiskassann. Um þetta eru allir sammála... nema þeir sem svíkja undan skatti.

Stóriðjan virðist notafæra sér glufur í skattkerfinu og er að svíkja "löglega" undan skatti, að því er virðist. Það þarf að loka þessum glufum.

Í ferðaþjónustunni er um hrein og klár lögbrot að ræða og framlegð hvers starfs í greininni er alltof lítil og minni hér en t.d. á norðurlöndunum. Þetta eru tölulegar staðreyndir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2015 kl. 12:47

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framleg hvers starfs til samfélagsins í stóriðjunni er með því hæsta sem við sjáum í samanburði við önnur störf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2015 kl. 12:49

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framlegð.. átti þetta að vera. laughing

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2015 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband