Reynt að draga athyglina frá málinu sjálfu.

Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson hafa haldið uppi mestu afneituninni og mestu firringunni í Al-Thani málinu.

Ólafur reynir að beina athyglinni frá málinu sjálfu að dómstólunum og réttarfarinu á Íslandi og veikleikum íslenskra stjórnmálamanna, því að ekkert dómskerfi í heimi er fullkomið fremur en önnur mannanna verk og býsna auðvelt að sjá veikleika og bresti stjórnmálamanna í hvaða landi sem er.

Það má til dæmis benda á umdeilanlega Hæstaréttardóma úr fortíðinni svo sem í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og úr nútímanum hinn einstæða úrskurð Hæstaréttar um kosningar til Stjórnlagaþings,sem á sér enga hliðstæðu á Vesturlöndum, og þann úrskurð réttarins að aðalatriðið í Árósasáttmálanum gildi ekki hér á landi þótt búið sé að lögfesta hann hér.

Sðmuleiðis veikir það úrskurði dómstólsins þegar dómararnir eru ósammála um sekt eða sýknu.  

En þetta kemur Al-Thani málinu ekkert við heldur ber einungis að líta efnisatriði þess og nú virðist svo sem Ólafur reyni að forðast efnislega umræðu um það og beina athyglinni annað. 

 


mbl.is Ber stjórnmálamenn þungum sökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ómar. Gott að rödd þín heyrist.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 13:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var sjálfur flutningsmaður frumvarps um Seðlabanka Íslands, sem varð að lögum árið 2001, og Geir H. Haarde var þá fjármálaráðherra.

"1. gr. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. ..."

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001

"Sjálfstæð ríkisstofnun - Stofnun á vegum ríkisins sem býr við sjálfstæði hvað varðar rekstur, ákvarðanatöku o.fl. en heyrir stjórnarfarslega undir tiltekinn ráðherra. ..."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

september árið 2005 tilkynnti Davíð [Oddsson] að hann hygðist hætta í stjórnmálum og taka við stöðu seðlabankastjóra sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði hann í.

Davíð sagði af sér embætti ráðherra 27. september og tók við stöðu seðlabankastjóra 25. október sama ár."

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband