Á leið til Suðurríkja síðustu aldar?

Sú var tíð að blökkumönnum var meinaður aðgangur að ákveðnum stöðum og ákveðnum sætum í strætisvögnum og víðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. 

Þegar ég fór í fyrstu ferðir mínar til Bandaríkjanna kom það mér á óvart hve margir landar mínir, sem þar höfðu sest að, mæltu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn blökkumönnum. 

"Þú þekkir þetta ekki og veist ekki hvað þú ert að tala um", sögðu þeir við mig. "Þeir lykta illa og öðruvísi en hvítir menn, eru bæði heimskari og latari en hvítir, þjófar og afbrotamenn."

Svipað var sagt um blökkumenn í Suður-Afríku þar sem var í gildi hörð aðskilnaðarstefna.

Nú virðist þeim fara fjölgandi í nágrannalöndum okkar og hugsanlega einnig hér, sem er illa við aðra en "hreina Íslendinga" og vilja þá í burtu úr landinu.

Á breska myndbandinu í tengdri frétt á mbl.is er verið að hrekja mann af erlendu bergi brotnum úr lest. Eru nágrannaþjóðir okkar og jafnvel við sjálf á leið til Suðurríkja síðustu aldar? 


mbl.is „Hvað gat ég sagt börnunum mínum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hversu misjöfn upplifun manna getur verið.
Ég hef t.d. ekki heyrt um að Íslendingar vilji bara "hreina Íslendinga" á Íslandi. Hinsvegar sér maður og heyrir gríðarlega aukningu á gyðingahatri og stuðningi við íslamska hryðjuverkahópa.

Áhyggjuefni.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 17:49

2 identicon

Hræðilegt að á sjálfu Alþingi Íslendinga sé að finna blygðunarlaust gyðingahatur hjá nokkrum þingmönnum vinstrimanna.
Ömurlegt.....

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 17:53

3 identicon

Negri í Þistilfirði.

Frá því var sagt í blaðinu Degi í febrúar árið 1977 að maður frá Gana ynni á sveitabæ hjá bónda einum í Þistilfirði. Fyrirsögn fréttarinar var „Negri í Þistilfirði“. Í fréttinni sagði greinarhöfundurinn frá því að maðurinn væri vetrarmaður hjá Jóhannesi Sigfússyni bónda á Gunnarsstöðum. Svo segir í fréttinni: „... sé ég daglega afríkunegra í snjó,og mun það líklega heldur sjaldgæf sjón hér á landi. Hann er frá Gana og er vetrarmaður hjá Jóhannesi. Þetta er kátur maður og er að venjast störfunum. En einn hlut óttast hann, og það er dýpt snjóskaflanna, sem hann álítur að hann muni e.t.v. festast í og ekki komast upp aftur, Ganabúinn er landeigandi, 32 ára gamall og er að búa sig undir kjötframleiðslu svína og sauða.“

Þetta er ekki svo langt síðan, eiginlega bara í gær.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 17:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndu nú hér einhver dæmi máli þínu til stuðnings, "Hilmar".

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 18:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hvernig skilgreinir þú þig sem hægrimann, "Hilmar"?!

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 18:29

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var í Bandaríkjunum 1976 og þá lyktuðu flestir blökkumenn öðruvísi en aðrir. Hlýtur að hafa eitthvað með mataræðið að gera. En hvers vegna blökkumenn átu annað en aðrir kynstofnar veit ég ekki. Menningarlegt eða vegna þess að þeir voru almennt efnaminni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.2.2015 kl. 21:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir sjómenn lykta öðruvísi en íslenskir kúabændur og það hefur hugsanlega eitthvað með fiskinn og kýrnar að gera.

Negri í Þistilfirði

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 21:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands 2004-2013 og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2013:Haraldur Benediktsson

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 21:38

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ummælin um "hreina Íslendinga" hafa meðal annars falist í kröfum í netmiðlum þess efni að landið sé "hreinsað" af múslimum og lokað fyrir þeim. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2015 kl. 23:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 23:53

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 23:55

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 23:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 23:57

17 identicon

 Sæll Ómar,
nú ertu að bera saman epli og appelsínur.
Múslimar eru ekki kynstofn heldur trúarhópur/pólitískur hópur sem eitrar allt umhverfi sitt hvar sem þeir stíga niður fæti og eiga ekkert erindi í þróuðum samfélugum.

Þeir eru oftar en ekki flóttamenn fré íslömskum ríkjum en taka svo bara með sér það sem þeir eru að flýja ss. íslamska trú/pólitík og vandræðin halda bara áfram á þeim stað sem tók við þeim.

Það er fáránlegt að segja að þeir sem eru á móti þessum kenningum séu rasistar þar sem þetta eru allra þjóða menn sem aðhyllast þennan ósóma sem á ekkert erindi við okkur

Wilfred (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband