19.2.2015 | 23:33
Hálf sviðsmyndin?
Íslendingar tóku á sig að jafna út 200 milljarða króna halla á ríkissjóði við Hrunið. Það kostaði svo harðar aðhaldsaðgerðir að enn í dag sjáum við það blasa við á mörgum sviðum þjóðlífsins, svo sem í heilbrigðiskerfinu og ástandi vegakerfisins.
Ef þetta var ekki og er ekki aðhald, þá hvað?
Íslenskir skuldarar tóku á sig gríðarlegar byrðar og stórfellda kjaraskerðingu vegna falls þeirrar sömu íslensku krónu og færð eru rök að að hafi bjargað okkur.
Ef það var ekki "aðhald", þá hvað? Stutt er síðan farið var í tæplega 100 milljarða skuldaleiðréttingu út af falli krónunnar.
Í þessu tvennu, sem nefnt er hér að ofan, felst helmingurinn af sviðsmyndinni, svo notað sé vinsælt nýyrði.
Hinn helmingurinn af sviðsmyndinni snýst um Icesave þar sem í fyrri samningunum í því máli átti að láta hvern íslenskan skattgreiðanda borga 25 sinnum meira en hvern breskan eða hollenskan.
Það var svo fáránlega ósanngjarnt að ekki var hægt að láta það mál enda svona.
Margir virðast hins vegar vera búnir að gleyma því í hve óskaplega erfiðri stöðu og undir hvílíkri pressu við vorum gagnvart öllum þjóðum í Evrópu nema Færeyingum.
Það eina sem gat bjargað okkur var að vinna okkur tíma og þar vorum við svo heppin að hafa 26. grein stjórnarskrárinnar sem gaf forseta Íslands færi á málskoti og því að taka málið upp að nýju, auk þess sem forsetinn var afar öflugur og nauðsynlegur talsmaður okkar erlendis.
Íslendingar höfnuðu þeirri tegund "aðhalds" sem fólst í einstaklega ósanngjarnri skiptingu á byrðum Icesave, sem átti að þvinga okkur til að gangast undir.
Það sýnist vera sá helmingur "aðhaldsaðgerðanna" sem forsetinn á við.
Íslendingar höfnuðu aðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:00
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:00
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:03
19.6.2012:
"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."
Hálf Icesave skuld greidd
19.12.2014:
Búið að greiða 85% af Icesave skuldinni
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:04
Framsóknarflokkurinn verður nú að láta sér detta eitthvað annað í hug en Icesave.
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2015:
Samfylking 18,5%,
Björt framtíð 13%,
Píratar 12%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 54,5% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 13%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:06
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:07
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:08
Glæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 00:12
nú er ég hissa vill ómar ekki fara í gömlu vagnslóðana til að vernda umhvervið
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 09:35
Hvaða BRÍMA-SKEIÐ er þetta eiginlega???
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 09:46
Þetta fer versnandi, Jón Logi...Og nú virðast töflurnar vera á þrotum !
Már Elíson, 20.2.2015 kl. 11:55
lánaði ómari töflurnar virðist ekki virka. svo er verið að reina að kenna mér stafsetníngu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.