Frelsið keppir við ófrelsið.

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. Þetta er eitt af grundvallaratriðum frelsisins, sem samt það atriði sem menn vilja helst ekki kannast við. 

Fjarskiptabyltingin hefur fætt af sér stóraukið frelsi einstaklinganna, en jafnframt leitt af sér harða samkeppni við það ófrelsi sem hleranir og hvers kyns kúgun í gegnum hina nýju tækni hafa leitt af sér. 

Fyrir tæpum 70 árum leiddu heimilissímarnir til öndvegis nýtt frelsi til samtala og samskipta í þéttbýli. Úti í sveitum gátu hins vegar allir í sveitinn hlerað öll símtöl. 

Fólk sætti sig við það af því að allir vissu um þetta ófrelsi og höguðu sér samkvæmt því. 

Síðar var símunum lokað í sveitum eins og í þéttbýli.

2005 uppgötvaði ég að sími minn og hinna ótrúlegustu annarra Íslendinga var hleraður og hef síðan verið meðvitaður um það.

Það versta við nýja ófrelsið er að það er líka hægt að stela verðmætum, valda fólki miklum vandræðum og komast upp með það.

Lýsing Orwells á ríki og ofurveldi "Stóra bróður" er veruleiki dagsins.

Og það skondna er að margir þeir sem hæst gaspra um frelsið eru líka hörðustu talsmenn aðgerða á hendur hverjum þeim, sem valdinu er í nöp við og sveipa þann vilja sinn inn í frasa eins og "forvirkar aðgerðir".

Og sömuleiðis sækja þeir að ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi.   


mbl.is Gátu hlerað síma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Símanúmerið í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, var tvær stuttar og í símanum var stundum talað undir rós (sub rosa).

Og í Reykjavík var töluverður samsláttur í símalínum, þannig að menn heyrðu þá oft samtöl annarra.

Undirritaður heyrði til dæmis samtal Friðriks Ólafssonar, þáverandi skrifstofustjóra Alþingis, þegar ég hringdi í annan mann frá Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti.

Því var öruggast að hitta menn til að mynda á kaffihúsum ef enginn annar mátti heyra samtalið.

Og þannig er það enn.

Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 12:34

2 identicon

Fyrir ekki löngu síðan voru menn handteknir í Frakklandi fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá sem myrtu teiknara og gyðinga.  Þær handtökur voru gerðar í nafni tjáningarfrelsis....

Sem sýnir bara að þessi mál eru ekki sérlega einföld.

Fyrir stuttu síðan vitnaði Ómar í Roosevelt um 'Frelsi frá ótta'.  Frelsistakmörkunin sem hér er til umræðu ("forvirkar rannsóknarheimildir") eru gerðar (í orða allavega) til að vernda það frelsi.

Einfaldar málið ekki.

Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af því þó Kaninn, Kínverjinn, Rússinn eða jafnvel löggan hér hleri símann minn.  Verra þætti mér ef aðrir aðilar gætu sótt símtölin og smsin og tölvupóstinn og gert opinber (Vodafone), því þó ekki séu þar að finna nein stórkostleg leyndarmál, gætu þó verið þar að finna einkamál sem koma öðrum ekki við.

ls (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 13:19

3 identicon

Þó er enn allt á huldu um símtal aulanna Davíðs og Geirs sem kostaði þjóðina 80 milljarða og það í alvöru peningum. Davíð enn ofur hress í Hádegismóum og Geir orðinn sendiherra í Washington með splunkunýja hárkollu.

Já, það er ekki öll vitleysan eins á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 14:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athugið að hér er ekki aðeins um að ræða bandarísku þjóðaröryggisstofnunina sem kemur fáum á óvart lengur með uppátækjum sínum, heldur einni hina látlaust titluðu "fjarskiptamiðstöð breskra stjórnvalda" (GCHQ) sem er í raun aðeins eitt stórt hlerunarapparat. Þegar talað er um "sérstakt samband" Bandaríkjanna og Bretlands, þá er það vegna þess að hver af öðrum liggjandi á línunni og eru þess vegna alltaf í gópu sambandi. :)

Ekki má heldur gleyma að þegar hrunið varð lágu mestallar fjarskiptatengingar Íslands (og gera að talsverðu leyti enn) í gegnum Bretland. Frægt varð þegar gröfustjóri á villigötum nálægt Edinborg í Skotlandi varð þess valdandi að Ísland varð netsambandslaust við útlönd í að minnsta kosti dagstund.

Hvaða halda menn annað en að GCHQ eigi meira og minna allt íslenska hrunið vistað á hörðum diskum, þar á meðal hið fræga símtal forsætisráðherra við seðlabankastjóra, auk sendinga frá njósnatölvunni sem fannst á Alþingi í febrúar 2010, í aðdraganda fyrri Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar?

Núna eru samskiptaleiðir til og frá landinu orðnar fjölbreyttari, en engu að síður liggja sumar þeirra ennþá um varasöm landsvæði.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2015 kl. 22:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki má heldur gleyma því að mörlenskir peningaseðlar eru prentaðir og mynt slegin í Englandi og þannig geta Tjallarnir komið fyrir háþróuðum njósnabúnaði sem hlerar alla Mörlendinga úr seðlaveskjum og vösum þeirra.

Og þar að auki hefðu þeir getað prentað mörlenska peningaseðla í stórum stíl og þannig greitt sjálfum sér eins mikið og þeim sýndist.

Ef seðlarnir væru einhvers virði erlendis.

Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 22:59

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðverjar gerðu þetta einmitt við breska pundið í seinni heimstyrjöldinni. Njósnurum þeirra tókst að stela prentmótum fyrir bresk pund. Svo var prentað í gríð og erg og heilu vörubrettunum af seðlum varpað úr sprengjuflugvélum yfir Bretlandseyjar, í því skyni að fella gengi pundsins.

Þjóðverjarnir voru ekki að prenta þessa seðla til að kaupa neitt með þeim, heldur til þess að nota sem eitt af mörgum vopnum í stríðinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2015 kl. 23:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, hef lesið það.

Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband