20.2.2015 | 15:55
Hvaða "hópar eru á móti jarðstrengjum"?
Í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna kemur fram, að enda þótt háspennuloftlínur hafi ekki mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisspjöllin í för með sér, finnst ferðamönnunum þær trufla mest upplifunina af íslenskri náttúru.
Á fundi í morgun sagði maður frá Dalvík að ákveðnir hópar væru á móti raflínum, bæði loftlínum og jarðstrengjum og þess vegna væri allt strand í þeim málum.
Í fréttum Bylgjunnar í hádeginu vildi hann hins vegar ekkert tiltæka um hverjir þessir "hópar" væru.
Fróðlegt væri að heyra hvaða hópar þetta eru. Hverjir eru til dæmis á móti jarðstrengjum?
Veikir samningsstöðu Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Karlinn hefur hlaupið á sig og er með jarðstrengi eftir áhlaupið.
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 16:36
Snjóþungt í Dalvíkurbyggð og væntanlega gáfulegra að leggja þar jarðstrengi en að gera sífellt við raflínur vegna brotinna staura með tilheyrandi rafmagnsleysi langtímum saman.
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 16:48
Á bæjasrtjóra Dalvíkurbyggðar var helst að skilja að rafmagnsleysi ógnaði auknum mjöltum í Svarfaðardal og væri það af völdum öfgasinna sem tefðu reisningu 600MW loftlínu um Sprengisand!
Lesendum og bæjarstjórum er bent á að 600MW dygðu til að mjólka allar kýr vestan Úralfjalla samtímis.
Auglýsing þessa fundar var myndskreytt með groddalegustu gerð raflínu sem um getur. Í því felst einmitt vandi raforkukerfisins. Landsneti hefur ekki borið gæfa til þess að byggja flutningsmennvirki í sátt við samfélagið, hefur margoft farið með rangt mál um verð jarðstrengja og í raun er það vanhæfni stjórnenda Landsnets sem kemur í veg fyrir farsæla uppbyggingu raforkukerfisins.
Hér má sjá þessa mögnuðu fundarkynningu:
https://www.facebook.com/jardstrengir/photos/a.329106290548987.1073741827.303274063132210/650240821768864/?type=1
Gefið er í skyn að nú sé komið upp óvæntur vandi, orkuskortur og óstöðugleiki í raforkukerfinu.
Núverandi ástand er skilgetið afkvæmi Kárahnúkavirkjunar og var fyrirfram þekkt.
Á því tímabili sem til stóð að reisa Fljótsdalsvirkjun, lá ljóst fyirr að virkjunina yrði að tengja suður um Sprengisand til Tungnár/Þjórsár virkjana.
Þegar blásið var til Kárahnúkavirkjunar var hinsvegar ákveðið að segja Sprengisandslínu óþarfa, -einfaldlega til þess að þurfa ekki að berjast samtímis á "Austur og Vestur vígstöðvunum" (það muna allir hvernig fór fyrir "Hjalta" um árið).
Nú er hinsvegar liðinn "hæfilegur tími" frá fyrsta fasa Kárahnúkarimmunnar og tímabært að ráðast í næsta áfanga. Virkjunin er því nokkurskonar "túrbínutrix" fyrir Sprengisandslínuna.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 17:34
Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðilar að samtökunum eru allar hitaveitur og rafveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum og nokkrum fráveitum. En hvernig stendur á því að í hvert sinn sem Íslendingur skrúfar frá krana eða kveikir á ljósaperu þá er hann að halda uppi hörðum lobbíisma og ofstækisfullri stóriðjustefnu, sem var næstum búin að ríða sumum þessara opinberu fyrirtækja að fullu.
Torfi (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 21:47
Allir sem hafa rafsegulóþol ca:10% mannkyns og eða eru viðkvæmir og önnur 10% til viðbótar, þetta fólk þjáist ótrúlega mikið af þessum fyrirbærum öllum og eru sí-veik þess vegna.
Orkulínur jarðarinnar eru flókið fyrirbæri og þegar þær skera orkukerfið þá mengast það líkt og tær fjallalækur af opinni skolpleiðslu. Þetta þolir fólk misvel og mislengi 30-50 ár kanski, en á endanum falla allir sem í því eru til langframa, en fáir skilja hvað veldur. Það eru ógrynni til af svona áhugamannafélögum um allan heim.
http://www.electricalpollution.com/
http://geislabjorg.is/index.php?option=com_content...
http://www.isholf.is/vgv/
Hvað þetta fyrirbæri varðar þá eru jarðlagnir eiginlega enn verri en loftlagnir og þar á ofan sjást þær ekki svo fólk getur síður varað sig á þeim.
Það er fróðlegt að setja í leitarvél "doctor dna emf "
og einnig " geopathicstress "
Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 22:33
Haraldur, -Það er ekkert rafsvið í kringum háspennustrengi. Þeir eru skermaðir. Ómögulegt er að ná fram nothæfri einangrun án slíkrar skermunar. Tal um rafsvið frá slíkum strengjum er hrein firra.
Háspennustrengjum fylgir hinsvegar segulsvið sem er óháð spennu en er í beinu sambandi við þann straum sem eftir þeim fer. Slíkt segulsvið er alfarið lóðrétt, beint upp af strengjunum.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 22:43
Það er líka stórhættulegt að láta bólusetja börnin sín.
Og jarðstrengur vafðist utan um fæturna á þessum, þannig að hann var næstum búinn að hengja sig:
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 22:44
Í Síþjóð mæla náttúru samtök með að ef menn neiðast til að legga stengi
séu þeir frekar sverari en grenri en haghvæmni segi til umm.
Orkutöpin eru skaðlegri náttúruni enn framleiðsla á strenguum.
Stefán Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 23:26
Raflínur í jörð - Einfaldlega hagkvæmast
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 00:11
Raflínur í jörð - Danmörk
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 00:14
Raflínur í jörð - Frakkland
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 00:39
Ég veit um einn gaur sem virðist vera á móti öllu. Hann mótmælir virkjunum, vegum, raflínum, lokunum á lítt notuðum varaflugbrautum og eiginlega hverju sem er. Hann er gamall og honum finnst komið nóg af framkvæmdum. Hann vill jafnvel láta friða götuna sem hann ólst upp í svo engar frekari breytingar verði þar, sárast þykir honum að búið er að malbika yfir drullupollana sem hann lék sér í sem barn.
Hver hóll og hver foss er svo einstakur að ekki má við hrófla, hvert snjókorn skal setja í frysti og varðveita svo einstakleiki þess tapist ekki fyrir komandi kynslóðir sem vinna skulu við það að búa um rúm fyrir útlenda túrista og prjóna lopapeysur þær stundir sem ekki fara í að dást að einstakleika allra hluta. Allt verður betra þegar ekkert verður gert.
Kannast ekki fleiri við kauða?
Vagn (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 04:38
Ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi til dæmis verið á móti álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun og nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur.
Hvað þá nýjum göngustígum, viðhaldi á þeim gömlu og stærri bílastæðum við ferðamannastaði.
Þar að auki að leggja raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 06:16
"Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlína verður um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009 [um 35 milljarðar króna á núvirði], en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir."
Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 07:46
17.2.2015 (síðastliðinn þriðjudag):
"Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna í ár, eða ríflega ein milljón króna á hvern Íslending.
Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára en þau eru áætluð um 640 milljarðar króna í ár."
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna "langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar.""
Spá 342 milljarða króna útflutningstekjum ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 07:59
8.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.