Tímanna tákn, niðurlæging Náttúrminjasafnsins?

Ferðamenn, sem koma til Íslands, eru að fara yfir milljón á ári og ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins, mælt í peningum, yfir 350 milljarðar á ári.

Meira en 80% ferðamanna segjast vera komnir vegna einstæðrar náttúru landsins.

Hinn eldvirki hluti Íslands er talið eitt af sjö merkustu náttúrufyrirbærum Evrópu og í hópi 40 merkustu náttúrufyrirbæra heims.

Á sama tíma fær eitt af þremur höfuðsöfnum landsins, Náttúruminjasafnið 5% - 10% af fjárveitingum hinna tveggja safnanna, skrifstofu þess er hent úr húsnæði sínu út á guð og gaddinn í boði forsætisráðherra og Háskóla Íslands, og ástand og verustaður fyrir muni safnsins er þjóðarskömm. 

Tímanna tákn? 

 


mbl.is HÍ fær gömlu Loftskeytastöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mun fleiri en ein milljón erlendra ferðamanna komu hingað til Íslands í fyrra, 2014.

27.11.2014:

"Ef tekið er tillit til þess að mælingar á komum ferðamanna í gegnum Leifsstöð ná einungis til um 96% þeirra sem hingað koma eru miklar líkur á því að erlendir ferðamenn verði rúmlega 1 milljón árið 2014.

Að auki komu hingað til lands árið 2014 yfir eitt hundrað þúsund gestir með skemmtiferðaskipum, sem ekki eru inni í tölum um ferðamenn.

Heildarfjöldi erlendra gesta gæti því orðið um 1,1 milljón árið 2014."

Um 1,1 milljón erlendra ferðamanna komu hingað til Íslands í fyrra, 2014

Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 01:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hugmyndin um að hafa náttúrugripasafn í Perlunni fékk mestan hljómgrunn meðal erlendu ferðamannanna sem þangað höfðu komið, eða meðaleinkunnina 7,6 af 10 mögulegum."

Erlendir ferðamenn í Reykjavík sumarið 2014

Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 02:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 erlendir nemendur frá 81 landi voru í Háskóla Íslands á síðasta skólaári, 2013-2014.

Erlendir nemendur í til að mynda Háskóla Íslands eyða hér miklu í til dæmis húsnæði, mat, bækur, skemmtanir og ferðalög um landið að minnsta kosti allt skólaárið.

Og kynna einnig Ísland í sínum heimalöndum.

Erlendir nemendur í Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 02:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 erlendir nemendur í Háskóla Íslands einum eru á við um 44 þúsund erlenda ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi í eina viku.

Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 02:59

6 identicon

Á Alþingi hvílist kjaftakvörnin,

kvað það vera þrautavörnin,

meðalþroski og greind,

mæld voru með leynd,

og því miðast við grunnskólabörnin!

surprised

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/02/20/thingmenn_vildu_fa_vetrarfri_2/

Þjóðólfur þingmaður í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband