Án "fjórða valdsins" hrynur þrískipting lýðræðislega valdsins.

Margir hafa horn í síðu fjölmiðlanna og telja þá vera of fyrirferðarmikla og valdamikla. 

Þeir telja að þrír hlutar valdsins, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sé fyllilega nægilegt í skipan nútíma lýðræðisþjóðfélags.

Þessir armar valdsins séu fullfærir um að ná í og hafa hjá sér þær upplýsingar sem þarf til að framkvæma ríkisvaldið.

Reynslan sýni að fjölmiðlum sé oft misbeitt gróflega og því hið besta mál að draga úr þeim tennurnar. 

Nú er það svo að fjölmiðlamenn geta alveg eins gert mistök og aðrir, þannig að sú röksemd, að þeim séu stundum mislagður hendur, á alveg eins við hjá þeim sem vinna við framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald.

Og þegar litið er yfir tilnefningar til blaðamannaverðlaunanna fyrir árið 2014 sést vel hve miklu hlutverki fjölmiðlar gengdu á ýmsum sviðum til þess að koma mikilsverðum málum í umræðu það ár hjá þremur greinum valdsins, málum sem sum hver hefðu annars ekki verið til umræðu eða umfjöllunar, hvað þá komið fyrir dómstóla. 

Sum þessara mála kunna að vera óþægileg fyrir valdaöfl sem þess vegna vilja þagga þau niður og velja stundum fjölmiðlafólki hin verstu nöfn.

En lýðræðið og þrískipting valds þess er gagnslaust nema til sé svið, sem fæst við það að koma nauðsynlegum og réttum upplýsingum og staðreyndum á framfæri svo að fólkið geti notað sitt lýðræðislega vald.

Annars er allt tal um lýðræði orðin tóm.      

 


mbl.is Mbl.is tilnefnt fyrir umfjöllun ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar almenna krafan um ábyrgðir á námslánum var afnumin var sérstaklega tekið fram við þá lagasetningu að hún nái ekki til lánsloforða sem veitt voru fyrir gildistöku laganna, sbr. bráðabirgðaákvæði laga nr. 78/2009."

Lög nr. 78/2009 Lánasjóður íslenskra námsmanna (afnám skilyrðis um ábyrgðarmenn)

Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 01:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"8. gr.

     Ekki verður gerð aðför í fasteign þar sem ábyrgðarmaður býr eða fjölskylda hans ef krafa á rót sína að rekja til persónulegrar ábyrgðar.

     Lánveitandi getur ekki krafist gjaldþrotaskipta á búi ábyrgðarmanns ef krafa hans á rót sína að rekja til persónulegrar ábyrgðar nema hann geri sennilegt að um sviksamlegt undanskot eigna ábyrgðarmanns hafi verið að ræða."

"12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögin taka til ábyrgða sem stofnað hefur verið til fyrir gildistöku þeirra [2. apríl 2009] að frátöldum 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 8. gr."

Lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 05:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband