21.2.2015 | 16:31
Á að flá kindina í stað þess að rýja hana?
Í gamla daga var sagt að það væri hyggilegra að rýja kindina heldur en að ganga það hart að henni að flá hana.
Þetta kemur upp í hugann varðandi það hvernig virðist eiga að ganga að Grikkjum með hnúum og hnefum til að kreista út úr þeim fjármuni, sem þeir eiga ekki lengur og heimta af þeim skuldagreiðslur sem þeir eiga heldur ekki neina möguleika lengur á að greiða.
Þegar þjóðarframleiðslan hefur minnkað um marga tugi prósenta og atvinnuleysi er 25% og allt upp í 50% hjá unga fólkinu, blasir við að allt tal um að svo lemstrað þjóðfélag geti borgað svimandi háar skuldir sínar er augljós fíflagangur og tómt mál að tala um það, hvernig þessar skuldir urðu til, - þeirri fortíð verður ekki breytt heldur einungis um það að ræða að afskrifa þær eins mikið og þarf.
Því að eini möguleikinn í svona gjörtapaðri stöðu er að leita að lausn, sem getur aukið þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur Grikkja á nýjan leik svo að þeir eigi möguleika á að komast á fæturna í stað þess að stefna inn í enn meira svartnætti en nú blasir við.
Þurfa að uppfylla ströng skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grikkir hafa fengið lánaða peninga að þeirra eigin ósk og því ekki verið að kreista út úr þeim meiri fjármuni.
Og allir þurfa að uppfylla skilyrði fyrir lánveitingum.
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 18:52
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:15
2.2.2015:
"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.
Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."
Will Greece Default On Its Debt? - Forbes
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:19
Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:
Japan 245,4%,
Bandaríkin 108,1%,
Ísland 91,9%,
Evrópusambandið 89%.
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:22
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:23
20.2.2015 (í gær):
Portúgal segir Grikki verða að standa við samninga
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 19:32
Málið er að í plani IMF/ESB/Grikklands er mekkanismi sem á að leiða til að Grikkland komist útúr krísunni og skuldir verði viðráðanlegar. Sem gefur að skilja tekur það nokkur ár.
Gallinn við Syriza bandalagið er, að undanfarin misseri og ár hafa þeir keyrt á því lýðskrumi, að til væri eitthvað trikk sem reddaði bara málum að mestu. Sáraeinföld trikk o.s.frv. en hinir flokkarnir væru svo vondir, að þeir vildu ekki gera það lítilræði fyrir Grikkland að framkvæma fjármálalegt töfratrikk eða til vara að þeir væru svo vitlausir.
Burðarás þessa lýðskrums var niðurfelling skulda. Ríkisskulda. Þetta átti bara að vera ekkert mál og uppsetningin var þannig, - að þetta hefði stuðning annara Evrópuríkja!
Nú er staðreyndin komin í ljós: EKKERT ríki innan Evruhóps féllst á þetta upplegg. Ekkert.
Stóri gallinn við þetta upplegg Syriza er, - að það er gjörsamlega óraunhæft að ætla að fara þessa leið. Allar leiðir betri en tal um að Evrópuríki svo sem Slóvakía, Finnland, Portúgal, Írland og Eystrasaltsríki, - eigi að fara að borga skuldir grikkja og laun opinberra starfsmanna auk eftirlanagreiðslna.
Það sjá allir sem hugsa málið undireins að þetta upplegg gengur ekki og er nánast dónaskapur ef haft er í huga, að á hina hliðina hótuðu grikkir úrgöngu úr Evrunni.
Í för Syriza forsvarsmanna um Evrópu eftir kosningasigurinn heima, kom þetta soldið mikið út eins og grikkir væru að reyna að blackmaila Evrópu.
Taktíkin var alveg misheppnuð. Allt of stuðandi. Og orð sem voru látin falla í garð þjóðverja fyrir neðan allar hellur, að mínu umati.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2015 kl. 20:48
"Og orð sem voru látin falla í garð Þjóðverja fyrir neðan allar hellur, að mínu mati."
Þetta er rétt hjá Ómari Bjarka. Það hafa einmitt verið Þjóðverjar sem hafa verið Grikkjum hliðhollir, ekki síst vegna þekkingu, aðdáun og respekt þeirra á hellenskri fornmenningu. Engir hafa verið eins duglegir og Þjóðverjar að læra grísku til að geta lesið og nálgast gríska mennningu og þjóðarsálin.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 21:40
Edit: ..ekki síst vegna þekkingar, aðdáunar..
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 21:45
Íslenska ríkið fékk gríðarhátt lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og vinstri stjórnin hér á Íslandi 2009-2013 sýndi þennan árangur:
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 22:13
Ef bíldruslan okkar væri orðin svo slöpp að við réðum ekki við viðhalds og viðgerðakostnað þá væri rétt að endurnýja.
Veðbönd yrðum við samt að gera upp. – Það getur kostað pening að henda gömlum bíl.
Lánið sem Kaupþing fékk sama dag og Geir Harde sagði “Guð blessi Ísland” er ennþá óupplýst sakamál.
Þennan sama dag voru sett neyðarlög.
Man nokkur eftir þessu í dag?
Kveðja,
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 22:23
18/10/2009 at 16:25 (UTC 0)
„Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að menn átti sig á því að jafnvel þótt Seðlabankinn beiti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að hemja gengi krónunnar þurfi þjóðarbúið að verða sér úti um stór erlend lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.
Auk þess þurfi að endurfjármagna lánin. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera hagstæðustu fjármögnun sem íslenska ríkinu stendur til boða
Of dýrar lántökur ríkisins myndu bitna hart á fyrirtækjum í landinu og þá einkum og sérílagi orkufyrirtækjunum.
Nú sé brýnast að menn átti sig á því hvaða lán séu hagstæðust í þessum tilgangi.
Litháen hafi til að mynda brugðið á það ráð að gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði.
Litháar [sem þá voru ekki á evrusvæðinu] þurfi að greiða hátt verð fyrir þá lántöku eða um 8% í vexti.
Ef þessi leið yrði farin hér á landi þyrfti Ísland að greiða hærri vexti, eða um 10%.
Friðrik bendir á að vextir af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu mun lægri, eða um 3%.“
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 22:27
ómar - ég held að þetta sé ekki rétt hjá þér "að ganga að Grikkjum með hnúum og hnefum til að kreista út úr þeim fjármuni" grikkir eru að biðja um meiri peningar þannig að .....
Rafn Guðmundsson, 21.2.2015 kl. 22:34
Stundum ofbýður mér of mikið trúarboðskapur ESB sinna.
Veit Ómar að Grikkland sóttist eftir að vera stofnaðili að myntsamstarfi Evrópu?
Veit Ómar að Grikklandi var hafnað að gerast stofnaðili, vegna þess að þeir viru langt frá því að standast kröfur til þess?
Veit Ómar að tveimur árum seinna stóðust grikkir með undraverðum hætti kröfum um þátttöku myntbandalagsins með samþykki ESB?
Veit Ómar um að grikkir og frakkar voru staðnir að fölsun ríkisbókhalds og að ESB ákvað að blinda bæði augun ...
Hefur eihver hugmynd um að hægt sé að efast um hagfræðitölur með tiltölulegri einfaldri reiknisaðferð sem kölluð er Benfords law?
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 23:45
Hver er þessi "trúarboðskapur ESB-sinna", "Leibbi Leibbs"?!
Þorsteinn Briem, 21.2.2015 kl. 23:54
20.8.2009:
"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008], tvöfalt meiri en spænskra heimila, en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:02
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:03
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:04
Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.
Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.
Jöklabréf
En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:06
Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í um sex og hálft ár.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.
Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.
Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.
Á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Falli hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:16
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:18
Veit ekki hvort þeta orðasamhengi hafi bergmálað í hausnum á þér með þeirri afleiðingu að það gjörsamlega rústaði allri vitund um að hugsanlega væru til þeir sem væru mögulega mótfallnir inngöngu í ESB.
Vona að þú fallist á að fólk eigi að hafa sínar eigin skoðanir en ekki dragnast með skoðanir annara ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 00:18
Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.
Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.
Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:18
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:19
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 00:22
Það að vera í Evrunni hefur ekkert með vexti að gera.
Grikkland er með 10 ára vexti upp á 9,92% sem er um 50% hærra en Ísland og 26 sinnum hærra en Þýskaland sem er líka Evruland.
Þeir eru svo með 16 sinnum hærri vexti en Frakkland og 6 sinnum hærri vexti en Ítalía og Spánn sem eru allt ríki sem eru við það að fara í gjaldþrot.
Grikkland hefur líka gríðarlegann viðskiftahalla sem hefur verið viðvarandi að minnsta kosti frá aldamótum,línuritið mitt nær ekki lengra.
Ofan á allt saman er þjóðarframleiðsla á mann mjög lág,ca einn þriðji af þeirri Íslensku.
Grikkir eru ekki að fara að borga neinar skuldir,enda hefur fjármálaráðherra þeirra sagt það skýrt og skorinort.
En þar sem þeir eru ekki sjálfstætt ríki segir Merkel bara nei,þið verðið ekkert gjaldþrota.
Þeir eru líka í þeirri einkennilegu stöðu að þó þeir séu með bullandi neikvæðan vöruskiftajöfnuð og séu lika gjadþrota þá lækkar ekki gengi gjaldmiðilins.
Við ættum kannski að hækka gengi krónunnar upp í það sem það var á "góðæristímanum" og athuga hvernig það færi.
Það er nákvæmlega það sama sem grikkir eru að berjast við,gjaldmiðillinn segir að það sé góðæri en þeir eiga ekki fyrir nauðþurftum.
Það sem þarf að gera er að lofa öllum kamrinum að hrynja strax,hann gerir það á endanum hvort sem er.
Kannski það verði Grikkland sem veltir þessu um koll
Borgþór Jónsson, 22.2.2015 kl. 01:19
Grikkland skuldar öðrum evruríkjum langmest og þau geta samið við Grikkja um skuldir þeirra.
Og það er hvorki vilji Evrópusambandsins né Seðlabanka Evrópu að Grikkland verði gjaldþrota, enda hefðu Grikkir ekki fengið lán hjá þeim ef svo væri.
Nýja gríska ríkisstjórnin hefur sagt að Grikkir muni greiða skuldir sínar og vill að Grikkland verði áfram í NATO, enda er Tyrkland einnig í NATO.
Bandaríkin eru eitt ríki en Evrópusambandsríkin eru hins vegar langt frá því að vera eitt ríki.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:26
Á evrusvæðinu búa nú um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.
Í Grikklandi búa hins vegar einungis um 11 milljónir manna, 3% af íbúum evrusvæðisins, en í Evrópusambandsríkjunum 28 búa nú um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.
Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.
Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:27
"Stórríkið":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:29
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:48
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:
Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
Aðlögun flotans.
Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
Veiðistjórnun og öryggismál.
Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:49
Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 01:53
Það sem er rétt hjá Borgþóri er líklega, - að grikkir eru einmitt ekki að fara að borga neinar skuldir að ráði á næstunni. Það er eitt af því íroníska í málinu og eitt af því sem leiðir vel í ljós lýðskrumseffektinn í máli Tsiprisar og Syriza.
Það eru því ekki skuldirnar per se sem er vandamálið á komandi misserum, því vextirnir hjá ESB eru nánast núll prósent.
Vandinn liggur því augljóslega annarsstaðar.
Vandinn liggur innra með Grikklandi.
Í efnahagssamdrætti álíka og varð á Íslandi og fleiri ríkjum um og uppúr 2008, - þá eru ekki til nema tvö ráð fyrir ríkið: 1. Draga saman útgjöld. 2. Auka álögur.
Það eru aðeins þessi tvö atriði til staðar í raunveruleikanum og engin önnur. Engin. Ef einhver segir eitthvað annað, - þá er hann að ljúga.
Þetta feiluðu grikkir að gera og deila má um afhverju nákvæmlega þeir feiluðu.
Það sem gerist ef menn feila er, að ójafnvægi og skuldir geta safnast upp ógnarhratt. Þetta fattaði SJS alveg hér heima. Skiptir mestu að bregðast hratt við og taka skellina þar sem þarf að taka þá. - og halda svo áfram.
En við munum alveg umræðuna á Íslandi. Það kom upp umræðan um að ganga í Parísarklúbbinn. Það væri útilokað að Ísland gæti komist útúr þessu. Sú umræða hlaut þó nokkurn hljómgrunn hér uppi.
Sú umræða komst samt aldrei á eins mikið flug og í Grikklandi og þar var sennilega mest um að þakka traustri stjórn SJS á efnahags- og fjármálum ríkisins.
Það er engu líkara en stofnanir og infrastrúktúr grikkja sé ekki nægilega sterkur til að framfylgja því sem þarf að gera. Sérkennilegt skattafyrirkomulag í Grikklandi er engin mýta. Þetta er eitthvað furðulegt kerfi sem við skiljum tæplega. Það er eins og það sé afar erfitt í Grikklansi að leita jafnvægis með beitingu hefðbundinna skattaálaga eins og þekkist í flestum Vestrænum ríkjum.
Það athyglisverða við Syriza í frmhaldinu verður ekki síst hvernig þeim muni ganga að virkja stjórnkerfið. Eg held það muni ganga illa hjá þeim.
En að vísu byggir þetta líka á því hvernig grískur almenningur bregst við. Syriza hefur núna sett á spunaleikrit heima í héraði þar sem þeir hafa eftir gærdaginn brotið blað og þá, að mér skilst, heimssögulega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2015 kl. 01:55
Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
21.2.2015 (í gær):
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 07:08
Grikklandsmálið er nefnilega hið merkilegasta.
Svo maður geti þess nú líka sem gott er við Syriza er, að þeir hafa boðað miklar strúktúral breytingar á kerfinu. Svo sem skattalega og varðandi félagslega þætti.
Það er nefnilega viðkomandi ríkja að ráða því hvernig þeir bregðast við í samdrætti. Hvernig þeir auka álögur og hvernig þeir draga saman.
Syriza hefur boðað breytingar á fyrri uppleggjum
Td. hafa þeir talað um að kirkjan þyrfti að borga meira, því kirkjan er að mér skilst undanþegin fasteignaskatti að einhverju eða miklu leiti og kirkjan á miklar eignir í Grikklandi.
Eg er ekki að sjá að það atriði verði auðvelt hjá Syriza því samstarfsflokkurinn er öfga-hægriflokkur með kristnu ívafi.
Á mánudaginn ætlar Syriza að birta lista um breytingar sem þeir hyggjast ráðast í. Þá fer virkilega að reyna á.
Það er þegar byrjað að safnast fyrir óánægja varðandi það að Tsipras hefur bakkað frá öllum megin loforðum Syriza fyrir kosningar. Sem var skuldaniðurfelling og aukin útgjöld ásamt niðurfelling ýmissa aðhaldsaðgerða fyrri stjórna. Hann hefur bakkað frá þessu mest öllu og sumir vilja meina að óveðursskýin safnist nú upp innan Syriza flokksinns. Því Syriza er í raun bandalag margra smáflokka, aðallega á miðju og tilvinstri og viðhorfin til grundvallarmála í flokknum eru fjölbreytt. Td. eru sum öfl þar inni einfaldlega á móti ESB og vilja helst Grikkland úr Sambandinu eða allavega þeir taki upp eigin mynt.
Það verður rosalega erfitt fyrir Tsipras að spila úr þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2015 kl. 11:46
Hversu mörg mannslíf og heimili EES/ESB-búa mega þessir svokölluðu EES/ESB-styrkir kosta, til að þeir verði siðferðislega og mannúðlega réttlætanlegir?
Eru bankastofnanir spillingaraflanna virkilega meira virði en fólkið, innan EES/ESB? Hvernig er hægt að rökstyðja og réttlæta forgangsbjörgun á peningafölsun glæpabanka?
Er virkilega ekkert eftir af siðferði og mannúð í hreppstjórnar-miðstýringarstjórnsýslu EES/ESB?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2015 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.