"Áunnin fáfræði" er oft knúin áfram af stundarhagsmunum.

Allt fram til ársins 2006 trúði ég því þessari fullyrðingu öflugasta fjölmiðlamanns allra tíma: "Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Ég trúði því að með því að birta óhlutdrægar upplýsingar og gera mismunandi skoðunum jafnhátt undir höfði myndi fást fram skynsamlegasta niðurstaðan í umhverfis- og náttúruverndarmálum á Íslandi. 

Þetta reyndist tálsýn. Strax árið 1999 fór í gang herferð gegn starfi mínu og var þess krafist að ég yrði rekinn frá RUV fyrir að "misnota aðstöðu mína" með "einhliða áróðri" og "einokun á umfjöllun".

Rökin fyrir þessari kröfu voru þau að ég hefði sýnt myndir af virkjunarsvæðum, en það hefði enginn gert fyrr og því hlytu slíkar myndbirtingar út af fyrir sig að vera hlutdrægar.

Vanræksla mín og annarra fram að því í að sýna virkjunarsvæðin var talin vera rök fyrir því að ekki ætti að fjalla um virkjunarsvæði og áhrif virkjana, af því að fyrirfram væri vitað að svæðin væru einskis virði, hefðu ekki kunnug fólki fram að því og að það eitt sannaði að þau væru ekki krónu virði!

Svona viðbrögð voru mér svo sem ekki ókunnug, því að svipuðu hafði verið haldið fram þegar ég sýndi ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi á níunda áratugnum í þáttum og fréttum.

Það var argasta hlutdrægni að sýna ástand landsins.  

Á vegum útvarpsráðs 1999, var umfjöllun mín um virkjanamál rannsökuð rækilega, einkum sú ásökun að ég hefði verið hlutdrægur í birtingu mismunandi sjónarmiða og einokað umfjöllunina, og kom í ljós að hún átti ekki við rök að styðjast. Þessi sýknun gerði mögulegt að halda áfram upplýsingamiðlun um málin fram til 2006, en þá var óhjákvæmilegt að gefast upp fyrir því sem kalla má "áunna fáfræði", sem knúin var áfram af fjársterkustu valdaöflum þjóðfélagsins. 

"Áunnin fáfræði" sést vel í núverandi umfjöllun um Hagavatnsvirkjun. Verið hefur í gangi síbylja um ágæti virkjunarinnar og fullyrt að allir aðilar, heimamenn, Orkustofnun og stjórnvöld séu einróma sammála um kosti hennar og að nákvæmar og ítarlegar rannsóknir liggi fyrir að henni fylgi einungis kostir og alls engir gallar. Fullyrt að Landgræðslan og Skógræktin beiti auk þess þrýstingi á að keyra málið í gegn. 

Ég skrifaði grein um málið nýlega í Morgunblaðið þar sem þetta var hrakið, meðal annars sú síendurtekna fullyrðing að Landgræðslan sé meðmælt virkjuninni og "þrýsti á" um hana.

En þetta er eins og að stökkva vatni á gæs. Áfram birtast pistlar þar sem síbyljan um allsherjar ágæti virkjunarinnar er endurtekin. Ég hef skorað á þá, sem halda í síbyljuna, að hrekja þau rök sem birtist í greininni, en því er ekki ansað. 

Þegar ég ræði við fólk um málið, virðist enginn hafa lesið þessa grein mína og enginn kannast við neitt annað en dýrð og dásemd þessarar virkjunar.

Augljósir stundarhagsmunir eru í húfi varðandi vikjunina, þar sem hagsmunir seinni kynslóða eru fótum troðnir. Þess vegna verður "áunnin fáfræði" um hana keyrð áfram hér eftir sem hingað til með góðum árangri fyrir þá sem þessari aðferð beita.  

 


mbl.is Afneitunarsinni á olíuspena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Niðurstaðan af lestir þessa pistils er einfaldlega sú, að nú verða allir sem hafa sömu sýn á náttúruvernd og virkjanir að "teppaleggja" alla fjölmiðla með umfjöllun til stuðnings þessum sjónarmiðum Ómars.

Hrímþurs (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 09:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú geta menn útskrifast frá Háskólanum á Hólum sem áunninn fáfræðingur.

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 10:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Það rýrir trúverðugleika rannsókna ef bein hagsmunatengsl eru í gangi. En ég sé samt enga gagnrýni á rannsóknirnar sjálfar í fréttinni. Raunar hefur Soon skrifað afar athyglisverðar greinar um rannsóknir sínar, t.d. um Maunder Minimum, og fleira. Þó hagsmunatengslin "rýri" er það engin gagnrýni í sjálfu sér á niðurstöður rannsókna hans. Þeim þarf að svara málefnalega en ekki með upphrópunum alarmista. 

Ég vil nota tækifærið núna, á meðan tiltekinn aðili hefur ekki drekkt athugasemdarkerfinu, sem vel að merkja hefur orðið til þess að ég nenni æ sjaldnar að heimsækja bloggið þitt, og óska þér til hamingju með heiðusverðlaunin þín á Eddunni. Þú ert vel að heiðrinum kominn.

Athugasemdirnar hafa oft leitt til skemmtilegra skoðanaskipta, frá þér og ýmsum sem hér hafa lagt orð í belg. Því miður hefur þú leyft þessum veika einstaklingi að eyðileggja það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2015 kl. 11:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þú átt við undirritaðan þá hefur enginn komið í veg fyrir að þú getir gapað hér eins og þér sýnist og til að mynda dásamað Davíð Oddsson í bak og fyrir, Gunnar Th. Gunnarsson.

Hvað þér eða einhverjum öðrum finnst um aðra sem hér skrifa eru skoðanir en ekki staðreyndir.

Staðreyndir eru hins vegar það sem mestu máli skipta hér, þær eru lesnar hvort sem þér líkar betur eða verr og undirritaður mun halda áfram að birta þær eins og honum sýnist hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 12:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég neyði ekki nokkurn mann til þess að lesa þessa bloggsíðu, einstaka bloggpistla eða athugasemdir."

Ómar Ragnarsson, 19.11.2013
kl. 17:25

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 12:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einföld ósk mín um það að menn rökræði þau atriði, sem ég hef sett fram um Hagavatnsvirkjun, er túlkuð hér að ofan sem krafa mín um að "allir fjölmiðlar verði teppalagðir til stuðnings sjónarmiðum mínum."

Hvar í pistlinum er eitthvað sem gefur ástæðu til að fullyrða þetta?

Síðast í gær var nefndi ég þá skyldu fjölmiðla að miðla mismunandi skoðunum. Það virðist hinn nafnlausi "Hrímþurs" túlkað sem einræðiskröfu af minni hálfu.

Það virðist vera eins gott fyrir mann að halda kjafti til að þóknast þessum nafnleysingja.  

Ómar Ragnarsson, 23.2.2015 kl. 13:55

7 identicon

Ómar.

Við erum e.t.v. í góðum málum.

Jóhannes Kepler sagði Fáfræði vera Móður Þekkingar (Ignorance is the Mother of Science, segir í enskri þýðingu af bók hans Kepler's Dream.

Með alla þessa Fáfræði nánast hvert sem litið er í samfélaginu, þá er ekki loku skotið fyrir það að hin Gamla Móðir sé komin á steypirinn!

Bók Keplers er mjög áhugaverð - hún er talin vera fyrsta science fiction verk sögunnar og Kepler vann að henni um 30 ára skeið, minnir mig.

Bókin segir frá draumi um ferð til tunglsins, en tunglfarinn er piltur sem er kynntur til sögunnar í upphafi sem sonur kerlingar sem býr í hlíðum Heklu.

Og á leið sinni til tunglsins er sonurinn upplýstur um leyndarmál sólkerfisins af anda sem talar íslenzku!

Sbr. Snorri Sturluson sem Gangleri?

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 15:04

8 identicon

Það er nú kannski ekki að undra þótt Ómar sé viðkvæmur fyrir því hvað sagt er, en hann hefur heldur betur tekið skakkan pól í hæðina hvað mitt komment varðar. Það er áreiðanlega hægt að misskilja alla hluti og flest orkar tvímælis greinilega, en mín ætlun var að lýsa yfir stuðningi við bloggfærslu hans en ekki andstöðu. Ég er nefnilega algerlega sammála því sem hann segir og meining mín var einfaldlega sú að svara virkjunarsinnum og náttúruspjallafræðingum framsóknar og íhalds með því að láta þá smakka á eigin súpu. Ég skipti ekkert um skoðun í því efni.

Hrímþurs (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 17:37

9 Smámynd: Már Elíson

#5 - Það er vitað herra "Steini Briem" (hvurslags nafn er það?) að Ómar er góðmenni og amast yfirleitt ekki við nokkrum hlut og er aumingjagóður líka. (S.br spam þitt sem og copy/paste viðbjóðinn um alla veggi). - Blogg hans er það merkilegt sem og málefnin að venjulegt fólk kemur hingað inn á korkinn vegna þess, en ekki þín. - Þrátt fyrir milljóna-spam þitt hér í gegnum tíðina, þá situr ekkert, ekkert merkilegt eftir þig hér og ekkert sem við höfum ekki séð áður (meina : copy/paste af eldri færslum). Orðbragð þitt og almennur dónaskapur við málsmetandi menn hérna inni er þér til minnkunar og háborinnar skammar, og þá aðallega hvað þú sjálfur setur mikið niður sem einstaklingur. - Reyndu svo einhverntíma að hafa hemil á þér og virka fullorðinn svo hægt sé að njóta bloggsins hans Ómars. NB : Þetta er í góðu sagt og einlæg bón. -

Ómari óska ég innilega til hamingju með upphefðina um helgina - Sannarlega verðskuldað.

Már Elíson, 23.2.2015 kl. 19:40

10 identicon

það þarf ekki að svara grein ómars í morgunblaðinu er sama grein og var skrifað hér nokkru áður kemur fáfræði ekkert við tel mig reindar þekkj svæðið nokkuð vel.fanst nokkuð góð svargreinin  hjá birni sigurðssini í sama blaði skömu seitna sem ég vona að ómar saki ekki um vanþekkíngu á svæðinu. en vonandi kemur ómar með skári grein en þessa um hagavatn.þá er vonandi hægt að rökræða þettað án fáfræði   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 20:42

11 identicon

gleimdi að óska þér til hamíngju viðurkenínguna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 20:45

12 identicon

í sambandi við virkjunina er nok sama hvort það kemur rafmagn eða ekki útúr þessar stýplugerð ég tel að hækkun hagavatns muni bæta umhverfið til leingar lætur. hvort sem ómar líkar það betur eða ver. nú hafa hvorki heimamen eða landræðslan efni á að gera stýpluna. þessvegna er virkjun skásti kosturin. þá er sagan bara eftir að dæma hvor hefur rétt fyrir sér. þetað sníst ekki um virkjun sem mun ekki framleiða mikla orku. heldur um hverníg við græðum upp landið í kríngum hagavatn. höfum reint keníngu ómars í um 90.ár með eingum árángri. má ekki prófa eithvað nýtt  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 21:08

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk Ómar fyrir þitt ~blogg~, þú ert iðinn við það sem annað, enda ágætilega upplýstur og vel máli farinn, trúr þínum hugsjónum og vinnur í því ómetanlegt starf.

Hagavatnsvirkjun er að mínu mati ennþá eitt 50/50 mál sem þarf að ræða opinberlega og afla frekari vísindalegra gagna um framtíðaráhrif hennar til að mala meir um til að ákveða af eða á.

Held líka að það hafi verið tilgangur þinn með færslu þinni að opna á umræðu um það mál.

En.

Ég reyni að kíkja hér inn daglega allténd, þó ég merki mig nú sjaldan við á bloggi annarra.

Fornvinur minn, hinn ágæti 'Steini Briem' á enda þátt í þeim vízíteríngum mínum með því að dýpka umræðuna hér í athugasemdakerfinu með ómetanlega vel rökfræðilega unnum innleggjum sínum, hvort sem er með eða á móti.

Ég er því hissa á honum Gunnari Th. í innleggi sitt honum í mót með frekar ósmekklegum hætti.

Mat hann áður dreng meiri, & góðann í málefnalegri rökræðunni hvort sem við vorum sammála eða ekki.

Fuglinn í fjörunni & Hrímþursinn voru líka ekkert heldur á því að leyfa umræðunni að halda áfram, heldur fóru þér bara í manninn, sem var nú ekki einu sinni með boltann.

Hitt 'Brjánslækjarbarnið' skildi ég nú alla vega betur, enda betur læs á meiníngar en einhver smáatriði um rithátt.

Z.

Steingrímur Helgason, 24.2.2015 kl. 01:41

14 identicon

no. 13. þtað er ekki auðvelt að fynna góða málamilun á þessu svæði kanski er nátúran að taka í taumana það eru jarskjáltar á svæðinu enda hluti af atlandshafhryggnum væri alveg sátur við smá hraun yfir aurinn þá þarf einga virkjun eða stíflu og atvinuskapandi fyrir ómar ragnarsson fyrst holuhraun er að klárast 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 11:18

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Augljósir stundarhagsmunir og fyrirframplanaður viðskiptaþrýstingur Appel og Torsil? Með íslandsþrælaborgandi virkjanaraforkuframkvæmdir og rekstur risafyrirtækjanna raforkurænandi?

Eða hvað annars?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2015 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband