Gangur náttúrunnar.

Sú var tíð fyrir um hálfri öld að mikil bjartsýni ríkti um að útrýma fjölda sjúkdóma, sem herjað hafa á mannkynið. Þá þegar hafði verið unninn bugur á berklum,mænuveiki, holdsveiki og syfilis, og mislingar og fleiri sjúkdómar í sigtinu, auk þess sem uppfinning töfralyfsins penesilíns var eitthvert mesta framfaraspor í sögu læknisfræðinnar.

Fyrir um aldarfjórðungi fór að slá á þessa bjartsýni þegar alveg nýr og óþekktur sjúkdómur, alnæmi, fór að leggja fólk í gröfina þúsundum saman.

Langan tíma tók að finna svar við alnæminu, en um svipað leyti fóru stökkbreyttir ónæmir sýklar að sækja fram og í gang fór kapphlaup lyfja og sýkla, sem stendur enn og sér ekki fyrir endann á.

Allt er þetta sennilega hluti af því lögmáli lífs og náttúru að sífelld þróun og breyting er í gangi í lífríkinu og verður svo lengi sem það er við lýði.

Þetta kann að þykja drungaleg framtíðarsýn en það er betra að reyna að gera sér grein fyrir raunverulegu ástandi en að einblína á tálvonir.    


mbl.is Nýuppgötvuð veira er sögð vera bráðdrepandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir að veikjast af inflúensu þessa daganna þó svo að þeir hafi bólusett sig.

Veiran stökkbreytist svo það bóluefni sem boðið var upp á í desember er bara ekki að virka

En ef við rifjum upp Svarta Dauða og berum saman ef svipað ástand kæmi upp í dag þá mundu neyðaráætlanir vera langt frá því að halda uppi innviðum samfélagsins - það er borðliggjandi að greftrun og geymsla líka yrði "óásættanleg" miðað við nútímakröfur.

Veruleikinn yrði líkari lýsingum úr bókin Náðastund þar sem lík var geymt úti í skemmu þar til frost færi úr jörðu

Grímur (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 19:20

2 identicon

Eftir Kastljós í kvöld þá skora  ég á Sigurð Guðmundsson fyrrverandi Landlæknir að gefa kost á sér í til að gegna embætti Forseta Íslands fyrir þjóðina

Kýs Sigurð (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband