Fór sömu leiđ og Anna Politkovskaya og fleiri.

Rússland Pútíns hét merkileg bók, sem Anna Politkovskaya skrifađi um spillinguna í Rússlandi. 

Hún galt fyrir ţađ međ lífi sínu áriđ 2006 ţegar byssumenn myrtu hana.  

En bókin lifir og veitir einstaka innsýn í ţađ völundarhús spillingarinnar sem Rússland hefur veriđ frá ţví ađ Sovétríkin féllu. 

Ţegar hin einstaka frásögn Ingimars Ingimarssonar kom út um kynni hans af ástandinu í Rússlandi Pútíns rímađi ţađ afar vel viđ bók Önnu. Ljóst var af lestri ţeirrar bókar ađ sá sigrađi í valda- og peningatafli ţar í landi sem kunni best til verka inni í ţessari spilltu veröld.

Pútín var yfirmađur KGB á sínum tíma og ţekkir ţví vel til í njósnunum, klćkjunum og brögđunum í hinum hörđu undirheimum stjórnmála og peningaafla sem gegnsýra rússneskt samfélag.

"Ţegar jörđin ţiđnar koma ormarnir upp" segir rússneskt máltćki. Ţegar Sovétríkin féllu innan frá voru ólígarkar kommúnismans fljótir ađ gerast einhverjir hinir ósvífnustu fjárplógsmenn sem miskunnarlaus kapítalismi getur aliđ af sér. 

Undir óstjórn fylliraftsins Jeltsíns blómstruđu ţeir og hafa ekki sleppt takinu síđan. 

Eins og fleiri valdaţyrstir einvaldar hefur Pútín lag á ađ fylkja ţjóđ sinni ađ baki sér međ ţví ađ koma ţví ţannig fyrir ađ hćgt sé ađ benda á ógnandi utanađkomandi öfl, NATO og ESB.

Hann er slćgur sem höggormur og gćtir ţess ađ spila alveg ađ mörkum ţess sem mögulegt er án ţess ađ hleypa öllu í bál og brand.

Honum sveiđ niđurlćging Jeltsínstímans og á auđvelt međ ađ láta líta svo út, sem hann sé fyrsti alvöru "leiđtoginn" sem Rússar hafi átt í áratugi og geti sefađ sćrt stolt stórveldisins.  


mbl.is Boris Nemtsov skotinn til bana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
međ sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiđar ţar skyni.

Ţorsteinn Briem, 28.2.2015 kl. 03:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband