28.2.2015 | 18:25
Er krafan sú að sem flestir sleppi?
Ríkissaksóknari og Sérstakur saksóknari fara mikið í taugarnar á sumu fólki, sem kvartar hástöfum undan "bruðli á almannafé" hjá þessum embættum og vill láta draga sem mest úr fjárveitingum til þeirra.
Sama fólkið heimtar samt aukna löggæslu, vopnaðar öryggissveitir og persónunjósnir í stíl alræðisríkjanna í Austur-Evrópu á Sovéttímanum.
Þessir andstæðingar saksóknaranna virðist ekki gera sér grein fyrir því að með aukinni löggæslu fjölgar þeim málum sem koma upp á yfirborðið, þannig að krafan um að að draga stórlega úr fjárveitingum til saksóknaranna er krafa um að sem flestir sleppi við ákæru og þá helst þeir, sem eru ákærðir fyrir brot í opinberum störfum, en það að ákæra fyrir slík brot eru taldar pólitískar ofsóknir eða "ljótur pólitískur leikur".
Það er sérkennilegt að sjá svona viðhorf viðruð, en um það gildir að svo liggur hver sem hann hefur lund til.
Nær ekki í skottið á málahalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var nú betra í gamla daga,þegar maður framdi óknyttin.260 km.í sýslumann í vestri.250 km.í sýslumann í austri, engin lögregla, bara gamall hreppstjóri sem setti ekki upp húfuna nema þegar hann taldi að hann hefði fengið sér of mikið.En Tímarnir hafa víst eitthvað breyst.
Sigurgeir Jónsson, 28.2.2015 kl. 20:16
Já, krafan er aukin löggæsla, vopnaðar öryggissveitir og persónunjósnir í stíl alræðisríkjanna í Austur-Evrópu á Sovéttímanum. Og niðurskurð til saksóknara vill almenningur síðan redda með því að ákæran ein dugi til sakfellingar. Sannanir fyrir sekt eru óþarfar þegar allir vita hverjir eru sekir. Og refsa skal fyrir allt sem almenningi mislíkar nái lög ekki yfir athæfið. Það er hið nýja Ísland sem hrunið vakti upp, enda refsigleði og hefnigirni Íslendingum í blóð borin og dómar almennt taldir of vægir þegar ákærðu sleppa ekki hreinlega. Sekur verður eini rétti dómurinn. Þessi görótti kokkteill er vel kryddaður með ýktri ógn og skelfingu í boði fjölmiðla svo hann verði ekki bragðdaufur og fráhrindandi.
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.