Einstæð stjórnun á rannsókn.

Enn hefur ekki verið nefnd hliðstæða þess að forseti eða forsætisráðherra ríkis stjórni á okkar tímum sjálfur rannsókn á morði á helsta andstæðings síns. Eða stjórni yfirleitt rannsókn á morði þjóðþekkts einstaklings.

Og það að Vladimir Putin er fyrrum yfirmaður KGB og þess vegna svo innvígður og innmúraður í njósna- og glæpaheim lands síns að engum öðrum verði betur treyst fyrir stjórn rannsóknarinnar er heldur ekki næg skýring. Þannig var George Bush eldri yfirmaður CIA á tímabili en var samt ekki að taka yfir stjórn á rannsókn glæpamála eftir að hann varð forseti.

Þegar verið er að rannsaka glæp er spurningunni um það hver geti mögulega hagnast á honum ávallt ofarlega á blaði. Hverjir gætu "hagnast" á morðinu á Nemtsov? Tvennt kemur þar helst til greina.

1. Vladimir Putin. Öflugur pólitískur andstæðingur er úr sögunni. Upplýsingar um tengsl Putins við atburðina í Úkraínu, sem Nemtsov kvaðst hafa undir höndum, hverfa hugsanlega með drápinuu á honum. 

2. Þeir andstæðingar Putins sem telja stöðu hans veiklast við þennan atburð.

Síðan er hægt að nefna ýmsar hliðstæður við morðingja beggja Kennedybræðranna og Martins Luther Kings sem fría innlend valdaöfl frá því að bera ábyrgð á morðunum. 

Enginn er betur að sér í því völundarhúsi glæpa og spilltra stjórnmála, njósna og fjármála sem ríkir í Rússlandi en Vladimir Putin.

Enginn ætti að vera betur búinn en hann til þess að rannsaka mál, sem snertir þessi atriði öll en jafnframt enginn betur til þess fallinn að geta stjórnað atburðarásinni á alla lund, jafnt framkvæmd morðs sem rannsókn þess en Vladimir Putin.

Allt í Rússlandi virðist eiga upphaf og enda í þessum eina manni.    


mbl.is Segja morðið á Nemtsov „sviðsett“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eina sambærilega atvikið sem ég man eftir, þ.e. að yfirmaður ríkis "taki yfir" sakamálarannsókn, svo ekki sé talað um morð á "andstæðingi" sínum, finnst í Sovétríkjunum.

Þegar Sergey Kirov var myrtur í Leningrad árið 1934 fór Stalín til Leningrad og tók yfir stjórn rannsóknarinnnar.

Margir vilja meina að Stalín hafi fyrirskipað morðið á Kirov, þótt hann vera um of "vinsæll".

En morðið var svo góð ástæða til þess að "hreinsa" vel til innan Kommúnistaflokksins, og ekki síst gömlu "bolshevikana".

Mér þykir ólíklegt að sannanir komi fram um morðið á Nemtsov.

En hitt er svo að á köflum þykir mér með eindæmum hvernig sagan spilast aftur í Rússlandi nú, og er engu líkara en "gamlar handbækur" KGB/NKVD hafi verið dregnar úr hillum og blásið af þeim rykinu.

G. Tómas Gunnarsson, 1.3.2015 kl. 14:23

2 identicon

Hvað vitum við lilu kallarnir? Ekki vissi ég fyrr en nýlega að John Lennon hafi átt í málaferlum við Nixon &co, sem hann vann, en var myrtur ekki löngu síðar. Og annar geðsjúklingur skrifaður fyrir því...

Mörlandinn (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 17:35

3 identicon

 Hvers vegna er ekki búið að birta öll gögn um Kenndy morðið? Sú rannsókn og niðurstaða er fáránleg því kvikmyndir  áhugamanna sem komu í ljós kollvarpa skýringum þar. Sú aftaka ber öll merki um samsæri mafíunnar og bandarískra stjórnvalda!

Marlow (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 17:48

4 identicon

Afhverju drap Ísrael ekki Yesser Arafat?

Þeir vissu hvað þeir höfðu en ekki hvað mundi koma í staðinn

Grímur (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 19:06

5 identicon

Les: "...einhver geðsjúklingur..."

Mörlandinn (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband