3.3.2015 | 00:00
Umboðsmaður komandi kynslóða.
Aldraðir er sá hópur í litrófi þjóðarinnar sem stækkar mest og hefur eðli málsins samkvæmt erfiðari aðstöðu en yngri aldurshópar til að berjast fyrir málefnum sínum.
Það er eitt af dæmunum um það hvernig oft er litið á gamla fólkið þegar ekki er talið að það sé rétt að spyrja það spurninga í skoðanakönnunum.
Því er það gott mál sem Framsóknarþingmenn brydda upp á, að íhuga stofnun umboðsmanns aldraðra.
En ef það er nauðsynlegt að aldraðir fái umboðsmann, hvað þá um kynslóðir framtíðarinnar, sem ekki eiga nokkra möguleika á að verjast þeirri ágengni og tillitsleysi, sem núlifandi Íslendingar sýna þeim með stórfelldum óafturkræfum neikvæðum umhverfisspjöllum.
Þessar ófæddu kynslóðir verða svo margfalt fjölmennari en sú sem nú lifir, að það, hvernig jafnrétti kynslóðanna er troðið í svaðið, er langstærsta óréttlætið á landi okkar, þótt ekki sé nema vegna þess hve gríðarlegur fjöldi fólks á í hlut.
Vilja að aldraðir fái umboðsmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
20.3.2013:
"Aðspurð hvort hún sé ennþá ánægð með Kárahnjúkavirkjun og þær ákvarðanir sem hún tók sem iðnaðarráðherra á sínum tíma segir Valgerður Sverrisdóttir:
"Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík."
Valgerður var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1987-2009, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006, utanríkisráðherra 2006-2007 og formaður Framsóknarflokksins 2008-2009."
Valgerður Sverrisdóttir: "Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík"
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 00:07
Sjálfsagt aðallega aldraðir sauðfjárbændur sem eftir eru í Framsóknarflokknum.
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 00:15
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 3.1.2015
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 00:17
Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.3.2015 (í gær):
Samfylking 17%,
Píratar 15%,
Björt framtíð 13%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 37% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 01:13
Það vantar greinilega umboðsmenn.Þótt kominn sé umboðsmaður barna,og einhverra fleiri,vantar umboðsmann náttúrunnar,kvenna, karla,nemenda,sjúklinga,umboðsmann náttúrunnar,bókarinnar,landsbyggðarinnar,höfuðborgarinnar,ríkisstjórnarinnar,hæstaréttar,sýslumanna, o.sv.frmv.En einn umboðsmaður skarar fram úr öllum umboðsmönnum og mætti umboðsmaður Alþingis taka hann sér til fyrirmyndarþað er:Umboðsmaður Biskups.
Sigurgeir Jónsson, 3.3.2015 kl. 04:18
"Umbi: Sona margar kökur hef ég aldrei séð í einu. Hafið þér búið til allar þessar kökur?
Konan: Hver annar sosum? Enda kallar það mig Hnallþóru hérna.
Umbi: Sérkennilegt nafn.
Frk. Hnallþóra: Ætli því hérna þyki ég ekki handfjatla hnallinn í mortélinu nokkuð frekt."
Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur? - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 04:45
Framsóknar vá, gömul og grá,
gröð oft hún lá, sjöllunum hjá,
ástar þar þrá, engin var smá,
Óli kom þá, grísinn upp á.
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 05:35
Og góð hugmynd er væntanlega bara góð ef hún kemur af réttum stað???
Jón Logi Þorsteinsson, 3.3.2015 kl. 09:02
Ekki veit ég til þess að einhver hafi sagt að slæmt sé að aldraðir hafi umboðsmann.
Þorsteinn Briem, 3.3.2015 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.