3.3.2015 | 22:12
Algert ráðaleysi leiðtoga þjóðanna.
Allt frá Ríó-sáttmálanm 1992 til okkar dags hafa ákveðnar þjóðir á borð við Rússa, Ástrala, Indverja og Bandaríkjamenn komið sér hjá því að aðhafast neitt að gagni gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda.
Búið er að halda marga alþjóðlega fundi og ráðstefnur og til viðbótar við rótgrónar iðnaðarþjóðir, sem dregið hafa lappirnar, hafa rísandi stórveldi meðal þróunarlandanna á borð við Kínverja og Indverja ekki viljað leggja fram sinn skerf vegna þess að þau telja að þær þjóðir sem lengst hafa fengið að valsa með mengandi iðnað sinn og nútíma neysluþjóðfélag eigi að herða mittisólina fyrst.
Á fundum um þessi mál hafa við vísu verið setta fram markmið til að stefna að og skrifað undir hitt og þetta og hefur ESB verið duglegast við að reyna að taka forystuna í því efni og staðið sig skást.
En nú virðist bleik brugðið þegar ESB virðist ætla að kikna undir þessum markmiðum, ráðaleysið og ringulreiðin í umhverfismálum er alls ráðandi meðal leiðtoga þjóðanna og samningar halda ekki.
Ástæðan er ofur einföld: Leiðtogar flestra landa eru fastir í skammtímalausnum, sem miða við að leysa vandamál heimastjórnmálanna frá degi til dags og ári til árs, þegar best lætur.
Við þekkjum þetta hér heima á Fróni. Næstu ársfjórðungsuppgjör, næstu kjarasamningar, hagvaxtatölur ársins og næstu kosningar taka alla athygli og krafta.
Í lýðræðisþjóðfélögum er það viðurkennt að kjósendur kjósa fyrst og fremst eftir ástandi veskisins og loforðum, sem tengast því, hverju sinni.
Mannkynssagan greinir frá ótal þjóðum og stórveldum, sem hnignaði vegna skammsýni, græðgi, andvaraleysis og ósættis.
En líkurnar vaxa á því að mannkynið allt sem heild muni ganga í gegnum slíkar raunir síðar á þessari öld og að umfang og stærð þess hruns fari fram langt fram úr öllu því sem hingað til hefur dunið yfir.
Evrópa nær ekki markmiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rætist tilgátan um stöðuga hitnun og fólk gerir ekkert til að aðlaga sig breyttu veðurfari þá verða vissulega hörmungar. En það verður þá í fyrsta skipti í sögu mannkyns sem við bregðumst þannig við. Flestar dómsdagsspár gera ekki ráð fyrir aðlögunarhæfni mannskepnunnar. Flestar dómsdagsspár gera ráð fyrir að við höldum áfram að reyna að rækta hrísgrjón á stöðum þar sem veðurfar hefur breyst og best væri að rækta hveiti. Að þó mannkyni fjölgi þá aukist matvælaframleiðsla ekkert og hrynji fjármálakerfin þá flytjum við í hellana aftur.
Hitni eitthvað á öldinni þá munu stór svæði opnast fyrir ræktun og ræktunartími á öðrum lengjast. Lífmassi í heitari höfum mun aukast og uppgufun verður meiri sem skilar sér sem rigning, hreint vatn. Heitari jörð hefur ætíð verið blómleg og skilað meiri fæðu, fjölbreyttari tegundum og stærri stofnum. Í sögu lífs á jörðu mundi núverandi hiti jarðar flokkast sem kalt tímabil lítillar frjósemi, mitt á milli ísaldar og tíma hlýinda.
Hræðslan við breytingar sem mögulega geta orðið er e.t.v. meiri en ástæða er til. Og að grípa til róttækra aðgerða sem skerða lífsgæði allra jarðarbúa verður ekki gert nema vissa sé fyrir árangri og afleiðingarnar skaðminni en að takast á við breytingarnar, ef þær verða.
Þjóðarleiðtogar eru e.t.v. ekki eins fastir í skammtímahugsuninni og virðist við fyrstu sýn. Spurningin hjá þeim gæti eins verið: Hvers vegna ætti ég að skerða lífsgæði til að halda í óbreytt ástand ef þjóð mín hefur hag af breytingu?
Espolin (IP-tala skráð) 3.3.2015 kl. 23:41
Að sjálfsögðu er minni mengun engin lífsgæði.
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 01:02
"Lífsgæði":
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 01:14
"Lífsgæði":
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 01:20
"Lífsgæði:"
Air pollution in India
Water pollution in India
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 01:27
Öll höfum við það val hvort við mengum eða ekki. Við vegum það og metum hvort við viljum frekar sækja vinnu, fara til læknis, kaupa mat eða hætta að menga eða sitja heima með ljósin slökkt. Þau lífsgæði sem fólgin eru í hreinu lofti eru einfaldlega ekki eins hátt metin og matur, húsaskjól og atvinna hjá þeim sem ætla að lifa út mánuðinn.
Myndin af bílunum sýnir okkur hver forgangsröðunin er þegar kemur að lífsgæðum. Við fórnum loftgæðum fyrir aukin lífsgæði á öðrum sviðunum, og þar eru þú engin undantekning. Mengunin sem varð til við það að búa til og senda þér skóna þína metur þú réttlætanlega vegna þægindanna að þurfa ekki að ganga um berfættur.
Espolin (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 02:12
Það er ekki undarlegt að þú þorir ekki að skrifa hér undir eigin nafni, "Espolin".
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 02:39
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 4.3.2015 kl. 02:48
Óþarfa breytingar, sem valda stórfelldum vandaræðum, eru að sjálfsögðu til tjóns, svo sem það að heilu samfélögin, milljónaborgir og eyjabyggðir, sökkvi í hækkandi sjó.
Að ekki sé talað um þá geigvænlegu útþenslu sandasvæða og eyðimarka sem mikil hlýnun mun valda á suðlægum breiddargráðum.
Ómar Ragnarsson, 4.3.2015 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.