4.3.2015 | 19:10
"Þeir hurfu".
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur lag á því að segja stuttar setningar sem eru eftirminnilegar, ýmist frá eigin brjósti eða í tilvitnunum í aðra. Setningin "Komdu heim. Núna," er ekki sú fyrsta sem er af þeim toga og ekki sú fyrsta sem vekur mismunandi viðbrögð og nýjar spurningar, sem erfitt er að fá svör við.
Í heimildamynd Helga Felixsonar um Hrunið voru nefndar svimandi háar tölur í milljörðjum, sem hefðu farið forgörðum á lítt skiljanlegan hátt.
Þegar Björgólfur Thor var spurður í viðtali í myndinni hvarð hefði orðið af öllum þessum tugum ef ekki hundruðum milljarða svaraði hann stutt og laggott: "Þeir hurfu".
Og málið var þar með ekki rætt frekar.
Og núna, þegar eignir Björgólfs Thors eru metnar á hátt á annað hundrað milljarða króna, er vart að búast við öðru svari en þessu, ef spurt væri, hvernig allir þessir milljarðar hefðu orðið til:
"Þeir komu."
Komdu heim. Núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ég hef mikið velt fyrir mér hvort Björgúlfur eldri hafi í raun ekki fórnað sér fyrir soninn með öllum þessum uppáskriftum, mér finnst undarlegt hvernig sá yngri á á annað hundrað milljarða en sá eldri fór svo ævintýranlega á hausinn að maður á enginn orð þetta þyrfti virkilega að rannsaka sérstaklega og líka alla þeirra aðkomu að landsbankanum og hvernig Seðlabankinn lánaði í víkjandi lánum til Landsbankans og hvernig sá yngri komst yfir alla þessa peninga
valli (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.