Gjástykki-Búrfellsgjá-Gálgahraun.

Í túnfæti byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og raunar inni í miðju þess má sjá svipað og nú blasir við í hinu nýja Holuhrauni. Hekla 4.3.15

Vegna þess hve loftslag er kalt hér á landi tekur margfalt meiri tíma fyrir gróður að þekja hraun, eftir að þau hafa runnið heldur en víðast í öðrum löndum.

Rétt austan við Garðabæ eða í Bláfjöllum er hægt að ganga inn í kulnaða gíga Búrfellsgjár eða Drottningar eða að síga niður í eitt stærsta haungímald veraldar.

Í Gálgahrauni blandast sagan og sköpunin saman á einstæðan hátt og sama er að segja um Þingvelli. Blackfoot

 

Þegar sendinefnd Alþjóðasamtaka áhugafólks um marsferðir valdi sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki var staðurinn fyrst og fremst fyrir valinu fyrir það hve ósnortinn hann er, ekki einasta af mönnum, heldur líka af gróðri.

Í ríkinu Idaho, vestan við þjóðgarðinn í Yellowstone, er lítið hraun, sem nefnist Blackfoot.

Þar er ferðamannamiðstöð, sem sýnd er á mynd hér á síðunni og ferðafólki finnst mikið til um upplýsingarnar þar um tilurð hraunsins.

Sá er þó munurinn á því hrauni og íslensku hraununum, að gróður er kominn vel á veg með að hylja hraunið.Gjástykki. Marssvæði. Sandmúli

Svipað má segja á stórum svæðum í Elliðaárdal í Reykjavík, og er spurning, hvort þar hefði þurft að fara aðeins varlegar í því að hylja hraun gróðri, sem er við miðju stærstu krossgatna á Íslandi og því afar sérstakt á heimsvísu.

 

Við Kröflu mætti setja upp svipaða miðstöð með upplýsingum um Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið og er í Blackfoot vestra, en munurinn er sá, að í Gjástykki getur að líta eina staðinn á jörðinni þar sem sjást alveg nýorðin merki um rek meginlandsflekanna og sköpun nýs lands þar sem þeir hafa farið í sundur 1984 og upp komið alveg nýtt Ísland.

Stutt getur orðið í það að hægt verði að stjákla um heitt nýrunnið hraun á Íslandi án þess að það þurfi að banna umferð um það vegna gasmengunar.

Þar á ég við þann möguleika, sem getur orðið að veruleika með klukkustundar fyrirvara, að það gjósi í eða við Heklu og að myndin af henni, efst hér á síðunni, sem var tekin í flugferð með Guðmund Bergkvist, kvikmyndatökumann Sjónvarpsins, í fyrradag, verði orðin hressilega úrelt.

Í Heklugosinu 1970 fóru þúsundir ferðamanna að rennandi hrauninu þar án þess að nokkur þeirra slasaðist eða yrði meint af.   


mbl.is „Tómur gígur blasir við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrkir til landbúnaðar í Svíþjóð og Finnlandi:

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU.

Total støtte til landbruket
i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband