HAUS HOGGINN AF - TVEIR SPRETTA UPP.

Baráttan við áldrekann er ævintýraleg. Ekki er fyrr búið að höggva af hausinn sem átti að spretta í Straumsvík en tveir aðrir spretta upp í ´fréttum daginn eftir, - í Helguvík og Þorlákshöfn þar sem gert er ráð fyrir alls 520 þúsund tonna framleiðslu í fyrsta áfanga!

Fréttin um áltæknigarðinn í Þorlákshöfn var athyglisverð. Hún fjallaði nær öll um tæknigarðinn sjálfan en síðan kom ein stutt setning svona eins og innan sviga um það að álverið ætti að framleiða 270 þúsund tonn. Auðvitað á eftir að koma síðar krafa um stækkun beggja þessara álvera upp í 500 þúsund tonn svo að þau verði arðbær og samkeppnishæf með alls milljón tonna framleiðslu sem þarf orku á við þrjár Kárahnjúkavirkjanir.

Þeir í Þorlákshöfn hafa þegar gefið upp að þeir stefni á virkjanasvæði á Torfajökulsvæðinu, Kerlingarfjöll, Langasjó, Markarfljót o. s.frv. Ekkert mál, þótt þarna eigi að rústa svæði milli Suðurjökla og Vatnajökuls sem tekur sjálfum Yellowstone-þjóðgarðinum fram. J

Já, Íslendingar skulu fórna náttúruverðmætum sínum svo að Bandaríkjamenn  og Norðmenn geti lagt niður álverksmiðjur í sínum löndum og varðveitt sínar náttúrugersemar sem þó hafa ekki komist upp á listann yfir sjö undur veraldar eins og náttúra Íslands hefur komist.

Ég lít reyndar ekki á þetta sem ævintýri, nei fyrirgefið þið, ég get ekki tekið þetta öðruvísi en  sem harmsögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haldið var í Hafnarferði
heljar mekið álíbúaþing,
að aftan og allt um kring
ég er á verði í Hellisgerði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta stækkunartal þitt er að verða eins og einhver mania

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 23:52

3 identicon

Ómar, í stað þess að vitan í allt það slæma sem andstæðingar þínir ætla, vilja gera til að skapa tekjur í þjóðarbúið, skapa atvinnu bentu þá á það jákvæða sem þú vilt gera í staðinn. Hvaða svæði vilti virkja á Íslandi og hvaða svæði vilt þú friða?

   Viljir þú láta taka þig alvarlega, sem stjórnmálamann verður þú að breyta málflutningi þínum, þú talar í sífellu niður til fólks en ættir frekar að tala á jákvæðum nótum um þína framtíðarsýn. Málflutningur þinn og framsetning er fyrir neðan allar hellur, þú notar svo sterk lýsingarorð og dregur þannig úr allri vitrænni umræðu. Gerðu þér grein fyrir því að þú ert einn af þeim einstaklingum sem skemma skynsama umræðu um umhverfismál í sem víðastri merkingu þess orðs. Vissulega eru miklar tilfinningar í þessum málum, hjá mér, hjá öllum öðrum og eins þér en það ber að nota skynsemi í umræðunni, skynsemi sem þig virðist skorta.

   Það að tala um að höggva hausinn af einhverju fyrirtæki er svo ómerkilegur málflutningur og sæmir þér ekki. Það er enginn áldreki á ferðinni, málið snýst um samvist mannsins við náttúruna og hvernig er skynsamlegast að nýta hana okkur öllum til hagsbóta. Málið snýst um að fólk hafi atvinnu, atvinnu utan Reykjavíkur.

   Eitt að lokum, verði af uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Bakka á Húsavík og jarðvarmi nýtt til knýja álver, hver er þá afstaða þín?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaðir Gunnar og Hjálmar Bogi.

Er það einhver manía að tala um þá staðreynd að álfyrirtækin öll tala um 500,000 tonna álver sem hagkvæmustu eininguna. Afhverju ættu þau ekki þá að stefna í að komast í þá stærð?  Á Húsavík til að mynda er náttúrulega mjög klókt að biðja bara um álver af þeirri stærð sem þarf aðeins orku frá Þeistareykjum og landsnetinu. Svo þegar allt er komið í fullt swing þá verður beðið um stækkun og ef hún fáist ekki þá verði bara lokað. Hvað gera Húsvíkingar þá? Og Hjálmar, er þetta hrikalega atvinnuleysi á landsbyggðinni á Húsavík? Hvað er atvinnuleysið mikið þar? 

Lárus Vilhjálmsson, 2.4.2007 kl. 00:48

5 identicon

Kæri Lárus

Ert þú fulltrúi Ómars Ragnarssonar? Þetta er síðan hans og ég vænti þess að hann svari þegar sett er athugasemd eða fyrirspurn inn á síðuna hans að öðrum kosti væri eðlilegt að hann hætti með síðuna.

En ég sé mig knúinn að svara þér Lárus. Nokkrar spurningar.

  1. Hefur þú komið á Þeistareyki og veistu hvar þeir eru á landinu?
  2. Ertu á móti uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Bakka á Húsavík?
  3. Hefur þú komið til Húsavíkur og kynnt þér málefni Þingeyinga? ef svo er...
  4. Hvaða tækifæri sérðu á Húsavík og/eða í Þingeyjarsýslu sem treystir þau fyrirtæki sem fyrir eru og fjölgar fólki?
  5. Hvers vegna býrð þú á höfuðborgarsvæðinu?

Hrikalegt atvinnuleysi eru þín orð og er lýsandi dæmi um æsifréttastíl og múgæsingu sem þú og Ómar Ragnarsson standið fyrir. Til að upplýsa þig um atvinnuleysi eru um 300 einstaklingar á atvinnuleysisskrá nú 2. apríl 2007 á svæði Svæðivinnumiðlunar Norðulands eystra. (http://www.vinnumalastofnun.is/svmne/) Heldur þú virkilega að Húsvíkingar, Þingeyingar vilji uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Bakka á Húsavík vegna atvinnuleysis? Á 6 árum hefur grunnskólabörnum á Húsavík fækkað um 70, íbúum fækkar um 100 á ári, hvers vegna Lárus? Þessi vandi er fólki á höfuðborgarsvæðinu ekki hugleikinn og hefur því ekki forsendur til að benda á lausnir vegna þessa. Það þarf að treysta byggðina, fjölga fólki og skapa auknar tekjur fyrir sveitarfélögin á svæðin m.a. til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Hvers vegna fjölgar fólki á höfuðborgarsvæðin?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 01:30

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Atvinnuleysi hefur aldrei verið ástæða þess að fólk hefur viljað stóriðju á Reyðarfjörð. Atvinnuleysi hefur verið einna minnst á landinu á Austjörðum frá því ég flutti hingað úr Rvk. fyrir bráðum 18 árum síðan. Hér hefur hinsvegar vantað fjölbreyttari störf, störf sem laða að háskólamenntað fólk og einnig iðnmenntað.

 

Varðandi þetta stækkunartal þá er raforkusölusamningur Alcoa og LV til 40 ára. Ekki er útlit fyrir að raunhæft sé að tala um neina stækkun á Reyðarfirði nokkurn tíma. Fljótsdalsvirkjun var slegin af og fjarlægð í aðra nýtanlega orku er of mikil til þess að það borgi sig að flytja hana til Reyðarfjarðar.

 Framkvæmdin skýtur stoðum undir allskonar smáiðnaðar og þjónustufyrirtæki, auk þess sem fólksfjölgun á viðkomandi svæði gerir ýmsa þjónustu s.s. skóla, heilbrigðis, raforku og vegakerfi að hagkvæmari rekstrareiningum. 

Þið talið stöðugt um hvernig þessi álfyrirtæki muni haga sér í fjarlægri framtíð. Einhverjir trúa ykkur.  Sem stjórnmálamaður Ómar þarftu að læra að tala um daginn í dag og nána framtíð. En á meðan þú hefur ekkert að segja við núlifandi kynslóðir heldur bara við þessar ófæddu, þá áttu þér ekki langra lífdaga í vændum í pólitík. Það eru nefnilega núlifandi kynslóðir sem kjósa. Þær ófæddu eru ekki komnar með kosningarétt. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 01:57

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ég vissi það Drekabaninn hinn Mikli Don Kví Kvóti er ekki af baki dottinn

og hinn færni fákur Frúin er á fullum útblæstri við að flytja hann milli

afhausunar staða áldrekans. En að lokum endar þetta allt með eðli álsins

á erfiðu tilfelli af metalfatigue í Frúnni.

Leifur Þorsteinsson, 2.4.2007 kl. 08:47

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Það fer nú eitthvað lítið fyrir umræðunni hver á þessi álver.  Þetta eru bara kallar út í heimi sem eiga þessar fínu verksmiðjur.  Þessi ofsagróði endar ekki í rassvasanum hjá herra Haarde. 

Svo er nú bara fyndið þegar álvitar skamma Ómar fyrir að keyra um á bílum og taka í frúnna. Eins og þeir sem taka í frúnna sína og eigi bíl geti ekki verið á móti álverum.

Björn Heiðdal, 2.4.2007 kl. 09:54

9 identicon

Ómar, hefur náttúra Íslands komist á lista yfir "sjö undur veraldar" ?´

Ég myndi gjarnan vilja vita meira um það, enda er það nefnt í þessari grein Ómars.

Allar frekari upplýsingar vel þegnar.

Kveðja

Hannes Kristjánsson

Nýja Sjálandi.

Hannes Kristjansson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:33

10 identicon

...aðeins í viðbót. Ómar er auðvitað er bara með létta myndlíkingu (metaform) þegar hann talar um "haus hogginn af - tveir spretta upp", það er nú varla þörf á að æsa sig yfir því.

Ég vona að umræða um umhverfismál verði á málefnalegum og kurteisum nótum. Í máli sem þessu er "málamiðlun" lausnin.

Hannes K.

Hannes Kristjansson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:42

11 identicon

Það er frekar ómálefnalegt hjá þér, Hjálmar Bogi, að halda því fram að Ómar skaði umræðu um umhverfsmál. Hann hefur þvert á móti rökstutt mál sitt prýðilega.

Það er reyndar eitt í þínum málflutningi Ómar sem ég vildi gjarnan fá nánari skýringar á. Þessi 7 undur veraldar, hvað ertu að tala um? Reyndar veit ég af netkosningu um 7 undur nútímans og skilst að niðurstöður verði birtar í sumar en ég sé ekki betur en að þar sé um að ræða mannvirki. Ertu viss um að það sé ekki Kárahnjúkavirkjun sem er á þessum lista yfir undur veraldar? Þegar allt kemur til alls á hún að vera slíkt tækniundur að jafnvel færustu sérfræðingar hafa ekki nokkra trú á öðru en að hún eigi eftir að valda stórslysum.

Eva (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:28

12 identicon

Sæll Ómar Þorfinnur Ragnarsson.

Þín störf í þágu lands og þjóðar eru ómetanleg og mun þinna verka verða minnst í framtíðinni og vegsömuð...

En mikið minnst mér sárt að hlusta á þessar neikvæðu raddir sem hér heyrast og segir ég nú bara: Skammist ykkar!  

Og áfram vil ég segja til þeirra sem hér skrifa og eru með eitthvert skítkast: Kynnið ykkur feril Ómars Ragnarssonar.  Hér er á ferðinni maður sem berst fyrir málstaðnum af einurð og einlægni og af ástríðu.  Maður sem unnir landi sínu og þjóð og hefur reynt að sýna þeim sem eru blindir af peningahyggju og græðgi, að við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með þessu móti...

Ómar, ég er hjartanlega sammála þér varðandi þessa frétt um áltæknigarðinn í Þorlákshöfn.  Eitthvert risamál sem hefur grasserað á bak við tjöldin í einhvern tíma og sprettur nú upp eftir þessi úrlist kosninga í Hafnarfirði.  Veistu, mér finnst skítalykt af þessu, rétt eins og af þessari ,,viðrekstrarstjórn" sem situr á alþingi - sukk, siðleysi, samráð og svínarí.  Er engu lagi líkt en Alcan hafi sett upp eitthvert ,,back-up" plan.  Mér finnst sorglegt hvernig þessi þjóð er klofin í herðar niður, tvær andstæðar fylkingar; fylking hugsjónarfólk og fylking hégómans...

Magnea Ólafs (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:51

13 identicon

Go go Ómar.. ísland hefur góðan málsvara þar sem þú ferð um með sannfæringu þína að farteski, og þorir að segja það sem þér býr í brjósti en ekki bara það sem þú heldur að menn vilji helst heyra. Auðvitað er löngu búið að stela þessu öllu saman, þannig að brölt Ómars er fyrirfram dauðadæmt, en hvað um það, hann er röddin sem við íslendingar hefðum allir átt að hafa og þorað að beita. Ómar er röddin í myrkrinu sem vísar fram á veg til átaka við ofurefli auðsins, auður hefur afl, bara að við hefðum aðgang að slíkum þjóðarauð.

Njall Harðarson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:29

14 identicon

Blessaður Hjálmar. Ég held að ég sé engin sérstakur talsmaður Ómars þótt að ég kommenteri á það sem þið segið. Varðandi spurningar þínar þá koma svörin hér.

1. Já og ef ég man rétt eru þeir í Reykjadal. Ég nefndi ekki hin háhitasvæðin sem eiga að fara í álver eins og t.d. Kröflu, Bjarnarflag og Gjástykki.

2. Já, ég er á móti uppbyggingu risaálvers á Bakka.

3. Ég hef komið til Húsavíkur og já ég hef kynnt mér málefni Þingeyinga eins og ég hef kynnt mér málefni annara staða á landinu.

4. Ég sé gríðarleg tækifæri fyrir Þingeyinga í framtíðinni. Þar eru að finna náttúruverðmæti sem eiga ekki sinn líka og þar eru miklir möguleikar á frekari uppbyggingu ferða og menningarþjónustu árið um kring. Auknir menntamöguleikar og fjölbreytni í atvinnulífi er líka lykillinn að því að unga fólkið haldist á svæðinu.

5. Ég er fæddur Gaflari og þótt ég hafi reynt að búa annarsstaðar eins og t.a.m. á Austurlandi þá er heimtaugin sterk.

"Hrikalegt atvinnuleysi" er hluti þeirrar orðræðu sem var notuð gegn okkur í Sól í Straumi í undanfara kosninganna í Hafnarfirði og er kannski lýsandi dæmi um múgæsingu álverssinna. 2,3% atvinnuleysi á NA landi er síðan ekki ástæða til að örvænta um atvinnuástand á svæðinu. Fækkun íbúa á sér aðrar orsakir ekki síst fábreytt atvinnulíf, skortur á menntunarmöguleikum og það að ungt fólk sækir háskólamenntun í meira mæli en áður og finnur síðan ekki starf við hæfi þegar námi lýkur. Álver breytir engu þar um, þar er fyrst og fremst að finna störf fyrir iðnmenntað og ófaglært fólk. Skortur er á iðnmenntuðu fólki fyrst og fremst vegna menntakerfisins og næg störf eru fyrir ófaglærða.

kveðja

Lárus 

Lárus (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:35

15 identicon

Meiri líkur á mjúkri lendingu? Vonandi:

http://visir.is/article/20070402/FRETTIR01/70402056

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:58

16 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ágætu lesendur

Mig langar til að taka sérstaklega undir með Magneu Ólafs hér að ofan.   Mér finnst á köflum vera ruddaleg framkoma gagnvart  Ómari í athugasemdum við bloggi hans síðustu daga.  Ég er einn þeirra sem tel að slíkt eigi hann ekki skilið.

Ég er ánægður að sjá að þú Ómar skrifar áfram af sannfæringu þinni þrátt fyrir allt. 

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 2.4.2007 kl. 15:24

17 identicon

Til að svara þér Eva, þá er hægt að rökstyðja allar öfgar. Það væri hægt að færa rök fyrir því að það er óhagkvæmt að halda Íslandi í byggð en viljum við það. Það er óþarfi að nefna aðrar öfgar úr t.d. seinni heimsstyrjöldinni þar sem færð voru rök fyrir ýmsum málum en það þýðir ekki að málstaðurinn sé góður.

Það er frekar ómálefnalegt hjá þér, Hjálmar Bogi, að halda því fram að Ómar skaði umræðu um umhverfsmál. Hann hefur þvert á móti rökstutt mál sitt prýðilega. Segir Eva. Ég hef aldrei gagnrýnt að Ómar rökstyðji ekki sitt mál en hann hefur aldrei svarað því hvers vegna hann er á móti uppbyggingu orkufreks iðnaðar, álveri við Bakka á Húsavík. ég hef aldrei gagnrýnt fyrri störf Ómars Ragnarssonar, hann var afar góður og fær fréttamaður.

 Til þín Lárus

Reykjadalur í Suður-Þingeyjarsýslu er í byggð, í Reykjadal eru Laugar þéttbýliskjarni með framhaldsskóla, grunnskóla, íþrótthúsi o.fl. gamli Reykdælahreppur átti land að Þeistareykjum. Þjóðvegur nr. 1 liggur um Reykjadal en þar eru engin Þeistareykir. Þeistareykjaland er í eigu Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar í dag. Þú þarft greinilega að kynna þér málin mun betur. Þetta lýsir vankunnáttu of margra höfuðborgarbúa á landinu sínu og það er sorglegt þegar fólk hefur skoðun á einhverju sem það veit ekki hvað er.

   Það er enginn að tala um risaálver við Bakka á Húsavík. Framkvæmdin er risavaxin á Norðlenskan mælikvarða. Það eru svona öfgar og orðháttur sem skemma fyrir vitrænni umræðu. Þú talar um að það þurfi fjölbreytt atvinnulíf og aukna menntunarmöguleika til að halda unga fólkinu á svæðinu. Hvers vegna heldur þú að unga fólkið flytjist suður á höfuðborgarsvæðið, þar er fjölbreytt atvinnulíf og menntunarmöguleikar miklir. Hvers vegna heldur þú að höfuðborgarsvæðið hafi byggst upp eins og það er í dag? Þú segir að álver breyti engu um fjölbreytt atvinnulíf og aukna menntun. Þetta er þvílík fásinna að halda þessu fram. Heldur þú að álverið í Straumsvík hafi engu skipt varðandi fjölbreytt atvinnulíf á SV-horninu og stuðlað að aukinni menntun. Heldur þú að álver eða annar stór iðnaður þurfi ekkert í kringum sig. Álverið þarfnast þjónustu, fólkið sem í því býr þarfnast þjónustu. Hversu mörg fyrirtæki hafi hag af álverinu í Straumsvík? Hversu mikin hag heldur þú að t.d. íþróttafélög hafi að veru álversins, jafnvel Leikfélag Hafnarfjarðar?

  1. Hvaða gríðarlegu tækifæri sérð þú í Þingeyjarsýslu?
  2. Ertu á móti nýtingu orkunnar sem fyrir finnst í Þingeyjarsýslu?
  3. Heldurðu að Þingeyingar vilji aðeins fá álver vegna atvinnuleysis?
  4. Heldur þú að Þingeyjarsýsla hafi upp á það sama að bjóða fyrir unga fólkið svo það flytjist ekki burtu og Hafnarfjörður?

Ég er háskólagenginn en bý á Húsavík vegna þess að ég kýs það. En þér veitti ekki af því að kynnast lífinu betur utan höfuðborgarinnar og ég hvet þig til að flytja til Húsavíkur og lifa hér, hvernig væri það?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:06

18 identicon

Sæll Ómar

Ég hélt þangað til ég vaknaði í morgun að þessi frétt um álverið í Þorlákshöfn væri aprílgabbið eða innst inni vonaði ég það allavegana. Hvar endar þessi vitleysa, Helguvík, Húsavík, Þorlákshöfn.... dettur mönnum ekkert annað í hug en ál, ál, ál og aftur ál?

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra talar um stöðnun og óráð ef ekki verður haldið áfram við uppbyggingu stóriðju. Svo talar Jón um að afturhaldsöfl í stjórnmálunum boði afturkipp og atvinnuleysi. En er það ekki einmitt framsókn og sjálfstæðisflokkur sem eru staðnaðir og fastir í álbræðslunni og sjá ekki önnur tækifæri  sem meiri sátt myndi verða um í þjóðfélaginu? 

Gyða Karlsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:20

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lárus þú segir: ....."Álver breytir engu þar um, þar er fyrst og fremst að finna störf fyrir iðnmenntað og ófaglært fólk."

Ég mæli með að þú kynnir þér hlutina áður en þú opnar þig svona. Stundum er betra að þegja og upplýsa ekki um fáfræði sína en að tala og taka af allan vafa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 17:28

20 identicon

Engar fleiri orkuútsölur til glæpafyrirtækja.
Engar pólitískar ákvarðanir um að drekkja ám, vötnum, giljum og fossum hins fagra Íslands.
Engar eiturspúandi efnaverksmiður á Íslandi framtíðarinnar.
Kyotosamningurinn var ekki um að auka við útstreymi eiturefna til að uppfyllar staðla. Heldur til að draga úr útstreymi þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa farið þvert á stefnu samkomulagsins og aukið gífurlega á útstreymi þessara efna, vegna "hagstæðrar" úthlutunar á kvóta! Er nokkuð heimskara?
Baráttu kveðja til allra grænna!
Stefán Sturla

Stefán St (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:29

21 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Einn haus verða að tveimur. Ætti maður ekki að læra af þessu? Ef þessir tveir nýju verða hoggnir af þá verða til fjórir.

P.S. Þó fólk hafi mismunandi skoðanir er alveg hægt að sýna kurteisi, annars fer umræðan í persónuleg og barnaleg leiðindi. 

Eysteinn Ingólfsson, 2.4.2007 kl. 17:53

22 identicon

Má ég skjóta inn í að einu sinni áttum við öll að vinna við fisk.  Hvað varð um þann drauminn?  Hvernig væri að taka á þessu álbrjálæði með ró og ræða málin, fara yfir þetta í sameiningu, kannski spyrja börnin/unglingana hvað þau vilja vinna við í framtíðinni og hvaða væntingar þau bera til lands sín, því jú þau taka nú einu sinni við.  Ég held að aftur og aftur erum við að sjá eða heyra mjög góð og alvarleg rök um hversvegna það á að staldra við og bíða í smá stund.  Afhverju liggur svona mikið á að byggja öll þessi álver á næstu 5 árum?  Er heimur og jörð að farast?  Ég veit nú ekki betur en svo að það sé sama fólkið búið að ráða þessu landi ansi lengi og að engin hafi verið stefna í að byggja upp landsbyggðina.  Núna 15árum seinna á að fara að planta álverum út um allt og helst eins fljótt og hægt er.  Förum aðeins að anda rólega og hugsum, tölum og breytum eins vel og við getum.  Fyrir okkur og afkomendur okkar!!

steinn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:17

23 Smámynd: Björn Emil Traustason

Það var enginn haus höggin af, Hafnfirðingar rétt náðu einu eyra sem breytist sennilega 4 hausa.Sólin og eldflaugin

Einu sinni var Hafnfirskur vísindamaður að gera eldflaug til að senda til sólarinnar. Þegar annar vísindamaður gekk framhjá sagði hann: Þú getur ekki sent þetta til sólarinnar, það brennur til agna í hitanum.
-Djöfull geturðu verið vitlaus. sagði Hafnfirðingurinn.- ég sendi hana auðvitað um nóttu.

Björn Emil Traustason, 2.4.2007 kl. 19:53

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Af www.ruv.is:

"Alcan gæti enn stækkað í Straumsvík

Alcan gæti hæglega stækkað álver sitt í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar í Hafnarfirði á laugardaginn. Ekki er hægt að útiloka að þetta verði gert segir bæjarstjórinn.

Hafnfirðingar felldu sem kunnugt er um helgina, deiliskipulagstillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík upp í 460.000 tonna framleiðslugetu. Nú er árlega hægt að framleiða 180.000 tonn af áli í Straumsvík í þremur kerskálum. Í tveimur hinna eldri er hægt að framleiða 55.000 tonn í hvorum skála en 70.000 tonn í þeim nýjasta. Tillagan sem kosið var um á laugardaginn gerði ráð fyrir að hægt yrði að reisa tvo nýja kerskála og í hvorum um sig mætti framleiða 140.000 tonn á ári. Samtals stóð því til að tvöfalda framleiðslugetuna, upp í 460.000 tonn. Samtals áttu því skálarnir að verða fimm.

Hins vegar á Alcan enn leik á borði sem er að rífa tvo elstu skálanna, sem samtals framleiða um 110.000 tonn, og reisa í staðinn þá skála sem til stóð að bæta við þar sem samanlögð framleiðslugetan er 240.000 tonn. Þannig gæti því framleiðslugeta álversins í Straumsvík farið upp í 350.000 tonn án þess að samþykkja þurfi nýtt deiliskipulag.  Þegar er fyrirliggjandi starfsleyfi fyrir allt að 460.000 tonna verksmiðju og umhverfismatið liggur líka fyrir þótt kannski þurfi að gera á því lítilsháttar lagfæringar".

Það vantar ekki mikið upp á. Með smá viðbótar útsjónarsemi...

Ágúst H Bjarnason, 2.4.2007 kl. 22:22

25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var sjónvarpsstöðin ABC í Bandaríkjunum sem kynnti niðurstöðu sína um sjö undur veraldar á okkar tímum á fundi umhverfisráðherra heimsins í Nairobi í haust. Í stað þess að fyllast stolti yfir því að Ísland og Íshafið norður af því skyldu komast á þennan lista virðast sumir menn hafa þetta á hornum sér.

Daginn eftir syngja síðan þeir sömu jafnvel "Hver á sér fegra föðurland?" og fara létt með það´.

Ómar Ragnarsson, 3.4.2007 kl. 00:43

26 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Hjálmar Bogi, þótt að ég hafi orðið sekur um vankunnáttu á staðháttum í Þingeyjarsýslu þá eru svona ummæli "Þetta lýsir vankunnáttu of margra höfuðborgarbúa á landinu sínu og það er sorglegt þegar fólk hefur skoðun á einhverju sem það veit ekki hvað er." algerlega óþörf og lýsa bara fordómum. Ég veit fullvel hvað gufuaflsvirkjun er og nokkrar þeirra eru í næsta nágrenni við mig.

Auðvitað erum við að tala um risaálver á Húsavík og það eru engar öfgar. Í ljósi umræðunnar um álverið í Straumsvík er ljóst að 250,000 tonna álver er engan veginn nógu hagkvæmt þegar til lengri tíma er litið og það má alveg reikna með því að ALCOA fari fram á stækkun upp á 400-500,000 tonn þegar fram í sækir. Og svo er 250,000 tonna álver í flokki stærri álvera í heiminum. 

Álverið í Straumsvík skipti máli fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði fyrir 40 árum þegar flestir landsmenn stunduðu aðeins tvo atvinnuvegi. Síðustu 3 áratugina hefur það ekki skipt meira máli en önnur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Og ekki veit ég hvort að það stuðlaði að aukinni menntun, ég hef ekki séð að sókn í iðnmenntun t.d. hafi aukist í Hafnarfirði síðustu áratugina, frekar hefur hallað á en hitt. Og varðandi stuðning álversins við íþróttir og menningu þá hefur hún alltaf verið af skornum skammti. Að vísu tók ALCAN nokkurn kipp fyrir nokkrum árum og styður nú íþróttafélögin í bænum sem eru 25 að mig minnir um 5 milljónir á ári.

Og varðandi spurningarnar þínar þá tel ég að Norðausturhorn landsins hafi til að bera mikla möguleika án álversvæðingar. Það eru gríðarlegir möguleikar í ferðaþjónustu og fullvinslu sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Eins er ég ekki á móti nýtingu þeirrar orku sem er í fjórðungnum ef skynsamlega er haldið á málum en ekki allt lagt undir álbræðslur. Ég væri líka alveg til í að búa á Húsavík, fallegur bær og gott mannlíf. Ertu með vinnu handa mér?

Guðmundur. Varðandi störf í álverum þá starfa 450 manns í álverinu í Straumsvík. 50-60 þeirra eru háskólamenntaðir, 10-20 skrifstofufólk, 120 iðnaðarmenn og hátt í 300 ófaglærðir. Semsagt hátt í 90 % iðnmenntaðir og ófaglærðir. Vinsamlegast sparaðu þér stóru orðin.  

Lárus Vilhjálmsson, 3.4.2007 kl. 14:00

27 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ja hérna mikið er skrafað og skrifað.
Mér finnst það hreint með ólíkindum hvernig sumir hérna koma fram, Ómar á ekki skilið að svona sé komið fram, það á það svosem enginn skilið. Hvernig væri nú að hugsa um það sem hann er að segja og skoða það ofan í kjölinn. Eitt er það að hafa sína skoðun og annað er hvernig maður kemur því frá sér. Skrif margra hér hvetja mig til þess að skoða vel málstað Ómars. Áfram Ómar.

Júlíus Garðar Júlíusson, 3.4.2007 kl. 15:10

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sparaðu stóru orðinn sjálfur Lárus, þú varst ekki að tala um álverið í Straumsvík þegar þú sagðir ....."Álver breytir engu þar um, þar er fyrst og fremst að finna störf fyrir iðnmenntað og ófaglært fólk." Lokaorð mín í færslu 19 standa því óhögguð

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 16:33

29 identicon

Ómar, ekki láta úrtölumenn og hælbíta komast undir skinnið á þér, þú ert stærri í hugsun en þeir allir til samans!

Georg Pétur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:53

30 identicon

Sæll Lárus

Ég frábið mér þennan málflutning að þetta lýsi fordómum vegna ummæla minna um of marga höfuðborgarbúa. Ég tala við fleira fólk en þig og því miður er of margir sem hafa engan skilning á lífinu á landsbyggðinni. Ég tel þetta ekki óþarft innlegg því þetta lýsir vankunnáttu of margra en samt hafa menn skoðun á málefnum landsbyggðarinnar, skoðun sem of oft er byggð á svo röngum forsendum.

   Ég skil ekki hvernig þú getur haldið því fram að álverið í Straumsvík skipti engu máli fyrir atvinnulífið í Hafnarfirði eða höfuðborgarsvæðið allt. Hvers vegna er ekki Nýlistasafnið í Hafnarfirði á Húsavík? Þú stillir dæminu þannig upp að álverið eitt og sér eigi að stuðla að aukinni menntun, fjölgun í búa o.s.frv. Álver, hvar sem það er, er hluti af stærri heild. Ef íþróttafélagið á Húsavík fengi 5 milljónir þá væri það mjög gott. Ekki skyldi ég kvarta yfir því.

Um atvinnulíf á Norðausturlandi þá hefur svo margt verið reynt, sumt tekst annað ekki. Mörg fyrirtæki eru mjög smá og eitt sem háir rekstrinum er fjarlægðin við höfuðborgarsvæðið. Svo vitnar þú í vöxt í ferðaþjónsutu, það er gott og gilt en skilar svo litlu enn sem komið er, þessi atvinnugrein er í vexti en er afar óstöðug atvinnugrein og háannatíminn í ferðamennsku er of stuttur. En það er svo margt verið að gera nú þegar, t.d. Snow Magic í Mývatnssveit. En greinin er ung og eldist hægt, enn í mótun og vinnslu. Allt slíkt kostar peninga og þeirra þarf að afla, ferðamenn koma ekki til Íslands til að greiða fyrir uppbygginu í ferðaþjónustu. Hvort kom á undan hænan eða eggið?

Þakka hlý orð í garð Húsavíkur, býð velkominn í bæinn. Hvað segir þú um vinnu í frystihúsi Vísis við fullvinnslu sjávarafurða eða GPG við fiskverkun og þurrkun? Myndir þú taka því? Hér er ekkert Nýlistasafn. Hins vantar okkur alltaf fólk í Leikfélag Húsavíkur.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband