Fjöldi frægra fórst í flugslysum.

Listinn yfir frægt fólk, meðal annars rokk- og íþróttastjörnur, sem fórst í slysum á litlum flugvélum á einum áratug síðustu aldar er merkilega langur. 

Buddy Holly, Ricky Valens, og J.P. "Big Bopper" Richardson voru ekki þeir einu.

Nefna má Patsy Cline, Jim Reeves og Rocky Marciano og á okkar tímum John Kennedy yngri.

Þegar spurt er um hugsanlega ásstæðu þessa kemur helst til greina, að þetta fólk var yfirleitt í tímakapphlaupi við að komast á milli staða og þá var hentugasti ferðamátinn fólginn í litlum misjafnlega vel búnum flugvélum með mismunandi reynda flugmenn við stýrið. 

Flest slysin urðu vegna þess að flogið var inn í of léleg sjónflugskilyrði.

Á árunum 1959 til 1966 var ég smeykur við að fljúga á milli skemmtistaða og lagði oft mikið á mig til að aka þess stað, enda urðu þá mörg flugslys hér á landi á litlum flugvélum.

En á endanum fór það svo að hjá því var ekki komist að nýta þennan samgöngumáta, sem var eins og sniðinn fyrir frumstæðar íslenskar aðstæður, lélega vegi og langar landleiðir.  


mbl.is Vilja rannsaka aftur flugslys frá 1959
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til eru fleiri kostir fyrir nýtt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu en Hólmsheiði, enda er Rögnunefndin að skoða fleiri kosti.

Það er nefndarinnar að finna út úr því hvaða kostir uppfylla kröfur fyrir nýju flugvallarstæði en ekki einhverra annarra.

Og harla einkennilegt að halda því fram að Reykjavíkurborg skilji ekki gildi Reykjavíkurflugvallar fyrir þjóðarbúið þegar það er ekki stefna borgarinnar að leggja flugvöllinn niður.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu og því ekki þeirra að gera einhverjar uppfyllingar út í sjó vegna Reykjavíkurflugvallar.

Ríkið á að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem það sjálft hefur skrifað undir en þeir sem kalla sjálfa sig flugvallarvini virðast líta gjörsamlega framhjá til að mynda ofangreindu samkomulagi.

Og ekki veit ég til þess að til séu óvinir flugvalla.

Ef menn vilja gagnrýna eitthvað eiga þeir að sjálfsögðu að gera það á réttum forsendum.

Þorsteinn Briem, 9.3.2015 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband